Fréttablaðið - 12.04.2008, Page 22

Fréttablaðið - 12.04.2008, Page 22
 12. apríl 2008 LAUGARDAGUR Á sunnudagskvöld lýkur Mannaveiðum, sakamálaþáttaröðinni sem sýnd hefur verið við miklar vinsældir í Sjónvarpinu. Þættirnir eru byggðir á bókinni Afturelding eftir Viktor Arnar Ingólfsson, sem vakti talsverða athygli þegar hún kom út árið 2005. Viktor Arnar er maður vikunnar. Viktor Arnar fæddist á Akur- eyri, heimabæ móður sinnar, en flutti til Reykja- víkur eins árs gamall og sleit barnsskónum að mestu í Háaleitis- og Hlíðahverfi. Faðir hans er hins vegar mikill KR- ingur og því kom ekki til greina að Viktor færi í Fram eða Val – hann hefur verið í KR frá blautu barnsbeini og býr nú aðeins stein- snar frá KR- vellinum í Vesturbænum. Faðir hans kom frá Flatey á Breiðafirði og dvaldi Viktor þar mörg sumur sem drengur, hjá ömmu sinni og afa, og ber sterkar taugar til staðar- ins. Viktor var bókhneigt barn, las mikið og fór sjálfur brátt að dunda við skriftir. Þegar hann var fjórtán ára fékk hann sumarvinnu hjá Vegagerðinni við brúarvinnu. Honum líkaði vel, var þar í lausa- vinnu þar til hann hafði lokið námi í Tækniskóla Íslands en hefur verið fastráðinn þar allar götur síðan og annast útgáfumál stofnunarinnar. Hann hefur því unnið meira eða minna hjá Vegagerðinni frá fermingu. Hann hefur líka víðfeðma þekk- ingu á samgöngu- málum og skrifar stundum um þau á heimasíðuna sína þegar hann fjallar ekki um bók- menntir. Jafnlyndi og nákvæmni eru þau orð sem vinir og vandamenn Viktors Arnar grípa helst til þegar hann ber á góma. Hann þykir mjög dagfarsprúður og skiptir sjaldan skapi. Hann vill hafa allt á hreinu og velkist sjaldan í vafa um hvernig hann vill hafa hlutina. Hann þykir traustur vinur og greiðvikinn og fólk veit hvar það hefur hann. Hann er ekki hvatvís, bregst ekki óvænt við og flanar aldrei að neinu. Viktor Arnar gaf út sína fyrstu skáldsögu árið 1978, þá 23 ára gamall. En þótt hann færi ekki dult með áhuga sinn á skriftum kom það ekki á óvart þótt hann færi í nám í Tækniskólanum og gerði ritstörfin að aukabúgrein. Hann vill hafa hlutina í föstum skorðum og það hentaði því ekki að gera skriftir að fullu starfi. Honum þótti ekki aðlaðandi kostur að láta reka á reiðanum og vera óviss um afkomu sína. Það er ekki í hans anda. Viktor Arnar hefur hins vegar tekið áhættu í skrifum sínum og er óhræddur við að prófa nýja hluti og öðruvísi hugmyndir í bókum sínum. Í fyrsta lagi helgaði hann sig glæpa- sögum, bók- menntagrein sem átti ekki upp á pallborðið hér á landi og var jafnvel litið niður á. Viktor þykir fjölhæfur höfund- ur og smásögur hans bera þess vitni að hann getur vel skrifað aðrar tegundir skáld- skapar en krimma. En þrátt fyrir að íslenskar glæpa- sögur hlytu lengst framan af ekki náð fyrir augum hins almenna lesenda hélt hann sínu striki. Um tveimur áratugum eftir að Viktor Arnar gaf út sína fyrstu glæpasögu, Dauðasök, má segja að reyfarinn hafi fengið uppreisn æru hér á landi fyrir tilstilli höfunda á borð við Arnald Indriðason, Ævar Örn Jósepsson, Árna Þórarinsson og Viktor Arnar, og árið 1999 tók hann þátt í stofnun Hins íslenska glæpafélags. Bókin Engin spor, sem kom út árið 1998, var árið 2001 tilnefnd til norrænu glæpa- sagnaverðlaun- anna, Glerlykils- ins, fyrst allra íslenskra bóka. Árið 2002 kom bókin Flateyjarg- áta út, þar sem Viktor kinkar kolli til æskustöðvanna. Árið 2005 kom hins vegar þekktasta bók Viktors Arnar út, Afturelding. Þar tók Viktor aftur áhættu, sem fólst í því að láta raðmorðingja leika lausum hala í örsamfélaginu Íslandi. Og það þótti takast vel. Þarna kom það Viktori til góða hvað hann er mikill nákvæmnis- maður. Honum er meinilla við lausa enda og leggur mikla vinnu í rannsóknir fyrir bækur sínar. Viktor Arnar er mikill langhlaup- ari og hefur hlaupið ófá maraþonhlaup og Laugavegshlaup. Hann sameinar með því reyndar tvö áhugamál því hann hlustar iðulega á hljóðbækur í iPod-spilaranum sínum þegar hann hleypur, og kemst þannig í gegnum að minnsta kosti tvær bækur á mánuði. Í gegnum starf sitt hjá Vegagerðinni hefur Viktor fengið staðgóða þekkingu á landinu. Hann er hins vegar ekki mikið gefinn fyrir ferðalög, er þvert á móti afar heimakær. Helstu gallar Viktors Arnars eru sagðir liggja í kostum hans. Öll skipulagningin og nákvæmnin geti stundum verið honum fjötur um fót þegar hann hefði ef til vill gott að því að sleppa af sér beislinu. En án agans myndi hann aftur á móti tæpast skrifa mikið, því hann gerir honum kleift að vinna jafnt, þétt og markvisst. MAÐUR VIKUNNAR Dagfarsprúður hlaupagikkur VIKTOR ARNAR INGÓLFSSON ÆVIÁGRIP Viktor Arnar Ingólfsson fæddist á Akureyri hinn 12. apríl 1955, en er alinn upp í Reykjavík. Foreldrar hans eru Margrét Jensdóttir inn- anhússarkitekt og Ingólfur Viktorsson loftskeytamaður. Þau skildu. Stjúpi Viktors, Sigfús Örn Sigfússon, er látinn. Viktor er kvæntur Valgerði Geirsdóttur. Dóttir hans heitir Margrét Arna en auk hennar á hann stjúpdótturina Emilíu Björt Gísladóttur. Hann býr í Vestur- bænum og styður KR af heilum hug. Hefur auk þess áhuga á bókum, samgöngumálum og langhlaupum. Viktor Arnar útskrifaðist sem byggingartæknifræðingur frá Tækniskóla Íslands árið 1983. Hann hafði unnið ýmis störf hjá Vegagerðinni með námi frá 1969 til 1983, en verið í fullu starfi þar síðan og unnið við útgáfur stofnunarinnar frá 1985. Viktor hefur frá árinu 1978 gefið út fimm skáldsögur, allt spennu- sögur. Hann er einn af stofnendum Hins íslenska glæpafélags, sem sett var á laggirnar árið 1999. Skáldsaga hans, Engin spor, var tilnefnd til Glerlykilsins, norrænu glæpasagnaverðlaunanna, árið 2001, fyrst íslenskra bóka. Einnig hafa birst eftir hann smásögur í blöðum og tímaritum. Árið 2005 gaf hann út skáldsöguna Aftureldingu, sem vakti mikla athygli og var gefin út í Þýskalandi ári síðar. Eftir henni eru sjónvarps- þættirnir Mannaveiðar gerðir, sem eru á dagskrá Sjónvarpsins um þessar mundir. Viktor vinnur nú að sinni sjöttu skáldsögu. VANN SÉR TIL FRÆGÐAR? Hljóp Reykjavíkurmaraþon á rétt rúmum þremur klukkustundum og 40 mínútum árið 2001. Hljóp Laugaveginn á tæplega sjö klukku- stundum og 27 mínútum árið 2002. HVAÐ SEGJA AÐRIR? „Að fylgjast með ferli hans er dálítið eins og að fylgjast með snigli. Þótt hann fari hægt kemst hann þangað sem hann ætlar sér. Hann setur sér markmið og lætur ekkert trufla sig fyrr en hann nær þeim.“ Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, rithöfundur og vinur. HVAÐ SEGIR HANN? „Ég var staddur í útlöndum fyrir fjölmörgum árum og ætlaði að kaupa mér föt. Ég hafði alltaf notað gallabuxur af stærð 32 en var hins vegar farinn að fylla ansi vel út í þær. Ég lét samt ekki bugast og keypti mér þrennar gallabuxur – allar af stærð 32 – í þeirri von að ég næði mér aftur niður í gamalt form. Ég fór aldrei í þær buxur.“ Viktor um sín verstu kaup, í Fréttablaðinu 29. desember 2005. Miðlun Skeifa n söluskr ifstofur16 www.r emax. is Einn ö flugas ti faste ignave fur lan dsins Allar fastei gnasö lur eru sjálfst ætt re knar o g í ein kaeign Fasteig nablað 160. T ölublað - 6. ár gangur - 6. ap ríl 2008 bls. 12 ER ÞÍN ATVINNUAUGLÝSING HÉR? MEST LESNA ATVINNUBLAÐ LANDSINSS. 512 5441 hrannar@365.is S. 512 5426 vip@365.is HH Ráðgjöf • Fiskislóð 81 • 101 Reykjavík • Sími: 561 5900 Ráðningarþjónusta Leitar þú að starfsmanni? Hulda Helgadóttir SigurborgÞórarinsdóttir KristínHallgrimsdóttir JónRagnarsson HH Ráðgjöf er alhliða ráðningarþjónusta og við státum okkur af því að veita framúrskarandi þjónustu hvort sem um ræðir ráðningu ófaglærðra, faglærðra eða sérfræðinga. Ráðgjafar okkar veita fúslega frekari upplýsingar í síma 561 5900 eða sendu okkur tölvupóst: hhr@hhr.is Vinnusparnaður Við vinnum úr umsóknum, leitum í gagnagrunni okkar, tökum forviðtöl og öflum umsagna. Markviss leit Nýr hugbúnaður gerir leit afar markvissa og tryggir að við finnum hæfasta einstaklinginn. Þriggja mánaða ábyrgð Ef starfsmaður hættir störfum innan þriggja mánaða er ráðning í hans stað án endurgjalds. Bregðumst fljótt viðOkkar aðalsmerki eru skjót viðbrögð og lögð er áhersla á að flýta ráðningarferlinu eins og unnt er. Fjöldi hæfra umsækjendaFjöldi umsækjenda er á skrá í almennum gagnagrunni okkar sem tryggir að við finnum rétta einstaklinginn fyrir starfið. Reynsla og þekkingHjá HH Ráðgjöf starfa sérfræðingar á sviði starfsmanna- mála sem búa m.a. yfir mikilli reynslu af ráðningum og hagnýtri menntun. Sanngjarnt verðBjóðum mjög hagstætt og samkeppnishæft verð á þjónustu okkar. Gerðu verðsamanburð! HH Ráðgjöf hefur vönduð vinnubrögð og fagmennsku að leiðarljósi. Við leggjum metnað okkar í að veita afburðarþjónustu og finna réttan einstakling fyrir þá aðila sem leita okkar aðstoðar við ráðningu starfsfólks. Kostir þess að nýta sér þjónustu HH Ráðgjafar eru m.a.: Iceprotein ehf. er sprotafyrirtæki á líftæknisviði sem var stofnað árið 2005 og starfrækir tilraunaverksmiðju á Sauðárkróki. Iceprotein ehf. óskar eftir því að ráða nákvæman starfskraft í fullt starf til framleiðslustarfa í verksmiðju fyrirtækisins á Sauðárkróki. Ætlast er til að viðkomandi muni hafa umsjón með daglegri framleiðslu fyrirtæki- sins. Hæfniskröfur:• Reynsla á sviði matvælaframleiðslu • Menntun sem nýtist í starfi • Viðkomandi þarf að eiga auðvelt með að tileinka sér nýja hluti og aðferðir • Góð hæfni í mannlegum samskiptum• Frumkvæði og metnaður í starfi Nánari upplýsingar um starfi ð veitir Arnljótur Bjarki Bergs- son, framkvæmdastjóri í síma 858-5013. Umsóknir með ferilskrám sendist á iceprotein@simnet.is Umsóknarfrestur er til 11. apríl 2008. Matur[ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM MAT ]Apríl 2007 SILKIMJÚKIR SKYREFTIRRÉTTIR LUMMUR MEÐ BANAN FRÓÐLEIKUR UM FJALLAGRÖS SVALANDI Samtímaleg sýn á ástsælustu rétti þjóðarinnar Ís nsktÞjóðlegur matur fyr Í lendinga Petrína Rós KarlsdóttirÍslensk súpa með suðrænu ívafiMatreiðslumeistarar elda úr fersku hráefni Sjávarréttaveisla á h im vísuN nna Rögnvaldardóttir skrifar Skyr - sætt, súrt og kryddað Auðmenn kaupa sér velvild með afl ausnarbréfum Ögmundi Jónassyni fi nnst lítið til gjafa auðmanna til samfélagsmála koma og segir þá hafa sagt sig úr lögum við samfélagið. Í fyrsta sinn Þjóðþekktir Íslendingar deila fyrstu reynslu sinni af margvíslegum persónulegum hlutum. Matur fylgir með Fréttablaðinu á sunnudag ÍSLENSKT HRÁEFNI Tyllidagasúpa með suðrænu ívafi , silkimjúkir skyreftirréttir, fróðleikur um íslensk fjallagrös, saðsamir sjávarréttir, matarpistill Nönnu Rögnvaldardóttur og leynivopn sem hefur ekki klikkað í 52 ár. Matur
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.