Fréttablaðið - 12.04.2008, Side 86

Fréttablaðið - 12.04.2008, Side 86
50 12. apríl 2008 LAUGARDAGUR menning@frettabladid.is Tónlistarfélag Ísafjarðar og Tónlistarskóli Ísafjarðar standa fyrir einstaklega skemmti- legum tónleikum í Hömrum í dag klukkan 15. Í tilefni af sextíu ára afmæli félagsins og skólans á þessu ári verður að þessu sinni boðið upp á fjölskyldutónleika þar sem flutt verða þekkt tónverk í máli og myndum auk tóna. Á efnisskránni eru tvö verk. Það fyrra nefnist Myndir á sýningu og er eftir rússneska tónskáldið Modest Mussorgskí. Tónverk- ið samanstendur af köflum sem túlka tíu málverk eftir listmálarann Victor Hartmann. Seinna verkið sem flutt verður á tónleikunum er hið sívinsæla Pétur og úlfurinn eftir Sergei Prokofiev, samdi bæði texta og tónlist þessa fallega tónverks á aðeins einni viku árið 1936 í þeim tilgangi að kenna börnum að skilja og njóta tónlistar. Í Pétri og úlfinum er sögð saga af litlum dreng, afa hans, öndinni, úlfinum og fleirum og er sagan sögð með hljóðfærum auk sögumanns. Verkið hefur notið mikilla vinsælda æ síðan og hefur verið á verkefna- skrám hljómsveita um allan heim. Þess má til gamans geta að nýlega fékk teiknimynd gerð eftir Pétri og úlfinum Óskarsverðlaun í flokki stuttra teiknimynda. Sögumaður á tónleikunum er leikarinn Sigurþór Albert Heimisson, en aðrir flytj- endur eru hljóðfæraleikararnir Pamela De Sensi þverflautuleikari, Eydís Lára Franzdóttir óbóleikari, Rúnar Óskarsson klarínettuleikari, Kristín Mjöll Jakobsdóttir fagottleikari og Emil Friðfinnsson hornleikari. Til að dýpka upplifun tónleikagesta verður myndum sem tengjast tónverkunum varpað á tjald meðan á flutningi stendur. Tónleikarnir standa yfir í um klukkutíma og er aðgangseyrir 1.500 kr. en 800 kr. fyrir börn yngri en 16 ára. - vþ Tónlist fyrir vestan GLEÐJA VESTFIRSK EYRU Hljóðfæraleikararnir sem koma fram á Ísafirði í dag. Á miðvikudag var greint frá því á leikhúsvefnum enska að breski háðfuglinn Ben Elton væri ráðinn til að skrifa söguþráð fyrir Óperu- drauginn – seinni hluta – sem Andrew Lloyd Webber er nú með í undirbúningi. Þeir unnu saman við söngleikinn The Beautiful Game. Þá hafði Elton getið sér gott orð fyrir svokallaðan sögu- þráð í söngsýningarnar We Will Rock You og Tonight’s The Night. Elton hefur þegar sett saman söguþráðinn en Glen Slater sem samdi texta fyrir Litlu hafmeyj- una mun ráðinn í ljóðasmíðina. Jack O’Brien, leikstjóri Hairspray, mun setja seinni draugaganginn á svið. Andrew Lloyd Webber samdi Óperudrauginn í kappi við banda- ríska tónskáldið Maury Yeston og hafði sigur af hólmi. Hann setti verkið upp í London til að byrja með og leikstýrði hinn virti Har- old Prince sýningunni á Haymark- et. Þar söng Garðar Cortes um sinn. Um tíma sóttust íslenskir leikhúsmenn eftir að fá verkið til sýningar í Þjóðleikhúsinu en ekki varð úr því. The Phantom of the Opera er vinsælasti söngleikur sögunnar: tekjur af honum um heiminn allan hafa náð 3,2 milljörðum Banda- ríkjadala. Minna má á að vinsæl- asta kvikmynd allra tíma, Titanic, aflaði framleiðendum sínum tekna um heim allan sem nam 1.2 millj- örðum Bandaríkjadala. Óperu- draugurinn hefur gengið lengst allra verka á Broadway, skaust fram úr Cats í janúar 2006 og hefur nú verið leikinn þar í meira en tvo áratugi. Frumsýning var þann 26. janúar 1988. Sýningar eru nú orðnar nærri 8.400. Kvik- mynd eftir verkinu náði aftur litl- um vinsældum. Ekki er ljóst hvar Óperudraug- urinn 2 verður frumsýndur en þetta er í fyrsta sinn í sögu söng- leikja sem sem framhaldsverk er unnið. Það þekkist aftur í systur söngleiksins, óperunni, en þekkt- asta framhaldssagan í þeim geira er Niflungahringurinn. - pbb Draugur snýr aftur LEIKLIST Andrew Lloyd Webber, höfundur söngleikja, snýr sér aftur að Óperudraugnum. Þeir sem hafa áhuga á að skyggn- ast betur inn í þann heim sem birtist í ljósmyndasýningunni Hið breiða holt, sem nú stendur yfir í menningarmiðstöðinni Gerðu- bergi, ættu að taka morgundag- inn frá þar sem sýningarstjórinn Berglind Jóna Hlynsdóttir býður upp á leiðsögn á morgun kl. 15. Að auki taka þau Einar Falur Ingólfs- son ljósmyndari og Sigrún Sig- urðardóttir, menningarfræðingur og kennari við LHÍ, virkan þátt í spjalli um sýninguna og flytja sitt erindið hvort. Á sýningunni gefur að líta myndir sem unnar eru í sam- starfi myndlistarmanns, ungl- inga og eldri borgara í Breiðholti. Unglingur myndaði ömmu sína eða afa og öfugt, en sýningar- stjórinn var síðan hið utanaðkom- andi auga sem myndaði þau saman. Titill sýningarinnar vísar til þess breiða bils eða holts sem oft er á milli kynslóðanna. Hið breiða holt vísar einnig til þess sem hefur breitt bak og rúm fyrir alla. - vþ Leiðsögn um ljósmyndir KYNSLÓÐIR MÆTAST Þessa mynd má sjá á sýningunni Hið breiða holt. Kl. 16 Kvikmyndasafn Íslands sýnir í dag kl. 16 sovésku kvikmyndina Hamlet frá árinu 1964 í leikstjórn Grigori Kozintsev. Kvikmyndin byggir á samnefndu leikriti eftir William Shakespeare sem oft hefur verið kvikmyndað. Þessi mynd Kozintsevs þykir þó oft, að öðrum Hamletmynd- um ólöstuðum, fremst meðal jafningja. Sýningin fer fram í Bæjarbíói í Hafnarfirði og er miðaverð 500 kr. Franski farsinn Fló á skinni hefur gengið fyrir fullu húsi hjá Leikfélagi Akureyrar og stefnir í að sýningar verði sjötíu í lok apríl. Þá flyst Flóin með manni og mús suður yfir heiðar og kemur upp í Borgarleikhúsinu í haust. Leikfélag Reykjavíkur yfirtekur Flóna og hefur sýn- ingar 5. september. Fjöldi áskorana barst LA um að flytja sýninguna suður og var þess gætt við hönnun leikmyndar, og þegar Magnús Geir Þórðarson, leik- hússtjóri LA, tók við leikhússtjórastarfi hjá Leik- félagi Reykjavíkur lá beint við að kýla á flutning- inn. Þetta verður þriðja sviðsetningin sem ráðist er í á hinum sígilda farsa Feydeau en hann var fyrst settur upp í Iðnó í tíð Vigdísar Finnbogadóttur og naut þá gífurlegra vinsælda. Sáu yfir fimmtíu þús- und áhorfendur þá sviðsetningu á fjórum leikárum. Aftur kom Flóin á svið á öðru ári Leikfélagsins í Borgarleikhúsinu og sáu hana þá yfir þrjátíu þúsund leikhúsgestir. Leiksýningin Fló á skinni var frumsýnd 8. febrú- ar síðastliðinn hjá LA. Áhorfendur og gagnrýnendur hafa keppst um að lofa sýninguna og hefur hún notið gríðarlegra vinsælda, verið sýnd sex sinnum í viku og troðfullt hefur verið á allar sýningar. Í lok apríl verða um sjötíu sýningar afstaðnar og Flóin orðin aðsóknarmesta sýning á Akureyri frá upphafi. Í samningi sem gerður hefur verið milli LA og LR yfirtekur Borgarleikhúsið sýninguna með öllu og stendur fyrir sýningarhaldi í Reykjavík. Með samn- ingnum er tryggt að leikhúsgestum í Reykjavík standi þessi vinsæla sýning til boða og hann trygg- ir LA umtalsverðar tekjur á næsta leikári. Vonast leikhúsin bæði til að þessi samningur sé upphafið af nánu og góðu samstarfi LA og LR á næstu árum. Vinsælasta sýning LA frá upphafi að meðtöldum sýningum í Reykjavík er Fullkomið brúðkaup (2005- 2006) en spennandi verður að sjá hvort Fló á skinni slái aðsóknarmet með sýningum í Reykjavík. Miða- sala hefst í Borgarleikhúsinu í lok ágúst en hægt er að skrá sig á póstlista á www.borgarleikhus.is til að fá áminningu þegar sala hefst. Er það rétt að í annálaðri fegurð Eyjafjarðar sé sveitasetrið Sveinbjarnargreiði griðastaður elsk- enda á laun? Hefur Saga Ringsted ástæðu til að gruna eiginmanninn um græsku eða hefur hún sjálf eitthvað að fela? Hver var konan sem bað forstjór- ann um blint stefnumót? Hélt Elli við konu Jóhann- esar eða hélt hann bara upp á hana? Er Helmut Edelstein manískur kvennamaður eða bara þýskur ferðamaður? Gísli Rúnar á heiðurinn af nýrri leikgerð á verki G. Feydeau en María Sigurðardóttir leikstýrði glæsi- legum hópi leikara. Sprengjuhöllin samdi tónlistina, Björn Bergsteinn lýsti og Snorri Freyr Hilmarsson hannaði leikmynd og búninga. pbb@frettabladid.is Flóin flutt suður í haust LEIKLIST Misskilningur á misskilning ofan. Ein uppákoman í hinni vinsælu sviðsetningu LA.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.