Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.04.2008, Qupperneq 35

Fréttablaðið - 12.04.2008, Qupperneq 35
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Skrautlegur og skemmtilegur Volkswagen-bíll bættist nýlega á götur borgarinnar. Þetta er sögubíllinn Æringi sem fer á milli leikskóla Reykjavíkur með ævintýrin innanborðs. Bílstjóri er María Pálsdóttir leikkona. „Ég keyri milli leikskólanna með einhvern úr Borgarbókasafninu með mér. Við tökum tíu krakka inn í bílinn í einu og upplifum þar ævintýrastund. Sum börnin eru pínu smeyk en önnur voða spennt og spyrja mig: „Hvenær ætlarðu að keyra af stað? Þau skilja ekki alveg hvað við erum að hanga þarna í sömu sporum. En það er ekki pælingin að fara með þau á rúntinn heldur bara hlýða á góða sögu.“ Þannig lýsir María starfi sínu á sögubílnum Æringja. En hvernig kom þessi sögubíll til sögunnar? Því svarar María. „Hugmyndin kviknaði þegar Borgarbókasafnsfólk fór á þing til Suður-Kóreu árið 2006. Þar var líka bókasafnsfólk frá Dan- mörku sem kynnti svipað fyrirkomulag þar nema hvað um sögugám er að ræða sem er fluttur á milli með dráttarvél. Þetta þótti snjallt og sniðugt og í haust var ég ráðin í að setja þetta verkefni á laggirnar hér. Þá var ákveðið að kaupa sendibíl og hafa hann sem sögubíl sem gæti ekið á milli á eigin hjólum. Það kom í ljós þegar grennslast var frekar fyrir um danska gáminn að það var svolítið fyrirtæki að flytja hann á milli svo stundum var hann lengi á sama stað. Svo var farið að spara í flutningsdeildinni og þá hætti dráttarvélin að rúnta með hann.“ Það varð úr að keyptur var glænýr Volkswagen Golf hjá Heklu og að sögn Maríu styrkti umboðið þetta skemmtilega verkefni. „Við létum innrétta bílinn sérstaklega fyrir okkur og stóðum fyrir myndlistarsamkeppni um skreytingar utan á hann sem Brian Pilkington vann,“ lýsir hún. María hefur ekið á Æringja milli leikskólanna í Grafarvogi frá því í febrúarbyrjun. „Þetta gefst mjög vel og það er mikill spenningur hjá krökkun- um að fá okkur. Við byrjuðum í Grafarvogi og erum þar enn en færumst yfir í Grafarholt og Árbæ í næstu viku. Bíllinn er samt ekki bara bundinn leikskólunum heldur getur hann dúkkað upp víða. Til dæmis nálægt bókasöfnunum og þar sem eitthvað er um að vera, á námskeiðum ÍTR og í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum,“ segir María áhugasöm. „Við erum auðvitað nýbyrjuð en svona á þetta að rúlla ár eftir ár.“ gun@frettabladid.is Um borð í sögubílnum María bregður á leik í sögubílnum Æringja sem Borgarbókasafnið á og Brian Pilkington myndskreytti. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA LJÓN Í TRJÁNUM Sigrún Þorsteinsdóttir fór í ævintýralegt ferðalag til Rúanda og Úganda þar sem hún sá bæði ljón og górillur. FERÐIR 4 RÓMANTÍSKAR RÓSIR Rósótt verður í tísku í sumar og lítið mál fyrir handlagna að sauma fallegar sumar- flíkur úr alls konar efnum. TÍSKA 3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.