Fréttablaðið - 12.04.2008, Page 44

Fréttablaðið - 12.04.2008, Page 44
● Forsíðumynd: Anton Brink tók mynd á heimili Lilju Gunnarsdóttur Útgáfufélag: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, s. 512 5000 Ritstjórar: Roald Eyvinds- son roald@frettabladid.is, Emilía Örlygsdóttir emilia@ frettabladid.is Auglýsingar: Ámundi Ámundason s. 517 5724 Útlitshönnuður: Kristín Agnarsdóttir kristina@ frettabladid.is. HEIMILISHALD JÚLÍA MARGRÉT ALEXANDERSDÓTTIR ● heimili&hönnun Þ egar við systkinin vorum að alast upp voru tveir hlutir sem móðir okkur trúði á. Annar hét Cetaflex. Hinn hét merkipenni. Fyrir ykkur sem ekki munið eftir Cetaflexi var það sárakrem sem selt var lyfseðilslaust í apótekum og þótti duga vel við hvers kyns skeinum, sólbruna og slíku. Kreminu makaði mamma framan í okkur hvort sem það var kuldatíð eða okkur hætt við sólbruna á ág- ústdögum og fyrstu minningar yngri bróður míns eru á þá leið að hann er staddur úti á leik- velli, fjögurra ára sirka, andlitið hvítt eftir Ceta- flex-aðfarir móður hans og krakkarnir standa í hring í kringum hann og spyrja hvað hann sé með framan í sér – „Ertu snjókall?“ Æskan litað- ist sem sem sagt af því að við systkinin vorum á hlaupum undan móður okkar með kremtúpuna á lofti ef hún sá minnsta tilefni til. En nóg af töfra- kreminu Cetaflexi (sem móðir mín lætur flytja inn fyrir sig í dag eftir að innflutningi þess var hætt fyrir um meira en tíu árum). Og að hinu trúartákni heimilisins: Merkipenn- anum. Auðvitað er það ekkert nýtt að mæður merki sokka, pennaveski og úlpur barna sinna stórum stöfum og að sjálfsögðu beit maður í það epli að allt manns haf- urtask væri útkrotað langt fram í gaggó. Þá nýlundu bar hins vegar við að nú um síðustu jól fékk bróðir minn, 25 ára gamall, forláta Boss- frakka í jólagjöf frá foreldrum sínum og var auðvitað hæstánægður með gripinn. Seinna um kvöldið þegar kom að því að halda heim á leið, og smella sér í frakkann, rekur hann augun í kunnuglega handskrift innan á fóðrinu. Stórum stöfum stendur þar: Bjartmar Oddur – heimilis- fang – og símanúmer – og nei, nei, ekki hans – heldur foreldra hans. Eins og það er erfitt að stoppa þann sem eitt sinn fer að trúa á Cetaflex er jafn erfitt að flæma móðureðlið í burtu þótt afkvæmin séu farin að draga úlpurnar sínar í bankana og á aðra hávirðulega vinnustaði. Og eflaust mun hann Bjartmar vera ánægður með uppátækið þegar hann gleymir frakkanum sínum næst á galeiðunni. Merkt og kremuð Arndís Gísladóttir hefur lengi safnað bollum úr ýmsum áttum en áhuginn kemur frá móður hennar og móðurömmu. „Ég ólst í raun upp við þenn- an áhuga og erfði svo bollasafn- ið hennar ömmu. Síðan kom þetta koll af kolli og nú á ég um tuttugu bolla sem eru hver úr sinni átt- inni,“ segir Arndís. Þetta eru bæði kaffi-, te- og espressóbollar en sjálf drekkur Arndís þó ekki kaffi. „Ég er meira fyrir te en get boðið gestum í skemmtileg kaffiboð á tyllidögum.“ Henni þykir sérstaklega vænt um rósóttan bolla og könnu sem pabbi hennar gaf henni en settið er frá langömmu hennar. „Föður- afi minn keypti heilt bollastell handa mömmu sinni þegar hann var lítill strákur en til þess notaði hann öll launin sem hann vann sér inn eitt sumarið. Það er lítið eftir af stellinu í dag en pabbi skipti því sem var heilt á milli mín og systra minna. Ég erfði bolla með undir- skál, kökudisk og könnu,“ segir Arn- dís. Henni þykir líka mjög vænt um hvítan bolla með gylltri rönd og krossi frá móður- ömmu sinni. „Afi og amma ferðuðust mikið þar sem afi var flug- maður og hafði amma það fyrir reglu að kaupa einn bolla á hverjum stað. Þessi er úr einni slíkri ferð,“ útskýrir Arndís. Arndís, sem gerir videóverk og teikningar, er með vinnustofu í Skipholti 33b ásamt öðrum mynd- listarmönnum, ljósmyndurum og tónlistarfólki. Á laugardag og sunnudag milli klukkan tvö og fimm munu vinnustofurnar þeirra standa opnar og gefst gestum og gangandi kostur á að skoða hvað þar er um að vera. Sýningin ber heitið Útburður og erfidrykkja. - ve Bollar úr öllum áttum ● Arndís Gísladóttir myndlistarkona á fallegt bollasafn. Engir tveir bollar eru eins og þeir koma hver úr sinni áttinni. Arndís Gísladóttir hefur erft bolla eftir báðar ömmur sínar og auk þess fengið þá að gjöf frá vinum og vandamönnum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Rósótta stellið er frá föðurömmu Arn- dísar en fremri bollinn frá móðurömmu hennar. Seinna um kvöldið þegar kom að því að halda heim á leið, og smella sér í frakkann, rekur hann augun í kunnuglega handskrift innan á fóðrinu. Stórum stöfum stendur þar: Bjartmar Oddur. ● KÖRFUGERÐ ÚR VÍR Spænski vöruhönnuðurinn Patricia Urquiola var undir áhrifum frá tágahúsgögnum sjötta áratugarins þegar hún hannaði RE- TROUVÉ-útihúsgögnin. Þau eru úr stálvír sem fléttaður er saman líkt og tágar í körfugerð. Patricia er þekkt fyrir einfalda og jarðbundna hönnun og segist sjálf bæta örlitlu af glamúr og mýkt við hlutina. RE-TROUVÉ-línan samanstendur af stól- um og borðum sem fást í nokkrum litum en línuna hannaði hún fyrir ítalska fram- leiðslufyrirtækið Emu. Það leggur áherslu á stálhúsgögn og má lesa nánar um hönnun Patriciu á vefsíðunni www.emu.it. Danfoss ofnhitastillar Háþróuð og notendavæn hitastýring sem veitir þægilega húshitun og hámarks orkusparnað Við erum leiðandi í hönnun og framleiðslu ofnhitastilla Danfoss stjórnbúnaður fyrir hitakerfi fæst í öllum helstu lagnaverslunum landsins 12. APRÍL 2008 LAUGARDAGUR2
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.