Fréttablaðið - 12.04.2008, Side 54

Fréttablaðið - 12.04.2008, Side 54
 12. APRÍL 2008 LAUGARDAGUR12 ● fréttablaðið ● börn Á uppeldisnámskeiðinu SOS er foreldrum kennt að hafa áhrif á hegðun barna sinna. „Grunnhugmynd námskeiðsins er að gefa foreldrum tæki til að hafa áhrif á hegðun barna. Þannig hámörkum við vellíðan barnanna sem og foreldranna,“ segir Sig- urbjörg Fjölnisdóttir sálfræðing- ur sem er einn af leiðbeinendum uppeldisnámskeiðsins SOS. Fé- lagsvísindastofnun stendur fyrir námskeiðinu en það hefur verið í gangi hérlendis í tíu ár og nýtur mikilla vinsælda. „Námskeiðið kemur frá Banda- ríkjunum og er þróað af sálfræð- ingnum Lynn Clark. Það bygg- ist mestmegnis á kenningum at- ferlissálfræðinnar um lögmál hegðunar; hegðun sem er umbun- að fyrir styrkist en hegðun sem refsað er fyrir veikist. Þessi lög- mál eru sett í samhengi við upp- eldisaðferðir foreldra og þeim meðal annars bent á að þeir búa oftar en ekki til hegðunarvanda- mál fremur en útrýma þeim,“ segir Sigurbjörg og bendir á að þegar foreldrar láta undan suði í börnum og fara að vilja þeirra, séu þeir að umbuna óæskilega hegðun og auka líkurnar á því að hún endurtaki sig. Umbun getur verið á ýmsu formi og misjafnt hvað virkar á hvern einstakling að sögn Sigur- bjargar. „Sumum finnst gaman að vera starfsmaður mánaðar- ins og fá mynd af sér hengda upp á vegg. Aðrir eru feimnir og myndu alls ekki vilja fá mynd af sér upp á vegg. Þannig eru verð- launin orðin að refsingu fyrir þann einstakling og hegðunin að reyna að standa sig vel ekki leng- ur styrkt,“ segir Sigurbjörg en á námskeiðinu er mest áhersla lögð á félagslega umbun svo sem hrós, athygli, bros og uppörvandi orð. „Einnig er notast við efnislega umbun eins og vasapeninga, bíó- ferð, límmiða og fleira.“ Nokkrar tegundir refsinga eru kenndar en allar eru þær vægar. „Við förum ítarlega í hlé en þar er barnið til dæmis látið sitja á stól úti í horni í nokkrar mínútur. Einnig er hægt að taka farsímann af unglingi í einhvern tíma eða setja hann í útivistarbann,“ segir Sigurbjörg. Annað sem foreldrar læra á námskeiðinu er að gefa skýr fyrirmæli til að hafa stjórn á hegðun barna. „Einnig förum við inn á hugræna sálfræði og kenn- um virka hlustun. Við kennum foreldrunum að hlusta á tilfinn- ingar barnsins, ýta á að það tjái sig og að foreldrarnir endurspegli það sem börnin eru að segja.“ Um 30 SOS námskeið eru hald- in árlega og teygja þau anga sína víða um land. Lærðir sálfræð- ingar kenna á námskeiðunum sem hvert og eitt stendur yfir í sex vikur. „Þetta hefur reynst af- skaplega vel, foreldrar eru ör- uggari og þar af leiðandi rólegri. Reykjanesbær tók upp á því fyrir svolitlu síðan að senda alla uppeldismenntaða starfsmenn á námskeiðið og segja starfsmenn að mikið hafi dregið úr hegðun- arvandamálum,“ segir Sigur- björg að lokum. Áhugasamir for- eldrar geta fengið upplýsingar um næstu námskeið á vefsíðunni www.felagsvisindastofnun.is eða í síma 525 4545. - mþþ Jákvæð hegðun styrkt Sigurbjörg Fjölnisdóttir er einn leiðbeinandanna á SOS-uppeldisnámskeiðunum en einungis sálfræðingar kenna á þeim. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Hólmfríður Vala Svavarsdóttir kennir námskeið í skíðagöngu fyrir börn á öllum aldri og beit- ir skemmtilegum aðferðum við kennsluna. Skíðagöngufélagið Ullur sam- anstendur af hópi höfuðborgarbúa sem hefur áhuga á gönguskíðum. Á hverjum laugardegi hittist síðan ungmennadeild félagsins í Blá- fjöllum til að leika sér á skíðum ef veður leyfir. Hólmfríður Vala Svavarsdóttir hefur umsjón með laugardagsnámskeiðum barna. „Við hittumst klukkan eitt í Blá- fjöllum og erum mikið í leikjum. Svo göngum við,“ segir Hólmfríður Vala. „Þetta er svona ein klukku- stund og við leggjum áherslu á að krakkarnir læri á skíðin í gegn- um leik. Leikirnir eru yfirfærðir á gönguskíðin en við förum í boð- hlaup, eltingaleik og stórfiskaleik.“ Hólmfríður Vala segir börn- in mjög fljót að ná tökum á skíða- göngunni. „Í raun er hægt að setja skíðin á þau og þá ganga þau sjálf- krafa. Við byrjuðum með æfing- ar í janúar en flestir krakkarn- ir höfðu þá reynt gönguskíði áður. Nú eru hins vegar að bætast í hóp- inn krakkar sem hafa ekkert verið á skíðum og þau stóðu í lappirn- ar alveg um leið. En þau detta reyndar oftar og fara hægar yfir.“ Að sögn Hólmfríðar Völu áætlar Ullur síðan að fara með fimmtán börn á Andrésarleikana í mánuð- inum, sem verður að teljast gott miðað við ungan aldur félagsins en það var stofnað á vordögum í fyrra. Að sögn Hólmfríðar Völu er ekkert æfingagjald tekið en hægt er að nálgast upplýsingar um æf- ingar og fá fréttir af starfi félags- ins á heimasíðu þess, www.skida- gongufelagid.blog.is. „Ég set efni inn á síðuna á miðvikudegi eða fimmtudegi, hvort það verði æfing um helgina og svo framvegis. Þar er einnig hægt að skrá sig í félag- ið á mjög einfaldan hátt. Krökkun- um finnst mjög gaman að síðunni og eru mjög ánægð.“ - nrg Stórfiskaleikur og boðhlaup á skíðum Hólmfríður Vala ætlar með fimmtán börn á Andrésarleikana í mánuðinum, sem hlýt- ur að teljast gott mið við ungan aldur deildarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA Ungmennadeild Ulls reynir að hittast vikulega til að skella sér á skíði ef veður leyfir. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA Að sögn Hólmfríðar Völu eru börnin fljót að ná tökum á skíðagöngunni. Þau gangi nánast sjálfkrafa þegar þau eru sett á skíðin. MYND/HÓLMFRÍÐUR VALA SVAVARSDÓTTIR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.