Fréttablaðið - 12.04.2008, Page 18

Fréttablaðið - 12.04.2008, Page 18
18 12. apríl 2008 LAUGARDAGUR UMRÆÐAN Bæjarmál í Hafn- arfirði Meirihluti Sam-fylkingarinnar í bæjarstjórn Hafnar- fjarðar hefur ákveðið að taka þriggja millj- arða króna erlent lán. Ástæðan er sögð miklar framkvæmdir í bæjarfélaginu á árinu. Þessi lántaka er því miður glöggt dæmi um afar lélega áætl- anagerð og fjármálastjórn Sam- fylkingarinnar því að í desember samþykkti sami meirihluti fjár- hagsáætlun fyrir árið 2008 þar sem segir: „Þrátt fyrir þessar stórfelldu framkvæmdir og fjár- festingar á árinu 2008 er ekki gert ráð fyrir hækkun langtíma- lána nema um 200 m.kr. vegna átaks við fjölgun leiguíbúða.“ Hvað hefur breyst á örfáum vikum? Hvers konar áætlana- gerð er þetta? Af hverju þarf Hafnarfjarðarbær fyrst sveitar- félaga að taka lán um leið og harðnar á dalnum í efnahagslíf- inu? Meirihluti Samfylkingarinnar hefur í stjórnartíð sinni hingað til hitt á óskastund því góðæri þjóðarinnar hefur verið í sögu- legu hámarki. Skatttekjur síð- ustu ára hafa ævinlega verið mun hærri en áætlað var. Nú þegar hægir á hjólum efnahags- lífsins kemur strax í ljós hversu illa Samfylkingin hefur stýrt fjármálum bæjarins. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins lögðu til á bæjarstjórnarfundi 4. september síðast- liðinn að hlutur Hafn- arfjarðar í Hitaveitu Suðurnesja yrði seld- ur strax til Orku- veitu Reykjavíkur en fyrir lá tæplega átta milljarða króna til- boð sem gilti til ára- móta. Tillagan var felld af Samfylking- unni. Þar vildu menn bíða – staldra við og skoða málin. Næstu mánuði breyttust hratt aðstæður í efnahagslífinu. Nú er svo komið að Samkeppniseftirlit- ið gerir miklar athugasemdir við fyrirhuguð kaup og málið er í erfiðum hnút. Hefði strax verið farið að til- lögu sjálfstæðismanna væri staða bæjarsjóðs miklu betri. Hægt hefði verið að greiða niður tvö erlend lán sem síðan þá hafa hækkað um 1.300 milljónir króna vegna falls krónunnar. Auk þess væri bærinn að fá hundruð millj- óna króna í vexti af eftirstöðvum söluandvirðisins. Þess í stað horfum við nú upp á háar lántök- ur með tilheyrandi skuldaaukn- ingu bæjarins. Líkt og í álvers- málinu forðum var meirihluta Samfylkingarinnar fyrirmunað að taka ákvörðun. Þessi ákvörð- unarfælni hefur kostað Hafn- firðinga 1.500 milljónir króna. Það munar um minna. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. UMRÆÐAN Háskólamenntun Viðskiptamenntun sú sem er forveri núverandi viðskipta- menntunar við Háskól- ann á Bifröst hófst árið 1918 og hefur því verið óslitin í 90 ár. Stjórn Sambands íslenskra samvinnufélaga sam- þykkti í ágúst 1918 að halda skóla „fyrir samvinnumenn“ og varð Jónas Jónsson frá Hriflu fyrsti skólastjórinn. Jónas skil- greindi skólann sem foringjaskóla og mótaði hann eftir fyrirmynd Ruskin College í Oxford þar sem hann hafði sjálfur verið við nám. Hliðstæður skóli var stofnaður í Kaupmannahöfn árinu áður í sama tilgangi og fyrir samvinnuhreyf- inguna sem þá var starfandi þar. Þetta var forveri Copenhagen Business School – CBS – sem er einn af samstarfsskólum Háskól- ans á Bifröst í dag. Sumarið 1955 var skólinn flutt- ur að Bifröst í Norðurárdal í Borg- arfirði og hefur verið starfræktur þar síðan. Árið 1988 verður skól- inn sérskóli á háskólastigi. Sam- vinnuskólinn, Samvinnuháskólinn, Viðskiptaháskólinn á Bifröst og Háskólinn á Bifröst eru ein og sama stofnunin. Fram til 1990 var skólinn deild innan Sambands íslenskra samvinnufélaga og í eigu þess. Frá 1990 hefur skólinn verið sjálfseignarstofnun. Í dag er Háskólinn á Bifröst fjölbreyttur háskóli, sem býður nemendum sínum upp á framúr- skarandi fræðslu, þekkingu og þjálfun í viðskiptafræði og við- skiptalögfræði sem og heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði. Hlutverk skólans er að búa nem- endur undir ábyrgðar-, forystu- og stjórnunarstörf í innlendu og alþjóðlegu samkeppnisumhverfi. Viðskiptadeild Háskólans á Bif- röst býður nú upp á þrjár línur í meistaranámi: MS í alþjóðlegri banka- og fjármála- starfsemi sem er ætlað þeim sem vinna eða vilja vinna í fjármála- starfsemi, MS í alþjóðaviðskiptum sem er ætlað öllum þeim sem vilja vinna í alþjóðlegu viðskipta- umhverfi hér á landi og erlendis og MS í stjórnun heilbrigðis- þjónustu ætlað þeim sem vilja taka þátt í stjórnun einkarekinnar eða opin- berrar heilbrigðisþjónustu í sinni víðustu mynd. Meistaranámið er þannig upp byggt að nemendur geta stundað vinnu samhliða því en kennslan er sambland af stað- og fjarnámi. Um helmingur kennara kennir við erlenda háskóla eða er viður- kenndir sérfræðingar á sínu sviði erlendis. Auk meistaranámsins býður viðskiptadeildin upp á BS í við- skiptafræði sem kennd er í stað- námi á Bifröst annars vegar á íslensku og hins vegar á ensku. Einnig er boðið upp á viðskipta- menntun í fjarnámi. Fjarnámið við Háskólann á Bif- röst byggist á notkun netsins og sérhæfðs hugbúnaðar þannig að kennarar geta haldið fyrirlestra þar sem þeir eru staddir hverju sinni og nemendur geta sótt kennsluefni og verkefni hvar sem þeir eru og þegar best hentar. Þannig geta nemendur aðlagað nám, vinnu og fjölskyldulíf og gert menntun að eðlilegum þætti daglegs lífs. Til þess að þjálfa og þroska nemendur býðst þeim að stunda hluta af námi sínu við erlenda samstarfsskóla og nemendur frá þeim stunda nám við Háskólann á Bifröst. Því má segja að Háskól- inn á Bifröst taki virkan þátt í útrásinni með íslensku atvinnu- lífi. Höfundur er forseti viðskipta- deildar Háskólans á Bifröst. UMRÆÐAN Þjóðmenning Sumardagurinn fyrsti er á næsta leiti. Ein- hvern veginn hefur merking þessa frídags máðst út í nútímanum og nú er svo komið að margir vilja fá hann færðan til föstudags. Það er því ekki úr vegi að rifja upp af hverju það er frí þennan fyrsta dag í hörpu sem var lengi vel eini frídagurinn sem ekki var tengdur helgihaldi. Tvær árstíðir Áður fyrr var sumardagurinn fyrsti annar af mikilvægustu frídögum fólks en hinn dagurinn var aðfanga- dagur jóla. Jafnvel sá siður að gefa sumardagsgjafir er eldri en að gefa gjafir á jólum. Þennan dag klæddist fólk sparifötum og unnin voru ein- ungis brýnustu nauðsynjastörf. Sér- staklega var horft til veðurs og þótti vita á gott ef sumar og vetur frusu saman. Í gamla norræna tímatalinu skiptist árið í tvær árstíðir, sumar og vetur. Þegar Íslendingar tóku upp rómverska tímatalið var hið norræna lagað að því en ekki lagt niður. Dagurinn merkir því ekki að sumarið sé komið heldur að sumar- misseri sé hafið. Þetta kemur meðal annars fram í Sögu daganna eftir Árna Björnsson þjóðháttafræðing. Magafylli á fyrsta sumardegi Í handritum Jóns Pálssonar segir frá miklum veislum á Eyrarbakka á sumardaginn fyrsta á 19. öld. Menn hlökkuðu til þessa dags og byrjuðu að afla fanga með góðum fyrirvara. Húsfreyjur geymdu grjón og sauða- kjöt til dagsins en þótt hungur væri byrjað að sverfa að fengu allir magafylli þennan dag. Borða mátti ótakmarkað af sumardagsgrautnum, sem var oftast hrísgrjóna- grautur með rúsínum og kanel. Kaffið flæddi og bökuð voru fjöll af lumm- um. Brennivín þótti jafn nauðsynlegt í sumardags- gleðina og hangikjöt á jólum og kaupmaðurinn neitaði engum um pott af brennivíni sama hver skuldastaðan var. Útgerð- armenn buðu vermönnum og fjöl- skyldum þeirra í sumardagsveislu og var ekkert til sparað. Menn hristu af sér vetrarhaminn og gátu komið með athugasemdir um náungann til að gera upp veturinn án þess að það væri erft við þá á eftir. Brennivíns- drykkjan má kannski alveg missa sig og eins sá siður að láta samferða- mennina „heyra það“. Grauturinn og lummurnar ættu hins vegar að vera á hvers manns diski á sumardaginn fyrsta eins og skata á Þorláksmessu. Veitingahús landsins gætu til dæmis tekið upp þann sið að bjóða lands- mönnum upp á sérstakan sumar- dagsmatseðil með þessum kræsing- um. Vetur konungur og Sumardísin Á Hvammstanga er sumri fagnað með sérstökum hætti. Fyrir rúm- lega hálfri öld ákvað ungt fólk í þorpinu að halda hátíð og safna fé til að rækta upp trjágarð. Garðurinn var útbúinn en allar götur síðan hefur hátíðin verið haldin með sama sniði. Vetur konungur og Sumardís- in eru persónugerð og fara fyrir skrúðgöngu ásamt börnum sem eru þeim til halds og trausts. Vetur kon- ungur er virðulegur, með kórónu og sítt skegg. Í félagsheimilinu flytur hann ljóð og afhendir Sumardísinni, sem er klædd litríkum sumarkjól í ætt við sígauna, veldissprota sinn. Táknræn og falleg athöfn um sum- arkomuna. Þrátt fyrir að vera löngu flutt í burtu fæ ég alltaf heimþrá á sumardaginn fyrsta en í mínum huga jafnast engin hátíð á við þessa. Ef lesendur hafa áhuga á þessari sérstæðu hátíð þá hefst hún klukkan 14.00 með skrúðgöngu en það eru 200 km frá Reykjavík til Hvamms- tanga og því nóg að leggja af stað þremur tímum fyrr. Fögnum sumri Ég ætla að gera það að tillögu minni að landsmenn hristi af sér vetrar- haminn á sumardaginn fyrsta, borði hnausþykkan sumardagsgraut með rúsínum og kanelsykri og heil fjöll af lummum. Kaupum svo litlar gjaf- ir handa yngstu kynslóðinni í tilefni dagsins. Minnumst þannig forfeðra og formæðra okkar sem fengu oft magafylli þennan eina dag á vor- mánuðum. Við skulum fagna sumri á sumardaginn fyrsta að fornum sið. Gleðilegt sumar. Höfundur er sagnfræðingur og rithöfundur. EYRÚN INGADÓTTIR Sumardagsgrautur með kanil og rúsínum REYNIR KRISTINSSON Viðskiptafræði- menntun í 90 ár Ég ætla gera það að tillögu minni að landsmenn hristi af sér vetr- arhaminn á sumardaginn fyrsta, borði hnausþykkan sumardags- graut með rúsínum og kanelsykri og heil fjöll af lummum. Kaupum svo litlar gjafir handa yngstu kynslóðinni í tilefni dagsins. Samfylkingin kostar Hafnfirðinga milljarða RÓSA GUÐBJARTSDÓTTIR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.