Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.04.2008, Qupperneq 80

Fréttablaðið - 12.04.2008, Qupperneq 80
44 12. apríl 2008 LAUGARDAGUR 99 k r. sm si ð Dæmi hvernig SMS gæti litið út ef svarið er Jón: Þá sendir þú SMS-ið: JA LAUSN JON ÞÚ GÆTIR UNNIÐ BÍÓMIÐA FYRIR TVO! Leystukrossgátuna! Þú sendir SMS skeytið JA LAUSN LAUSNARORÐ á númerið 1900! Lausn krossgátunnar er birt að viku liðinni á vefnum, www.this.is/krossgatur GÓÐ VIKA / SLÆM VIKA HELGARKROSSGÁTAN SILFUR OG GLAMÚR Prinsessulegir silfurlitir hælar með svartri slaufu frá Karen Millen, Kringlunni. KINKÍ Sexí lakkskór með mörgum sylgjum frá TopShop, Kringlunni. GAMALDAGS Fallegir hælaskór með opinni tá og þríhyrndum hæl frá Kron. REIMAR Fallega grænir reimaðir skór með opinni tá frá Kron. Kinkí hælar Sumarið boðar hækkandi sól og hækkandi hælaskó. Um þessar mundir eru hönnuð- ir farnir að gerast framúrstefnulegri með skóhönnun og mátti sjá áhrif frá geimöld, frá Asíu og jafnvel frá „fetish“-teikningum frá sjötta áratugnum eins og til dæmis hjá Alexander McQueen og Balenciaga. Hægt er að nálgast fjölda fallegra skópara í Reykjavík um þessar mundir og um að gera að skella sér í fagurt og sexí skótau nú þegar snjórinn er vonandi á förum. - amb Góð vika fyrir ... ... Þorstein Guðmundsson Hans hlutskipti var að vera hinum megin línunnar fyrir viku sem einn þeirra grínara sem lágu eftir á klippiborðinu þegar gengið var frá kvikmyndinni Stóra planið. En hann er að slá í gegn með spjallþátt sinn Svalbarða á Skjá einum. Sé miðað við tölur frá Capac- ent. Þorsteinn á misgóðu gengi að venjast og til að hafa vaðið fyrir neðan sig lagði hann það upp við sitt fólk að það gæfi skít fyrir áhorfstölur. Því var hann á erfiðu róli með að venda og svara spurningum með að segja þær skipta máli en einmitt bara þegar sólin skín. ... Unni Ösp Stefánsdóttur Hún er nýsnúin heim aftur frá Englandi, ásamt sínum spúsa Birni Thors og leikkon- unni Elvu Ósk Ólafsdóttur, eftir mikla sigurför um ger- vallar Bretlandseyjar. Þau hjónin og Elva léku í rómaðri sýningu Hamskiptanna og slógu í gegn. Hápunktinum var svo náð þegar leikið var fyrir sjálfan Harold Pinter – goðsögn í lifanda lífi og einn þeirra allra stærstu í leikbók- menntunum. ... Hannes Hólmstein Gissurarson Aftur. Hann var líka hér á þessum stað fyrir viku! Þetta er góður hálfur mánuður fyrir Hannes þó ekk- ert hafi bent til þess fyrir skömmu. Fréttablaðið greindi frá því í vikunni að söfnun honum til styrkt- ar gengi fádæma vel. Friðbjörn Orri Ketilsson segir hundruð manna leggja fé af mörkum, allt frá menntskæl- ingum til vel stæðra vina Hannesar. Og nú liggur fyrir að Hannes mun ekki þurfa að borga túkall í skaðabætur eða lögfræðingakostnað, hvorki í Jóns- né Laxness-málum. Sem er gott því Hannes er bara launamaður með hálfa millu á mánuði. Slæm vika fyrir ... Kristján Möller Hörmuleg slys á Reykjanesbraut hafa beint sjónum manna að samgönguráðherra. Meðan hann er sagð- ur í kjördæmapoti með jarðgangagerð og því að festa flugvöllinn í sessi ásamt umboðslausum borg- arstjóra með samgöngumiðstöð sem eng- inn skilur hvaða hlutverki á að þjóna eru samgöngumál borgarinnar í full- komnum ólestri. Kristjáni er núið því um nasir, meðal annarra af Sigmari Guðmundssyni í Kastljósi, að hafa sagt eitt í stjórnarandstöðu en annað kom- inn við völd. Sem gerir hann að, hvað sagði Sig- mar?, lýðskrumara? ... Bigga í Maus Vitanlega má heita virðingarvert af Bigga sem rit- stjóra að setja auglýsingastofunni Vatíkaninu stól- inn fyrir dyrnar þegar þeir vildu troða efni inn í hið metnarfulla og ofurtöff tímarit Mónitor – efni sem líklegt er að laða að auglýs- endur. En í stað þess að virða hina listrænu sýn Bigga og ritstjórnarlegt frelsi mátu eigendur Món- itors það svo að Biggi væri óraunsær draumóramaður. Leyfðu Bigga að fara og réðu barnungan blaðamann í hans stað. Þetta getur ekki talist góð vika fyrir Bigga. ... Davíð Oddsson Stýrivaxtahækkun Seðlabankans þykir af sérfræð- ingum til marks um ráðaleysi seðlabankastjórans. Þrátt fyrir þennan stíl í rass braggast sjúklingurinn krónan ekki. Davíð, sem löngum hefur eldað grátt silfur við bankana og rifja menn nú upp þegar hann fór til að taka út sparifé sitt á sínum tíma til að mót- mæla háum launum bankastjóra, er tæplega réttur maður á réttum stað. Þau ummæli hans að bankarnir geti bara bjargað sér sjálfir láta ekki eins vel í munni seðlabankastjóra og pól- itíkusar sem kunni á pöp- ulinn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.