Fréttablaðið - 12.04.2008, Síða 52

Fréttablaðið - 12.04.2008, Síða 52
 12. APRÍL 2008 LAUGARDAGUR Bergsteinn Jónsson, verkefnastjóri skóla og ungmennastarfs UNICEF á Íslandi, vinnur að því að kynna hjálparstarf fyrir börnum. Þegar umræða berst að hjálparstarfi virðist sjald- an koma til tals hvernig ungmenni og sérstaklega börn geti látið til sín taka. Bergsteinn Jónsson, verkefnastjóri skóla og ungmennastarfs UNICEF á Íslandi, hefur unnið að því að kynna hjálparstarf fyrir börnum til að sýna hvernig þau geta ekki síður en fullorðnir látið gott af sér leiða. „Eitt af því sem við hjá UNICEF gerum fyrir börn og unglinga er að koma á fót UNICEF-hreyf- ingu, sem er nýtt verkefni unnið út frá finnskri fyrirmynd. Við útvegum þá skólum og leikskól- um fræðsluefni og aðstoðum við skipulagningu skemmtidags, þar sem blandað er saman fræðslu, hreyfingu og söfnun. Krakkarnir geta þá safn- að áheitum og skólarnir standa fyrir íþróttadegi,“ útskýrir Bergsteinn og bætir við að þrír skólar í Reykjavík hafi tekið þátt í verkefninu í fyrra með góðum árangri. „Við viljum hvetja sveitarfélög jafnt sem skóla til að skipuleggja einhverjar uppákomur og aðstoðum þá sem vilja. Mikilvægt er að allir geti verið með, hvort sem krakkarnir safna áheitum eða ekki.“ Að sögn Bergsteins er meginmarkmiðið með verkefninu vitundarvakning og samtvinnun hreyf- ingar og fræðslu. „Með því að taka þátt í deginum, ærslast og hlaupa, sýna nemendur og þátttakendur samstöðu sína með þurfandi börnum,“ segir hann og er ánægður með hversu margir eru reiðubún- ir að sýna vilja í verki. Sem dæmi um það nefnir Bergsteinn leikskóla í Reykjanesbæ sem var ný- lega með uppboð á listaverkum eftir börnin þar sem náðist að safna 90.000 krónum. Eins nemend- ur í 8. og 9. bekk í Álftamýrarskóla sem sameinuðu árshátíðina sína við söfnun, með því að vera með safnbauka á staðnum. Fleiri aðferðir eru fyrir hendi. Má þar nefna að börn hafa oftsinnis brugðið á það ráð að halda tombólur og hlutaveltur til að safna fé til hjálpar- starfs. Er starfsfólk hjálparstofnana ætíð tilbúið að gefa góð ráð og hjálpa til við skipulagningu á söfnunum eða fræðslu. - vaj Ærsl, íþróttir og áheit Vatnsviku UNICEF lýkur um helgina. Markmiðið var að vekja fólk til umhugsunar um ýmis gæði hérlendis sem eru ekki eins sjálf- sögð og aðgengileg fyrir alla. Hreint og gott drykkjarvatn er meðal þess. Bergsteinn Jónsson segir mikilvægt að halda áfram með vitundarvakningu og fræðslu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Börn að leik með kennara sínum í leikskóla fyrir börn flóttamanna frá Palestínu. UNICEF/SHEHZAD NOORANI Börn sem sækja kaþólskan skóla í afríska þorpinu Ndim. UNICEF/MICHAEL KAMBER Moses Faya, 12 ára, og Patrick Tamba, 10 ára, frá Liberíu geta með stuðningi frá UNICEF stundað nám. Skólinn þeirra er sambland af leikskóla og grunnskóla. UNICEF/GIACOMO PIROZZI Sumarbúðinar sem krakkarnir velja! Höldum afmælisveislur, námskeið og fl eira Opið fyrir hópa frá 6 manns (8 manns í barnaafmæli) til kl. 21. Tímapantanir í síma 5522882 eða keramik@keramik.is Gera skal ráð fyrir amk 2 tímum til að mála. Vorlínan frá Milker Flottir gjafabolir og meðgönguleggings Hamraborg 7 • Kópavogi • Sími 5641451 www.modurast.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.