Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.04.2008, Qupperneq 88

Fréttablaðið - 12.04.2008, Qupperneq 88
52 12. apríl 2008 LAUGARDAGUR Myndlistarmaðurinn Jóhannes Dagsson opnar sýninguna Stöðu- myndir í DaLí Gallery, Brekku- götu 9 á Akureyri, í dag kl. 17. Jóhannes leitar ekki langt yfir skammt eftir innblæstri heldur sækir hann efnivið í verk sín í tvö af fyrirferðarmeiri menningar- fyrirbærum liðinnar aldar, mod- ernisma og fótbolta. Stöðumyndir er ellefta einkasýning Jóhannesar og á hann einnig að baki þátttöku í fjölmörgum samsýningum. Jóhannes lauk myndlistarnámi frá Myndlistaskólanum á Akur- eyri 1997 og námi í heimspeki og bókmenntum frá Háskóla Íslands 2000. Síðan lá leið hans til Skot- lands til listnáms í Edinburgh Coll- ege of Art sem hann lauk árið 2002, en í dag stundar hann meist- aranám í heimspeki við Háskóla Íslands. Sýningin Stöðumyndir stendur til 27. apríl. Sýningin er opin föstu- daga og laugardaga kl. 14-17 og eftir samkomulagi. Allir eru vel- komnir. - vþ Ellefta einkasýning Jóhannesar MÓDERNISMI OG FÓTBOLTI Verk eftir Jóhannes Dagsson. Sinfóníuhljómsveit Íslands og Valur Freyr Einarsson leikari fluttu í lok mars ævintýrið um músina tónelsku Maxímús Músík- ús. Það er skemmst frá að segja að tónleikarnir slógu í gegn hjá áhorf- endum jafnt sem gagnrýnendum og komust færri að en vildu. En þeir fjölmörgu sem misstu af þessum viðburði geta nú tekið gleði sína á ný, því laugardaginn 17. maí verða tónleikarnir endur- teknir. Tónleikarnir byggja á nýútkom- inni bók eftir tvo liðsmenn hljóm- sveitarinnar, þau Hallfríði Ólafs- dóttur flautuleikara sem skrifaði söguna og Þórarin Má Baldursson víóluleikara sem teiknar myndirn- ar. Maxímús Músíkús heimsækir hljómsveitina heitir bókin og trón- ir efst á metsölulistum bókabúð- anna þessa dagana. Í bókinni segir frá ævintýrum lítillar músar, Maxímúsar Músík- úsar, sem dettur heldur betur í lukkupottinn þegar hann rambar inn í tónlistarhús þar sem sinfón- íuhljómsveit æfir sig fyrir tón- leika. Maxímús þekkir tónlist mannfólksins úr frægðarsögum langafa síns en nú fær hann loks- ins að kynnast henni af eigin raun. Í þessari fjörugu sögu er les- andinn leiddur inn í töfraheima tónlistarinnar í orði og tónum. Hljóðfærin eru kynnt eitt af öðru eftir því sem ævintýrum Maxí- músar vindur fram og lesendur læra að þekkja hljóðin sem þau gefa frá sér. Á tónleikunum mun Valur Freyr flytja söguna og hljómsveitin búa til viðeigandi leikhljóð og leika síðan þau tónverk sem koma við sögu í bókinni, þeirra á meðal Bol- ero eftir Ravel, fyrsta þáttinn í fimmtu sinfóníu Beethovens og Á Sprengisandi í frábærri útsetn- ingu Páls P. Pálssonar. Myndirnar úr bókinni leika og stórt hlutverk. Stjórnandi er Bernharður Wilkin- son. Trúðurinn Barbara lítur líka við og telja má víst að Maxímús sjálf- ur muni kíkja í heimsókn. Tónleikarnir verða laugardag- inn 17. maí og hefjast kl. 14. Miða- verð er 1.400 kr. Maxímús snýr aftur MAXÍMÚS MÚSÍKÚS Tónelsk mús sem lendir í hljómsveitarævintýri. Hið flunkunýja sýningarrými Reykjavík Art Gallery, sem starf- rækt er á Skúlagötu 28, þar sem áður var til húsa kexverksmiðjan Frón, slær ekkert af í sýningar- gleði heldur býður Reykvíkingum upp á, frá og með deginum í dag, sýningu á verkum Ólafs Lárusson- ar myndlistarmanns. Á sýningunni má sjá myndir sem unnar eru með blandaðri tækni á pappír á árunum 2006 og 2007. Ólafur Lárusson nam mynd- list við Myndlista- og handíðaskól- ann í Reykjavík og við Atelier 63, Haarlem í Hollandi á áttunda ára- tug síðustu aldar. Hann hefur hald- ið tugi einkasýninga og tekið þátt í fjölda samsýninga og eru verk hans í eigu fjölmargra safna og opinberra stofnana. - vþ Ný verk Ólafs ÓLAFUR LÁRUSSON Sýnir myndlist sína í Reykjavík Art Gallery frá og með morg- undeginum. Vaka-Helgafell endurútgefur nú ljóðasafn Steins Stein- arr sem hefur verið ófáanlegt um skeið en birtist hér í nýjum búningi. Ljóðasafnið hefur að geyma öll þau ljóð sem Steinn bjó sjálfur til útgáfu auk ýmissa ljóða sem ekki komu út á bók fyrr en ríflega þremur áratugum eftir lát hans. Fremst í bókinni er jafnframt ritgerð Kristjáns Karlssonar um skáldskap Steins. Þegar Steinn lést á fimmtugasta aldursári vorið 1958 hafði hann öðlast sess sem eitt virtasta ljóðskáld Íslendinga á 20. öld. Í ár eru liðin 100 ár frá fæðingu Steins og 50 ár frá dánardægri hans og má með sanni segja að ljóð hans hafi fundið hljómgrunn hjá hverri nýrri kynslóð í landinu og eigi alltaf erindi. Vaka-Helgafell sendir nú frá sér kvæðasafn Þórarins Eldjárn sem hefur að geyma mikinn skáldskaparfjár- sjóð: allar útgefnar ljóðabækur hans, átta talsins, og úrval úr fimm barnaljóðabókum, hátt á fjórða hundrað kvæða alls. Hér má finna afar fjölbreytilegan ljóðaforða: hárbeittar ádeilur, græskulaust gaman, sorg og trega, heimspekilegar vangaveltur, náttúrustemningar, orðaleiki, íhuganir um lífið, söguna, landið og tungu- málið. Mörg ljóðanna eru bundin í rím og stuðla en önnur lausbeislaðri í formi enda er skáldið jafnvígt á ýmis ólík stílbrögð orðlistarinnar. Þórarinn Eldjárn er fæddur 1949. Fyrsta ljóða- bók hans kom út 1974 og vakti strax mikla athygli: hér var komið fram ungt skáld sem orti háttbundin ljóð og gekk þar mjög gegn tímans straumi. Með þessari þjóðlegu nálgun, ásamt beittu skopskyni og einstæðri leikni með íslenskt mál, ávann Þórarinn sér þegar í stað hylli landsmanna. Seinna kom á daginn að hann hefur ekki síður vald á óbundnum ljóðstíl. Ljóðabækur hans og ljóðskreytingar eru orðnar um tuttugu talsins. Að auki hefur hann sent frá sér smásagnasöfn, skáldsögur, leikverk og aðra texta af ýmsu tagi, ásamt margvíslegu þýddu efni. Komin er út hjá Ver-öld ljóðabókin Agn- arsmá brot úr eilífð eftir Ólaf Ragnarsson, bóka- útgefanda og frétta- mann. Ljóðin orti Ólafur síðustu tvö ár ævi sinnar eftir að hann greindist með MND-sjúkdóminn, hreyfitaugahrörnun, og missti málið af völdum hans. Þótt hann væri nánast alveg orðinn lamaður frá tungurótum og niður í tær er ljóst af ljóðunum að baráttuviljinn var óbilandi, hugurinn frjáls og flögraði víða. Ólafur Ragnars- son lést hinn 27. mars síðastliðinn en bókin kom úr prentverkinu nokkrum dögum áður. Agnarsmá brot úr eilífð er 61 blaðsíða að lengd. Ragnar Helgi Ólafsson hannaði útlit bókarinnar að utan jafnt sem innan en hún er prentuð í Odda. NÝJAR BÆKUR GERÐUBERG www.gerduberg.is Sýningarnar eru opnar virka daga frá 11-17 og um helgar frá 13-16. Sími 575 7700 • gerduberg@reykjavik.is Hið breiða holt - Ljósmyndasýning Sunnudaginn 13. apríl kl. 15 munu Berglind Jóna Hlynsdóttir sýn.stjóri, Einar Falur Ingólfsson, ljósmynd- ari og Sigrún Sigurðardóttir, menningarfræðingur bjóða upp á leiðsögn og óformlegt spjall um sýninguna. Ókeypis aðgangur! Stefnumót við safnara III Hljómfagurt stefnumót við tónlistarmenn og hljóðfærasafnara! Sýningarstjórn: Anik Todd og Una Stígsdóttir Boðið er upp á leiðsögn fyrir hópa. s. 575 7700 Sjö landa sýn - María Loftsdóttir Vatnslitastemmningar frá ferðalögum listakonunnar um Argentínu, Bólivíu, Brasilíu, Ísland, Japan, Perú og Skotland. Vissir þú... ...að í Gerðubergi er frábær aðstaða fyrir ráðstefnur, námskeið, fundi og veislur? Salir og fundarherbergi fyrir 8 - 120 manns. Sjá nánari upplýsingar: www.gerduberg.is, s. 575 7700. 10 - 11 - 17 - 18 - 24 - 30. apríl kl 20.00 alla daga ALLAR SÍÐUSTU SÝNINGAR NÝ OG FÁRÁNLEGA SKEMMTILEG SÝNING UM FJÁRMÁL ÍSLENDINGA! D Y N A M O R EY K JA V IK Sýnt í Salnum Kópavogi Miðasala hjá Salnum í síma 5700 400, á salurinn.is og midi.is. Miðaverð 2000 kr. 50% afsláttur er fyrir viðskiptavini Byrs (hámark 5 miðar) ef keypt er í miða- sölunni í Salnum. ATH! Takmarkaður sýningafjöldi. D Y N A M O R EY K JA V IK Þri 15/4 kl. 20 Mið 16/4 kl. 20 Fös 18/4 kl. 21 Lau 19/4 kl. 19 Lau 19/4 kl. 21 Fös 2/5 kl. 19 Fös 2/5 kl. 21 Lau 3/5 kl. 20 Lau 3/5 kl. 22 Fös 16/5 kl. 19 Fös 16/5 kl. 21 Lau 17/5 kl. 19 Lau 17/5 kl. 21 Forsýning - uppselt Forsýning - uppselt Frumsýning - uppselt Uppselt S Ý N I N G A R Fyrst var það Hellisbúinn, síðan Pabbinn og nú er það HVERS VIRÐI ER ÉG? Óborganlega fyndin sýning Bjarna Hauks Þórssonar um fjármál Íslendinga. Frábær sýning í leikstjórn Sigurðar Sigurjónssonar. FIMMTUDAGUR 10. APRÍL KL. 20 TIL FLUGS – SÖNGTÓNLEIKAR. HÖRN HRAFNSDÓTTIR OG ANTONÍA HEVESI. LÖG GUNNAR REYNIR OG LJÓÐ HRAFN HARÐARSON. FÖSTUDAGUR 11. APRÍL KL. 16 FIÐLUTÓNLEIKAR – LHÍ. GUÐNÝ ÞÓRA GUÐMUNDSDÓTTIR. Aðgangur ókeypis, allir velkomnir LAUGARDAGUR 12. APRÍL KL. 17 TÍBRÁ: PÍANÓTÓNLEIKAR IVAN KLÁNSKÝ. TUNGLSKINSSÓNATAN, NÆTURLJÓÐ CHOPINS O.FL. SLAGHÖRPUSNILLD! SUNNUDAGUR 13. APRÍL KL. 16 KLARÍNETTUTÓNLEIKAR - LHÍ KRISTJÁN RÚNARSSON Aðgangur ókeypis, allir velkomnir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.