Fréttablaðið - 12.04.2008, Blaðsíða 48
● heimili&hönnun
„Þetta er í þriðja skipti sem verkefnið er unnið, en
það fól í sér að skoða borgarrými og þróun þeirra. Út-
gangspunkturinn er sá að lifandi borg er breytingum
háð og borgir breytist eftir væntingum,“ segir Sigrún
Birgisdóttir, fagstjóri í arkitektúr hjá Listaháskóla Ís-
lands, sem kenndi nemendum námskeiðið ásamt Max-
imo Santanicchia.
„Nemendur tóku Frakkastíginn fyrir með það í
huga og var hann rannsakaður frá Hallgrímskirkju
til sjávar. Verkefninu má skipta í þrjá hluta. Í þeim
fyrsta teiknuðu nemendur upp grunn- og útlitsmynd-
ir af hverju húsi og gátu þannig dregið upp mynd af
allri götunni. Út frá því gátu þeir farið að kynna sér
hvað er að gerast á hverjum reit og þess háttar, skoð-
að líf og starfsemi, kynntu sér íbúðartölur og fleira.
Frá byggðar könnuninni skoðuðu nemendurnir sögu
og þróun götunnar frá upphafi,“ segir Sigrún. Í öðrum
hluta þurftu nemendur að gera tillögu að heildrænu
götuskipulagi, koma með heildstæða mynd af því
hvernig mætti bæta Frakkastíginn. Í þeim þriðja þurfti
hver og einn að hanna innsetningu í götuna,“ segir Sig-
rún og bætir við að nemendur hafi þurft að hafa í huga
að Listaháskólinn verði fluttur á Frakkastíg.
Fyrsti og annar hluti er til sýnis í Norræna
húsinu en hægt er að fylgjast með þeim þriðja, Inn-
setning í borg, næstu þrjár vikurnar á www.innsetn-
ingiborg.blogspot.com. Þar sjást hvernig gengur nem-
endunum við hönnunina og innsetninguna í borgina.
Sýningin stendur yfir til miðjan maí.
Þess má geta að nemendasýningin er hluti af stærra
verkefni í Norræna húsinu sem kallast Byggingar-
list í brennidepli. Það samanstendur af vinningstillögu
að skipulagi Vatnsmýrarinnar, tillögu að viðbyggingu
skála við Norræna húsið og loks sýning á uppbyggingu
í Malmö í Svíþjóð. - mmr
Frakkastígur í nýrri mynd
● Sýning á verkefni fyrsta árs nema í arkitektúr hjá Listaháskóla Íslands stendur yfir í
Norræna húsinu.
Sigrún Birgisdóttir við tillögur nemenda. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Frakkastígsrannsókn í teikningum, myndum og líkönum verður til sýnis í Norræna
húsinu fram í maí.
FULLT VERÐ
79.900
69.900
FULLT VERÐ
134.900
114.900
FULLT VERÐ
42.900
34.900 16,5kw/h
FLOTTUSTU GRILL OG
GARÐHÚSGÖGN Í BÆNUM
FULLT VERÐ
64.900
57.900
16,5
kw/h
Hlíðasmára 13, Kóp - S. 554 0400
TEKK
16,5
kw/h
FULLT VERÐ
69.900
59.900
TEKK
FULLT VERÐ
59.900
49.900 16,5kw/h
LANDMANN
er stærsti
framleiðandi Evrópu
í grillum og
garðhúsgögnum
Þetta er
aðeins brot af
úrvalinu
Skoðið www.
grillbudin.is
12. APRÍL 2008 LAUGARDAGUR6