Fréttablaðið - 12.04.2008, Side 76

Fréttablaðið - 12.04.2008, Side 76
40 12. apríl 2008 LAUGARDAGUR ■ Á uppleið Hnakkar. Merzedes Club sýnir að það sem byrjaði sem djók er í fúlustu alvöru það sem á upp á pallborðið hjá almúganum. Búist við því að Rebekka og Gillz verði helstu fyrir- myndir átta ára krakka. Skerí. Sólin. Vorið kemur grænt og hlýtt og hægt. Fjólur farnar að skjóta upp koll- inum og börn sjást að leik í peysum einum fata fram eftir kvöldi. Glamúr. Dragið fram háu hælana og blingbling sólgleraugun og spókið ykkur á Laugaveginum. Munið að Reykjavík á að heita hipp og kúl. Karlmenn í kúbuhælum. Rokka- billígaurar og meira að segja Frakk- landsforseti farnir að ganga í því sem kallast kúbverskir hælar. Samt meira töff ef menn eru hávaxnir fyrir. Neðanjarðarbyrgi. Auðmenn Íslands eru farnir að grafa mold- vörpugöng, vínkjallara og afþrey- ingarherbergi undir villurnar sínar í miðbænum. ■ Á niðurleið Löggan. Klappar vörubílstjórum kumpánlega á axlir á meðan þeir loka helstu stofnæðum borgarinnar og stofna borg- urum í lífshættu. En nokkrir horaðir hippar með grænt skyr eru snúnir niður og hent í steininn. Indítónlist. Aðeins einn tónleika- staður eftir í bænum og Monitor að verða meinstrím? Jaðarrokkarar mega liggja í þunglyndi með gítarana í niðurníddum miðbænum á meðan glimmerhnakkar bera bringurnar í Smáralind og Bláfjöllum. Munaður í matarkaupum. Ferskar kryddjurtir í potti og dýrindis ólífuolíur falla í skuggann fyrir smjöri, Aromat og heimatilbúnum pizzum á kreppu- tímum. Sambandsviðtöl. Íslenskar „stjörnur“ rekja tilfinningar sínar, hjónabönd, óléttur og barneignir ásamt fótó- sjoppuðum myndum. Afsakið meðan við ælum. Sumarlitir. Nú er sumartískan að detta inn í búðirnar og við mótmæl- um öllum pastellitum undir eins. Gera nákvæmlega ekkert fyrir íslenskt litarhaft skriðið undan löngum vetri. MÆLISTIKAN MEÐ FRAKKLAND Á HEILANUM Rósa Ísfeld hlustar á Edith Piaf og hefur sungið á frönsku með Sometime. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON Hvenær varstu hamingjusöm- ust? Ég er mjög hamingjusöm yfir mörgu. Yfirleitt eru þessar stundir eitthvað sem tengist fjöl- skyldu eða vinum, þegar ég kynntist tveim bestu vinum mínum og að finna ástina. En svo er ég líka mjög hamingjusöm þegar ég syng. Ef þú værir ekki tónlistarmað- ur, hvað myndirðu vera? Mig langaði alltaf til að vera stjörnu- fræðingur eða flugmaður. Hvað er það dýrasta sem þú hefur nokkurn tímann keypt þér? Held að það sé tölvan mín. Hvað er það versta sem nokk- ur hefur sagt við þig? Ég var einu sinni að rífast við mann sem bjó fyrir neðan mig og hann kall- aði mig prímadonnu. Það var mjög neikvætt og situr ennþá í mér, mér fannst þetta mikil móðgun. Ef þú byggir ekki í Reykjavík, hvar myndirðu vilja búa? Frakk- landi eða Marokkó. Draumahelgin þín í einni setn- ingu? Ætli það væri ekki að fara með kærastanum til Parísar og sýna honum uppáhaldsstaðina og haldast í hendur í Jardins de Luxembourg. Textarnir þínir fjalla mikið um ástina. Hver er stærsta ástin í lífi þinu? Lífið og guðirnir en svo er líka Finnur. Hver er eftirminnilegasti kossinn? Það er pínu leyndó en voða rómó. Hvert er versta starf sem þú hefur nokkurn tímann gegnt? Ég verð að segja þessi eina vakt sem ég tók sem barþjónn á Sólon fyrir löngu, sá sem var yfir vakt- inni kenndi mér með því að skammast yfir öllu. Þetta voru lengstu þrír tímar ævi minnar. Mér var boðin vinnan en ég afþakkaði. Uppáhaldsstaðurinn þinn á jörðinni? Held það sé bara í Atlas-fjöllunum í Marokkó eða Þórsmörk. Svona svipuð mögnuð tilfinning sem hellist yfir mann á þessum stöðum. Hvers konar tónlist hefur mest áhrif á þig og hvaða lag ertu að hlusta á mest í dag? Ég hef alltaf verið mikið fyrir djass og svo elska ég sálartónlist, Ray Charl- es og þannig fíling. En undanfar- ið er ég búin að vera með Porti- shead 3 á „repeat“ á fóninum. Var búin að bíða eftir henni og allir væntingar mínar stóðust. En núna er Piaf á fóninum og eflaust hefur hún eitthvað með það að gera að ég sé með Frakk- land á heilanum. Ef þú ættir tímavél, hvert myndirðu fara og af hverju? Ætli ég myndi ekki fara á tón- leika með Beethoven. Sjá hann flytja Tunglskinssónötuna og kannski þriðju sinfóníuna. Það væri eflaust mögnuð upplifun og ég yrði að muna að taka með mér svona fallegan kjól eins og döm- urnar voru í á þeim tíma. Er eitthvað sem heldur fyrri þér vöku á nóttunni? Bara haus- inn á mér sem virðist endalaust hugsa. Og stundum draugar. Ef þú gætir breytt einhverju í fortíð þinni, hvað myndi það vera? Ég myndi ekki vilja breyta neinu. Ég tel að allt sem hefur komið fyrir mig hafi verið reynsla sem mér hefur verið ætlað að ganga í gegnum og gerir mig að þeirri manneskju sem ég er í dag. Hvenær fékkstu síðast hlát- urs kast? Ætli það hafi ekki verið með Ása vini mínum um daginn, hann er fyndnastur. Áttu þér einhverja leynda nautn? Mesta nautn mín er að liggja í rúminu og ég er mikið svefndýr en ég held að flestir sem þekkja mig viti það. Uppáhaldsbókin þessa stund- ina? Ég er að lesa Bíbí og hún er ótrúleg. Hvaða núlifandi manneskju lítur þú mest upp til? Ég man ekki til þess að ég eigi núlifandi goð en vinir mínir í kringum mig eru að gera frábæra hluti. Það er gott að vera í kringum skapandi fólk, það er mjög hvetjandi. Uppáhaldsorðið þitt? Ætli það sé ekki bara supercalifragilistic- expialidocius úr Mary Poppins. Ég hef haldið upp á það síðan ég var barn. Hvað er næst á döfinni hjá Sometime? Við erum að spila í kvöld á Organ. Svo ætlum við að rúlla út fyrir landsteinana í maí og spila á The Great Escape- hátíðinni í Brighton og svo á Jol- ene bar í Köben. Hverjir eru framtíðardraum- arnir? Að geta lifað á tónlistinni og ferðast um allan heim og sungið fyrir sem flesta. Ég er engin prímadonna Hljómsveitin Sometime hefur notið mikilla vinsælda undanfarið og í kvöld stígur hún á svið ásamt Bloodgroup og Yunioshi á Organ. Anna Margrét Björnsson tók söngkonuna Rósu Ísfeld í þriðju gráðu yfirheyrslu. ÞRIÐJA GRÁÐAN FULLT NAFN: Rósa Birgitta Ísfeld STARFSFERILL Í HNOTSKURN: Söngkona en ég tek mér ýmis- legt annað fyrir hendur til að borga reikningana. FÆÐINGARÁR: 1979 og afi minn sagði mér að Íranskeisari hafi verið hengdur þá.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.