Fréttablaðið - 12.04.2008, Síða 34

Fréttablaðið - 12.04.2008, Síða 34
34 12. apríl 2008 LAUGARDAGUR H vað vitið þið um æsku hvor ann- ars? Auddi: Sveppi ólst upp í Breið- holtinu, í Bökk- unum. Hann æfði handbolta með ÍR og varð fyrir sorg þegar hann var 7 ára held ég. Þá lést bróðir hans sem var 9 ára. Svo veit ég að hann fór í FB og var þar svona trúður. Hann þykist hafa spilað einhvern handboltaleik með unglingalandsliðinu en mér finnst það nú eitthvað ótrúlegt því hann segir að það hafi verið á móti Grænlandi. Ég held það séu sex manns á Grænlandi sem spila. Ég hugsa að Sveppi hafi annars verið ágætis krakki og að við hefðum náð mjög vel saman hefðum við þekkst þá. Við höfum til dæmis alltaf verið mun líkari heldur en til dæmis ég og Pétur eða Sveppi og Pétur. Sveppi: Auðunn ólst auðvitað upp á Sauðarkróki og bjó þar alla sína ævi. Auddi: Nú? Af hverju er ég þá svona ógeðslega góður í ensku? Sveppi: Já, alveg rétt – hann bjó sem sagt aðeins líka í útlöndum. Í Oklahóma í tvö ár. En hann er samt að mestu Sauðkræklingur. Hann var dálítið ofvirkur sem krakki og hagaði sér eins og einkabarn þótt þau systkinin hafi verið þrjú. Auðunn var í íþrótt- um á fullu og er enn og var að æfa körfubola og fótbolta með Tindastóli. Svo var auðvitað ekk- ert mikið meira að gera á Sauð- árkróki annað en að labba upp á Tindastól og hanga með vinun- um. Sama ár og hundurinn hans dó þá skildu mamma hans og pabbi. Þá var hann 12 ára eða eitthvað. Auddi: Nei. Sveppi: 16? Auddi: Nei. Sveppi: 17? Auddi: Nei! Ég hef alltaf sagt þér árið – það var 1998. 19 ára. Það er nú kannski ekki æska. En það var leiðinlegt ár. Sveppi: Og þá fluttirðu suður. Var maðurinn á Króknum Hvert var ykkar fyrsta verkefni í fjölmiðlaheiminum? Sveppi: Ég var fenginn til þess að grennslast fyrir um starfsemi strippstaða á Íslandi í sjónvarps- þættinum Ísland í dag. Þeir sendu mig með falda myndavél og 3.000 kall íslenskar – til að athuga hvort þeir væru að selja vændi. Auddi: Hvers konar vændi átt- irðu eiginlega að kaupa fyrir það? Klapp? Ekki að ég sé í þess- um bransa en ég veit að þú færð lítið fyrir þrjú þúsund. Sveppi: Eftir það labbaði ég svo hringinn með útvarpsstöðinni Mónó. Hún var farin á hausinn áður en ég kom til baka. Auddi: Mitt fyrsta verkefni var í þætti í Ríkissjónvarpinu. Þetta voru þættir þar sem farið var um land allt og sýnt frá lífi á lands- byggðinni. Þar á Króknum lék ég í Mr. Bean atriði fyrir þáttinn, þegar ég var 14 ára eða eitthvað. Eftir það fékk ég fullt af giggum og var orðinn svona pínulítið „maðurinn“ á Sauðárkróki. Sveppi: Nehei – Bean Blöndal? Auddi: Já. Og Sauðkræklingar voru alltaf að biðja mig um að taka þetta atriði aftur og aftur, þó að allir væru búnir að sjá þetta í sjónvarpinu. Brjálaðir íþróttafréttamenn Þið hafið unnið lengi saman – í 70 mínútum, Strákunum, Svínasúp- unni, Leitinni að strákunum og svo núna í þáttunum Ríkið. Hvaða tímabil þykir ykkur nú vænst um? Sveppi: Okkur þykir mjög vænt um Svínasúpuna – það heppnað- ist vel, við vorum þar að skrifa saman og leika og það er dálítið sjarmerandi að það séu bara til tvær seríur af þáttunum. Svo voru það þættirnir okkar 70 mín- útur – þá þykir okkur mjög vænt um. Auddi: Já, allra mest af öllu. Sveppi: Þetta var samt svolítið skrítið fyrirbrigði þessi þáttur. Maður veit ekki alveg hvort hann var vel heppnaður eða hvort það varð honum til happs að vera mjög misheppnaður. En það var eitthvað rosalega krúttlegt við hann. Við vorum inni í litlu Sýnar- stúdíói þar sem enska boltanum er lýst í dag. Við máttum eigin- lega aldrei vera þar nema rétt þegar við tókum upp þáttinn og hann var alltaf tekinn upp í hádeginu á meðan starfsfólk Sýnar fór í mat. Þá fengum við rétt að skreppa inn. Auddi: Samt var 70 mínútur þá orðinn einn vinsælasti þáttur landsins og við vorum búnir að selja einhverja 12.000 DVD- diska. En enn vorum við að laum- ast inn í stúdíó og alltaf með íþróttafréttamennina brjálaða á eftir okkur. Þá var kannski verið að sýna leik úr Meistaradeildinni um kvöldið, þar sem landsliðs- þjálfarar mættu í stúdíóið, og ég hafði þá um hádegið verið að æla í skóinn minn í sama rými. Lyktin var því kannski eftir því í stúdíó- inu. Daginn eftir kom Höddi Magg yfirleitt froðufellandi. Ólíkir og líkir og... Hvernig er sambandi ykkar hátt- að? Og á hvaða sviðum bætið þið hvor annan upp? Sveppi: Vá, hvað þetta er erfið spurning. Það sem mér fannst alltaf gott við Audda, er að hann hefur afar mikinn metnað fyrir því að gera allt alveg ógeðslega vel. Og stundum var það meira að segja pirrandi. Það skipti hann miklu máli hvernig 70 mínútum var til dæmis raðað upp – hvort væri á undan – Falin myndavél eða Áskorun á meðan ég lét mér það í léttu rúmi liggja. Manni fannst stundum eitthvað vera að honum að vera svona mikið að spá í þetta. Svo var hann inni á Gallup.is og var að kíkja á áhorfs- tölur og mikið að pæla. En auð- vitað er það gott að menn hafi metnað fyrir því sem þeir eru að gera eins og Auddi hefur. Vá Auddi – fannst þér þetta ekki gott svar hjá mér? Auddi: Þú byrjaðir rosalega vel en svo kom þetta út í endann eins og ég væri bara snarruglaður. Sveppi: Nei, nei, þetta var svona plús – mínus – plús svar. Auddi: Sveppi bara kom með Sveppa. Ég stoppaði hann oft af til að þetta yrði ekki of steikt. Sveppa langaði til að gera allt og gat hlegið að öllu. „Hvað, fólk hefur gaman af því að sjá okkur gera þetta,“ sagði hann en um leið fannst mér það kannski of steikt. En þátturinn hefði aldrei verið neitt án hans. Hann er seg- ull á börn og við bætum hvor annan upp með það hvað við erum ólíkir sjálfir og hvað við erum líkir. Sveppi: Vá, hvað þetta var gott svar. Við bætum hvor annan upp vegna þess hvað við erum ólíkir sjálfir og hvað við erum líkir? Ha? Allir breytast Hefur frægðin breytt ykkur? Og hvað er það besta og versta við frægðina? Auddi: Mér finnst mjög steikt þegar ég heyri að frægðin hafi breytt manni, því til dæmis var ég tvítugur þegar ég byrjaði í sjónvarpi og ég er 28 ára núna. Þannig að þótt ég væri ennþá bara að dóla mér á Króknum væri ég samt búinn að breytast. Sveppi: Ég meina, pabbi keypti pulsuvagn. Það breytti honum geðveikt. Auddi: Það breytast allir. Sveppi: Það eru ekkert allir bara: „Djöfull er hann breyttur eftir að hann keypti vagninn. Talar ekki um annað en pulsur!“ Auddi: Auðvitað er maður breytt- ur, en það er ekkert út af frægð- inni – mér finnst þeir sem ég þekkti fyrir tíu árum líka breyttir. Sveppi: Best við frægðina er að fá allt frítt. Maður fær oft frítt í bíó, er boðið á alls konar drasl og fær afslátt. Ég fæ kannski ekki matinn gefins en oft afslátt. Auddi: Maður fær samt ekkert svo mikið frítt, Sveppi. Sveppi: Jú, víst. Auddi: Ókei, kannski. En það hefur minnkað svolítið eftir að við hættum með þættina 70 mín- útur því þá vorum við jafnframt að kynna fullt af hlutum. Sveppi: En svo er maður auðvitað bara athyglissjúkur og finnst rosalega gaman að fá athygli. Það er alveg gaman að allir skulu þekkja mann. Auddi: Sérstaklega fyrir mig þar sem ég er nú fæddur og uppalinn á Króknum og vanur því að allir heilsi manni í svo litlu bæjar- félagi. Mér fannst því mjög gaman að geta haldið því áfram eftir að hafa flutt í bæinn – allir að heilsa. Sveppi: Það versta við frægðina er kannski þegar maður er illa upplagður og þarf að halda uppi spjalli við börn í Bónus. Stundum er það allt í lagi en svo er maður líka stundum ekkert til í að vera að tala við nokkurn mann. Auddi: Ég hef lent í því um versl- unarmannahelgar að breytast í barnapíu. Þá er ég kannski jafn- vel fullur og foreldrarnir í næsta tjaldi eru að grilla og kalla á krakkana sína: „Nei, sjáiði þarna er Auddi – farið og leikið við hann.“ Sveppi: En svo má maður ekki gleyma því að það er krökkunum og fólkinu sem kemur að tala við mann að þakka að maður er að gera það sem maður er að gera. Auddi: Ókostirnir eru því ekkert miklir í raun – það er ekki nema maður sjálfur sé illa upplagður. Nú er Pétur Jóhann einmitt yfir- leitt með derring ef fjölmiðlar reyna að fá viðtal við hann – hvað finnst ykkur um það? Er hann þá alltaf illa upplagður? Sveppi: Já, hann Pétur – hann nennir engu. Honum finnst allt vera vesen. Auddi: Eiginlega er líka alveg sama í hvaða verkefni Pétur Jóhann er að fara – honum finnst það bögg. Sveppi: Bara það að hringja í hann og biðja hann að koma og fá sér kaffi, þá finnst honum það eitt- hvað maus. Honum finnst voða gott að vera bara laus við þetta allt. Latur? Tja, ég veit ekki. Auddi: Jú, Sveppi, hann er svolítið latur. Hann er líka svo mikill ein- fari. Honum finnst bara þægilegt að vera einn og rölta og hanga með sjálfum sér. Sveppi: Kíkja í göngutúra og svona. En hann er allt öðruvísi en við. Auddi: Og yndislegur drengur. Við erum góðir vinir við þrír. Hvað borðar Sveppi/Auddi ekki? Sveppi: Auddi er mjög mat- vandur yfirhöfuð. Hann borðar ekki mikinn fisk. Og getur ekki fengið sér skinku sem hann opnaði ekki sjálfur. Rétt. Auddi: Sveppi borðar allt. Hann étur kattamat. Rétt. Hvað er eftirlætis snakkið? Sveppi: Grænn Pringles. Rétt. Nema Auddi vill frekar rautt Pringles. Auddi: Sveppi er held ég Maaruud mix gæi. Vill hafa hringi og skrúfur í bland. Rangt. Sveppi á ekkert uppáhalds snakk. Hvaða gæludýr átti Auddi/ Sveppi, hvað hét það og hver urðu örlög þess? Sveppi: Hann átti hund sem hét Snoddas og honum var lógað árið 1998. Rétt. Auddi: Sveppi hefur ekki átt neitt gæludýr. Rétt. SPURNINGAKEPPNI AUDDA OG SVEPPA - Hversu vel þekkjast þeir? GAMAN AÐ FÁ FRÍTT Sveppi segir að það besta við frægðina sé að fá hitt og þetta gefins eða með afslætti. Auðunn kann best að meta að allir heilsi sér, enda alinn upp á landsbyggðinni þar sem allir þekkja alla. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Eiður Smári borgar oftast Leiðir þeirra Sverris Þórs Sverrissonar og Auðuns Blöndal lágu fyrst saman þegar þeir fóru með umsjón eins vinsælasta sjón- varpsþáttar fyrr og síðar – 70 mínútna. Í dag liggja leiðir þeirra aftur saman í sjónvarpsþáttunum Ríkinu sem sýndir verða á Stöð 2 í haust. Júlía Margrét Alexandersdóttir ræddi við félagana um þættina sem komu þeim á kortið, besta vininn Eið Smára og vinasamband í átta ár. Sveppi: Auðunn ólst auðvitað upp á Sauðarkróki og bjó þar alla sína ævi. Auddi: Nú? Af hverju er ég þá svona ógeðslega góður í ensku?
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.