Fréttablaðið - 12.04.2008, Side 32

Fréttablaðið - 12.04.2008, Side 32
 12. apríl 2008 LAUGARDAGUR ANDY GARCIA LEIKARI 52 ÁRA „Mér er sagt að konur þrái að sjá mig naktan, en því miður er engin linsa nógu stór til að ráða við starfann.“ Kúbverski stórleikarinn Andy Gar- cia er einn sá vandlátasti á hlut- verk í Hollywood og neitar ávallt að koma nakinn fram. Þennan dag fyrir 151 ári kom út skáldsagan Frú Bovary eftir franska rithöf- undinn Gustave Flaubert, sem var kunnur fyrir enda- lausa leit að „ná- kvæmlega rétta orðinu“. Frú Bovary er eitt frægasta og um- talaðasta skáldverk allra tíma. Sagan þótti afar klámfeng- in þegar hún var fyrst birt sem framhaldssaga í La Revue de Paris 1856 og var Flaubert stefnt af opinberum saksókn- urum vegna ósómans, en eftir illræmd réttarhöld hlaut hann sýknudóm og uppreisn æru. Í kjölfarið var sagan útgefin og stendur enn sem ein áhrifaríkasta og mikilsmeg- andi skáldsaga sögunnar. Frú Bovary segir af lækna- frúnni Emmu Bovary sem stundar framhjáhald til að flýja hversdagsleikann. Þótt sögu- þráðurinn sé fremur einfald- ur liggja töfrar sögunnar í smá- atriðum hennar og leyndum fléttum. ÞETTA GERÐIST: 12. APRÍL 1857 Frú Bovary kemur út Í dag verður mikill lomberslagur að Öngulsstöðum í Eyjafirði, þegar Aust- firðingar mæta Húnvetningum í þriðja sinn með spilastokkinn. „Lomber er 500 ára gamalt spil sem á rætur að rekja til Suður-Evrópu. Það var mikið spilað í Frakklandi og varð vinsælt sem fjárhættuspil hér á landi á fyrri hluta síðustu aldar, en marg- ar góðar sögur eru til af mönnum sem lögðu undir mörg lömb og jafnvel konur sínar líka,“ segir Skúli Björn Gunnars- son, forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri, sem er einn þeirra sem berjast munu með spilum á móti Hún- vetningum í dag. „Lomber er spilað á fjörutíu spil úr spilastokknum og er sagnaspil sem spil- ast einn á móti tveimur. Spilin raðast svolítið öðruvísi en venjulega, en spil- ið er ekki flóknara en svo að hægt sé að læra það á einum góðum degi,“ segir Skúli Björn, sem í minningu Gunnars Gunnarssonar skálds ákvað að blása lífi í lomberinn árið 2001. „Gunnar var ástríðufullur lomberspil- ari og lomber uppáhaldsspilið hans. Eins og með mörg önnur spil sem algeng voru, þá hættu menn að spila það og undir lok síðustu aldar voru frekar fáir á Austur- landi sem kunnu lomber. Þá gekk Gunn- arsstofnun í að halda regluleg spilakvöld og -daga, og nú hefur meðalaldur spila- manna lækkað töluvert,“ segir Skúli Björn. Meðal landsmanna hafa Húnvetning- ar verið einna duglegastir að viðhalda lomber, ásamt Austfirðingum. „Í báðum Húnavatnssýslum hefur verið spilaður lomber reglulega til margra ára. Það eru þrjú ár síðan Aust- firðingar og Húnvetningar ákváðu að hittast fyrst og reyna með sér í lomber. Auðvitað spilum við bara upp á plastpen- inga og stig, en því er ekki að leyna að mörgum gömlum mönnum finnst ekki mark á þessu takandi nema að nota að minnsta kosti krónu bit,“ segir Skúli Björn sposkur. Alls mæta um tuttugu manns frá hvoru landsvæði til keppninnar. „Við spilum á tíu borðum og tökum mörg hundruð spil frá hádegi til kvöld- matar. Menn geta vissulega komið og fylgst með, því lomber er ekki eins al- vörugefinn og bridge þar sem menn sitja í þöglum sal, heldur er yfirleitt svo mikill hlátur og kliður að menn þurfa að sussa hver á annan,“ segir Skúli Björn sem und- anfarin ár hefur leitað að fleiri hópum á landinu sem spila lomber, en við lítinn ár- angur, og kallar eftir fleiri spilahópum til framtíðar landsmóts í lomber. „Húnvetningar hafa tekið okkur að- eins í bakaríið þegar við höfum hist, en nú verðum við að vinna. Ég er reyndar ekkert alltof bjartsýnn, því þeir eru svo fjári slyngir, Húnvetningarnir,“ segir hann glaður og kvíðinn í senn. Fyrir þá sem hafa áhuga á að spila lomber má benda á lítinn bækling á www. skriduklaustur.is. thordis@frettabladid.is GUNNARSSTOFNUN Á SKRIÐUKLAUSTRI: STOFNAR TIL LOMBERSLAGS Í DAG Húnvetningar svo fjári slyngir Í SIGURVON EN EKKI OF SIGURVISS Skúli Björn Gunnarsson er forstöðumaður Gunnarsstofnun- ar á Skriðuklaustri. Hann mætir Húnvetningum í lomberslag í dag, ásamt sterku liði Austfirð- inga sem á harma að hefna. FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, Guðrún Sveinsdóttir frá Stóru-Mörk undir Eyjafjöllum, áður til heimilis að Hæðargarði 35, lést á Hrafnistu Reykjavík fimmtudaginn 10. apríl. Útförin verður auglýst síðar. Leifur Þorsteinsson Sigríður S. Friðgeirsdóttir Sturla Þorsteinsson Ingibjörg Haraldsdóttir Áshildur Þorsteinsdóttir Lúðvík Friðriksson og barnabörn. Elskulegur eiginmaður, faðir, afi og langafi, Hörður Bachmann Loftsson Hrafnistu í Reykjavík, áður Borgarholtsbraut 67, Kópavogi, lést sunnudaginn 6. apríl. Útförin fer fram í Áskirkju þriðjudaginn 15. apríl kl. 11.00. Arnbjörg Davíðsdóttir Örn Harðarson Halla Mjöll Hallgrímsdóttir Þórhalla Harðardóttir Jóhanna Guðný Harðardóttir Sigurður Ingólfsson Ari Harðarson Hjálmfríður Lilja Nikulásdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Bryndís Gróa Jónsdóttir Melteig 22, Keflavík, lést á Líknardeild Landspítalans í Kópavogi fimmtu- daginn 10. apríl. Útförin verður auglýst síðar. Emil Ágústsson Ingileif Emilsdóttir Snorri Eyjólfsson Anna María Emilsdóttir Árni Hannesson Ægir Emilsson Sóley Ragnarsdóttir Sigríður Þórunn Emilsdóttir Valdimar Ágúst Emilsson Ágústa Þórðardóttir barnabörn og barnabarnabarn. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Ingu Jennýjar Guðjónsdóttur Gullsmára 11, Kópavogi. Gyða Vigfúsdóttir Knútur Birgisson Gréta Vigfúsdóttir Guðmundur Birgisson Árni Guðjón Vigfússon Hrönn Hallgrímsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og bróðir, Bjarni Pétursson Hjallabraut 15, Hafnarfirði, verður jarðsunginn mánudaginn 14. apríl kl. 13.00 í Víðistaðakirkju, Hafnarfirði. Þórunn S. Kristinsdóttir Bjarni Þór Bjarnason Þórunn Guðmundsdóttir Kristinn Ásgeir Bjarnason Helga Lára Kristinsdóttir Berglind Bjarnadóttir Jón Andrés Valberg Gústaf Bjarni Valberg Emil Gauti Valberg Sólveig Pétursdóttir Kristín Pétursdóttir Steingrímur Pétursson Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir, afi og langafi, Hólmar Finnbogason Frostafold 44, Reykjavík, sem lést sunnudaginn 6. apríl síðastliðinn, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 14. apríl kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Minningarsjóð hjúkrunarþjónustu. Karitas Magný Guðmundsdóttir Íris Hildigunn Hólmarsdóttir Gerald Leonard Rut Hólmarsdóttir Morten Wenneberg Halla Björk Hólmarsdóttir Ríkharður Örn Ríkharðsson Jóna Brynja Hólmarsdóttir Heimir Örn Hólmarsson Þórunn Karolína Pétursdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Ásgeirs Kristinssonar frá Höfða, Stórasvæði 4, Grenivík, sem lést þann 20. mars síðastliðinn. Elísa Friðrika Ingólfsdóttir Heimir Ásgeirsson Ólöf Bryndís Hjartardóttir Ingólfur Kristinn Ásgeirsson Álfheiður Karlsdóttir afa- og langafabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Einarína Magnúsdóttir áður til heimilis að Blikabraut 3, Keflavík, lést 10. apríl á Hjúkrunarheimilinu Garðvangi. Jarðsett verður frá Hvalsneskirkju, föstudaginn 18. apríl kl. 11.00. Samúel Björnsson Guðbjörg Samúelsdóttir Kristján Þórðarson Björn Samúelsson Svanhildur Gunnarsdóttir Rósa Samúelsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Okkar ástkæri, Flosi Ólafsson múrarameistari, Jónsgeisla 1, Reykjavík, sem lést af slysförum 2. apríl, verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju mánudaginn 14. apríl kl. 13.00. Sigríður Steinunn Jónasdóttir Hólmgeir Elías Flosason Berta Björg Sæmundsdóttir Valgeir Ólafur Flosason Valgerður Guðmundsdóttir. timamot@frettabladid.is
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.