Fréttablaðið - 12.04.2008, Page 24

Fréttablaðið - 12.04.2008, Page 24
24 12. apríl 2008 LAUGARDAGUR Meistaranám í haf- og strandsvæðastjórnun Meistaranám í haf- og strandsvæðastjórnun býr nemendur undir að takast á við eitt af mest knýjandi viðfangsefnum framtíðarinnar, nýtingu og stjórnun auðlinda. Kennsla fer fram á Ísafirði við Háskólasetur Vestfjarða en námsleiðin er í samstarfi við Háskólann á Akureyri. Nánari upplýsingar: www.hsvest.is Umsóknarfrestur: 5. júní 2008 Í samstarfi við: Lj ó sm yn d : A g n es G ei rd al LAUGARDAGUR, 5. APRÍL. Einfalt uppeldiskerfi Í dag kom hestaflutningabílstjóri í bæinn með brúna klárinn sem ég fékk augastað á fyrir austan. Ég má hafa hann hjá mér næstu daga til að kynnast honum til að athuga hvort við eigum saman og getum orðið vinir. Hesturinn var soldið var um sig eftir ferðalagið svo að ég lét duga að kemba honum og strjúka og kenna honum að góða og kurt- eisa framkomu launa ég með graskögglum úr lófa mínum. Í þessu einfalda uppeldiskerfi eru engar refsingar aðrar en sú sem felst í því að fara á mis við að fá verðlaun eða umbun. SUNNUDAGUR, 6, APRÍL. Læknisfræði og listaverk Ætlaði á hestbak í dag en það fór öðru vísi en ætlað var því að ég var gersamlega þreklaus og lá fyrir mestallan daginn og las um gigtarsjúkdóma í lækningabók- um. Það sem að mér gengur telja læknar að sé fjölvöðvagigt. Því meira sem ég les um mannslíkamann, þeim mun meira vex virð- ing mín fyrir lækn- um, líffræðingum, lífeðlisfræðingum. sálfræðingum, grasalæknum og öllu því lærða fólki sem eyðir ævi sinni í að rannsaka líkama og sál. Eins og flestir vita er stór- hættulegt fyrir leikmenn að lesa sér til um sjúkdóma því að fyrr en varir finnst manni að þeir hafi allir sem einn tekið sér bólfestu í manni sjálfum. Sem betur fer skil ég ekki nema lítinn hluta af því sem ég er að lesa. Lái mér hver sem vill en ég hef ekki læknisheila og skil ekki bofs í fræðunum þegar þau gerast flókin, hvað þá að ég treysti mér til að þýða eitthvað á borð við þetta: „The peroxyni- trite-mediated increased per- meability of the blood-brain barri- er allows inc- reased access of organic chemi- cals to the CNS, which could cause neural sensitiz- ation and multiple chemical sensitivity.“ Stundum koma þó setningar sem ég skil og mér rennur kalt vatn milli skinns og hörunds við lesturinn. Til dæmis þessi: „Aukaverkanir lyfja eru fjórða algengasta dánarorsök fólks í Bandaríkjunum á eftir hjarta- og æðasjúkdómum, krabbameini og slysförum.“ Enn sem komið er hef ég þó engan sjúkdóm fengið sem er nógu magnaður til að halda mér heima þegar vinir okkar Kristj- ana og Balthazar bjóða til matar- veislu. Við fórum til þeirra í kvöld og gleymdum öllum áhyggjum. Balthazar, eins og flestir aðrir sannir listamenn sem ég hef kynnst, er lítillætið uppmálað. Kristsmyndirnar sem hann sýnir í Hallgrímskirkju og byggj- ast á orðum Krist á krossinum eru í senn áhrifamikið og sígilt listaverk. Þetta verk er svo magnað að það ætti að gera Hall- grímskirkju kleift að hafa það til sýnis á hverri páskaföstu. Núna eru þau hjónin Kristjana og Balthazar á leið til Barcelona, því að þar verða mikil hátíðahöld til að heiðra minningu afa Balt- hazars sem var tónskáld – og flúði land undan Franco. Það hefur dregist að heiðra gamla manninn sem nú hefur hvílt í gröf sinni í 30 ár. Vonandi bíða Íslendingar ekki svo lengi með að heiðra sonarsoninn sem kaus að gera Ísland að heima- landi sínu. Að því leyti er Balt- hazar meiri Íslendingur en ég að hann valdi sér Ísland fyrir ævi- starfið. Ég er hérna bara af til- viljun. MÁNUDAGUR, 7. APRÍL. Á hestbaki Eftir hádegið var komið að því. Við frú Sólveig fórum upp í hest- hús og fórum saman í okkar fyrsta sameiginlega útreiðartúr í vetur. Það var mestan part yndislegt. Það eina sem skyggði á gleðina var að hesturinn sem mér finnst svo mikið augnayndi er ekki jafnhrifinn af mér og ég af honum. Frú Sólveig saup hveljur þegar við rukum fram úr henni á harða stökki. Það var samt lítil hætta á ferð- um, því að klárinn er alveg Meiri Íslendingur en ég! Í dagbók Þráins Bertelssonar er sagt frá samskiptum við brúnan hest, undurfagran. Einnig er vikið að snillingnum Balthazar. Fjallað um listaverk og læknisfræði og spurt í framhaldi af slysum hvort allir geti alltaf og endalaust kjaftað sig frá ábyrgð. KÆRA DAGBÓK Þráinn Bertelsson
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.