Fréttablaðið - 12.04.2008, Síða 28

Fréttablaðið - 12.04.2008, Síða 28
28 12. apríl 2008 LAUGARDAGUR UMMÆLI VIKUNNAR,, U MÆLI VIKUN AR ,, stjornmal@frettabladid.is nánar á visir.is Það er nefnilega ekki hægt að eiga orðaskipti við þingmenn Vinstri grænna vegna þess að þeir gagga eins og hænur úr sæti sínu. Geir H. Haarde forsætisráðherra. Samfylkingin á að skammast sín fyrir að þurfa að beita ósannindum og lygum til að moka yfir endaleysuna og þvæluna í sjálfum sér í þessum málaflokki. Árni Þór Sigurðsson VG. Það ætti að vera regla að allir stjórn- málamenn kunni að tefla, sagði Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokks- ins, í þinginu á fimmtudag. Og hvers vegna? Jú, vegna þess að rökhyggjan eflist með skákinni, sagði hann. Guðni greindi frá þessari skoðun þegar hann mælti fyrir tillögu um skáksetur í Reykja- vík, helgað afrekum Bobbys Fischer og Friðriks Ólafsson- ar. Tíu þingmenn úr öllum flokkum flytja tillöguna, ásamt Guðna, sem er líkleg til að verða samþykkt enda ólíklegt að einhver verði til að mæla gegn því að afrekum stórmeistaranna tveggja verði sýndur sómi. Báðir tengjast þeir Alþingi; Friðrik var skrifstofustjóri þess um árabil og þingið samþykkti að Fischer skyldi veittur ríkisborgararéttur. Lengi vel var mikið teflt á Alþingi en dregið hefur úr því. Fátt er ljóst um skákfærni þingmanna. En auðvitað færi vel á því að Guðni flytti sérstakt þingmál um að fólk þyrfti að geta eitthvað í skák til að fá að skipta sér af stjórnmálum. Stjórnmálamenn kunni að tefla Samkvæmt starfsáætlun Alþingis eru 29 dagar eftir af vorþinginu sem nú stendur. Rúmum helmingi daganna verður varið til hefð- bundinna þingfunda en aðra daga funda nefndir og þingflokkar eða þingmönnum er gert að rækja kjördæmi sín. Þá eru ótaldir Eldhúsdagur og þingfrestunar- dagur. 29 dagar eftir ÞAÐ SEM EFTIR LIFIR Þingfundadagar 16 Nefndadagar 5 Kjördæmadagar 4 Þingflokksfundadagar 2 Eldhúsdagur 1 Þingfrestunardagur 1 Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra hefur tekið af allan vafa um hvort hægt sé að reisa nýjan spítala án aðkomu Alfreðs Þorsteinssonar að verkinu. „Ef menn halda að það sé forsenda þess að reisa spítala að hafa Alfreð Þorsteinssonar á launum er það gríðarlegur misskilningur,“ sagði Guðlaugur í þinginu á fimmtudag. Og þá vitum við það. Alfreð ekki for- senda nýs spítala Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra svaraði ekki ítrekuðum spurningum Bjarna Harðarsonar Framsóknarflokki, í þinginu á fimmtudag, um hvar starf framkvæmdastjóra Vatna- jökulsþjóðgarðar verður staðsett. Kvaðst hún halda að ekki væri búið að setja skrifstofuna niður en bætti þó við að unnið væri að mál- inu. Gat hún þess að ekki skipti máli fyrir verkefni framkvæmdastjór- ans hvar starf hans væri niður- sett. Samfylkingin hefur beitt sér fyrir flutningi eða stofnun starfa á landsbyggðinni undir fororðinu: Störf án staðsetningar. Þórunn greindi hins vegar frá því að verið væri að ráða í störf land- og þjóðgarðsvarða, alls rúm- lega þrjátíu störf, að fjöldi starfa myndi skapast vegna þjóðgarðs- ins og að afleidd störf myndu skipta hundruðum. Þetta væri í raun einhver mesta byggðaaðgerð sem ráðist hefði verið í. Ekkert upplýst um staðsetningu starfs ÞÓRUNN SVEINBJARNARDÓTTIR GUÐLAUGUR ÞÓR ÞÓRÐARSON ALFREÐ ÞORSTEINSSON Alþingi starfar eftir mörgum reglum, bæði skráð- um og óskráðum, og hefur gert lengi. Sumar eru góðar en aðrar síðri. Sumar eru sjálfsagt nauðsyn- legar en aðrar kannski óþarfar. Einstaka reglur virðast haldnar í heiðri vegna reglnanna sjálfra en ekki á forsendum þingstarf- anna. Að baki hlýtur að búa misskilningur í þá veru að fyrst hlutirnir voru svona á dögum Jóns Sigurðssonar eigi þeir að vera það á dögum Höskuldar Þórhallssonar. Það eykur ekki á virðingu Alþingis að hlusta á þingmenn pönkast í ræðustóli á orðunum hæstvirtur og háttvirtur. Margir virðast ekki hafa hugmynd um hvort þeir eigi að nota og segja ýmist bæði eða hvorugt. Þarf þá forseti að berja í bjöllu og beina viðkomandi á rétta braut. Sama á við þegar forsetinn er ávarpaður, oft lekur einhver orðasúpa út úr þingmönnum eins og þeir taki bara sénsinn á að hitta á eitthvað sem samrýmist þingsköpum. Númer þingmanna og kjördæmi er svo annar handleggur. Ef menn leggja sig fram um að fara örugglega rétt með þær nákvæmu og innihalds- ríku upplýsingar þurfa þeir að stafa sig í gegnum þær á hraða trukkabíl- stjóra í mótmælaaðgerðum. Ef þeir slengja þessu fram bara sisona komast þeir oft í bobba. Og þurfa svo að leiðrétta sig eftir ábendingar forseta. Í ofanálag er þingmönnum gert að tala um aðra þingmenn í þriðju per- sónu og í ræðum ber þeim að beina máli sínu til forseta. Hefur það vafist fyrir mörgum góðum drengnum. Skiljanlega. Líf margra yrði þægilegra ef slakað væri á kröfunum. Ekki bara þing- mannanna sem eiga erfitt með að tala eftir reglunum heldur líka þeirra sem hlusta. Klúðrið getur nefnilega verið pínlegt. Svo er spurning hvort ekki sé komið að því að stjórnmálamenn og aðrir fyrirferðarmiklir í opinberu lífi verði kallaðir gælunöfnum, líkt og tíðkast til dæmis í Bandaríkjunum og Bretlandi. Þar eru Billar og Bobbar og Tonyar. En hér eru Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Vilhjálm- ur Þ. Vilhjálmssonar og Karl Wernersson. Væri ekki hressandi að heyra Solla, Gulli, Villi og Kalli, svona við og við? VIKA Í PÓLITÍK BJÖRN ÞÓR SIGBJÖRNSSON Formið formsins vegna Þingmenn stjórnarand- stöðuflokkanna segja rík- isstjórnina ekki hafa staðið við fyrirheit um að eiga gott samstarf við alla flokka á Alþingi. Birkir Jón Jóns- son og Jón Bjarnason eru einarðir í þeirri skoðun en afstaða Kristins H. Gunn- arssonar er mildari. „Ég hef ekki enn orðið var við það samráð sem var boðað,“ segir Birkir Jón Jónsson Framsóknar- flokki. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórn- ar Samfylkingar og Sjálfstæðis- flokks segir að stjórnin muni leit- ast við að eiga gott samstarf við alla flokka. Birkir Jón segir það hafa komið fljótlega á daginn að fyrirheitin séu orðin tóm. „Það sýndi sig á fyrstu metrunum, þegar mótvæg- isaðgerðirnar voru boðaðar, þá var hvorki haft samráð við flokka né hagsmunaaðila. Svo hefur hvert málið rekið annað og maður les bara um ákvarðanir ríkisstjórnar- innar í fjölmiðlum.“ Hann segir deginum ljósara að engin inni- stæða hafi verið fyrir fyrirheitum Samfylkingarinnar, í aðdraganda kosninga, um svonefnd samræðu- stjórnmál. Jón Bjarnason, Vinstri grænum, segir ljóst að ríkisstjórnin hafi ekki lagt sig eftir að eiga gott sam- starf við stjórnarandstöðuna. Breytingar á stjórnskipan og þing- sköpum Alþingis séu til marks um það. „Þau mál voru keyrð í gegn með miklum hraða en venjan hefur verið að taka langan tíma í slíkar breytingar og ná um þær sáttum meðal allra flokka.“ Jón nefnir líka aðgerðirnar – eða aðgerðaleysið – vegna efnahags- ástandsins nú. Flokkur hans hafi hvað eftir annað boðið upp á sam- starf en því ávallt verið svarað af hroka. Hann kveðst búast við að stjórnarflokkarnir afgreiði með hraði fjölda mála úr þinginu nú á vordögum, án minnsta samráðs við stjórnarandstöðuna. Kristinn H. Gunnarsson, þing- flokksformaður Frjálslynda flokksins, tekur ekki jafn djúpt í árinni og Jón og Birkir Jón. Reynslan sé ekki fyllilega í sam- ræmi við yfirlýsingu ríkisstjórn- arinnar en vinnubrögðin þó í átt- ina. „Það verður nú að gefa mönnum það sem þeir eiga,“ segir Kristinn. Hann nefnir sem dæmi að fyrir- heit um samstarf í öryggis- og varnarmálum hafi verið efnt. Þá hafi þingið verið styrkt með lög- gjöf og fjárveitingum. Kristinn segir sumt þó enn með gamla lag- inu og nefnir meðferð þingmanna- mála í þinginu sem dæmi. „En margt er á réttri leið þó að þetta geti hrokkið til baka þegar for- ingjarnir verða valdþreyttir.“ Segja fyrirheit um gott samstarf vera orðin tóm JÓN BJARNASON Vinstri grænum. KRISTINN H. GUNNARS- SON Frjálslynda flokknum. BIRKIR JÓN JÓNSSON Framsóknarflokki. „Ríkisstjórnin mun leitast við að eiga gott samstarf við alla flokka á Alþingi og standa vörð um sjálf- stæði Alþingis og eftirlitshlutverk þess.“ ÚR STEFNUYFIRLÝSINGU RÍKISSTJÓRNARINNAR. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 Akureyri • sími 461 1099 • www.heimsferdir.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.