Fréttablaðið - 12.04.2008, Síða 90

Fréttablaðið - 12.04.2008, Síða 90
54 12. apríl 2008 LAUGARDAGUR utlit@frettabladid.is DAÐRAÐ VIÐ TÍSKUNA Anna Margrét Björnsson Klikkaða hæla- skó frá Soniu Rykiel. Fást í Kron- Kron, Laugavegi. Bandarískir hönnuðir eins og Proenza Schouler, Donna Karan og Tommy Hilfiger sóttu innblástur í skartgripaskrínin þegar þeir sýndu haust- og vetrarlínu 2008. Litapallettan var ómótstæðileg - djúpir tónar af fjólubláu, grænu, karrígulu og dimmrauðu og efnin voru gjarnan skínandi satín eða silki. Sannarlega kærkomin tilbreyting frá svörtu. amb@frettabladid.is HÖNNUÐIR SÝNDU RÍKULEGA OG DJÚPA LITI FYRIR NÆSTA VETUR Í NEW YORK Glóandi gimsteinalitir > CARLA SELD FYRIR MILLJÓNIR Fyrrum ofurfyrirsætan og núver- andi forsetafrú Frakklands, Carla Bruni-Sarkozy, vakti mikla athygli í opinberri heimsókn til Bretlands fyrir skömmu. Athygli vakti einnig nektarmynd af Cörlu sem var tekin árið 1993 af ljósmyndaranum Michael Comte og var einmitt sett á uppboð hjá Christie‘s meðan á heimsókninni stóð. Bruni var sögðu æfareið yfir tímasetning- unni en ljósmyndin, sem var metin á þrjú þúsund bresk pund, var seld fyrir himinháa upphæð – 45 þúsund pund. Kaupandinn er kínverskur listaverkasafnari. N O R D IC PH O TO S/ G ET TY IM A G ES Ég er sem betur fer ekki farin að kvarta undan mörgum hrukkum enn þá en bíð hins vegar spennt eftir töfrakremi sem myndi afmá öll þreytumerki af andlitinu eða jafnvel bæta klukkustund við sólarhring- inn. Þegar fréttir birtast hérlendis um að fjöldi manns bíði á biðlista eftir botox-meðferð fer maður ósjálfrátt að hugsa um hvort slíkt verði orðið eðlilegt eftir nokkur ár og að allir yfir þrjátíu ára aldurinn fái sér slíkt sprautufix á tveggja vikna fresti. Fyrir örfáum árum brá manni þegar maður sá fólk með bláhvítar tennur en nú er farið að selja hvíttunarkitt í næsta apóteki. Allt þetta er að verða partur af okkar hversdagslegu tilveru. Og svo eru alltaf nýjar meðferðir að dúkka upp úti í löndum. Bara í síðustu viku las ég í bresku dagblaði um ... haldið niðri í ykkur andanum ... leghálslyftingu. Það er sumsé ekki nóg með að konur séu farnar að strekkja og lyfta alla sýnilega parta heldur þá ósýnilegu líka. Það er meira að segja hægt að ganga inn á spa í London og fara í leghálslyftingu sem krefst ekki skurðaðgerðar. Hvernig það er framkvæmt fær mig til að kikna í hnjánum (af ógeði, ekki neinu öðru). Fyrir þá nýjungagjörnu eru líka komin tattú sem sett eru á tennur. Slíkt er sumsé mynd sem er sett á postulínskrónur sem eru svo festar á tennurnar. Sem betur fer er hægt að láta skrapa þetta af ef það eina sem maður fær upp úr þessu er fólk að benda manni á að maður sé með eitthvað fast á milli tannanna. En í alvöru talað, þá hefur fólk sést í Lundúnum með mynd af allt frá erni og drottningunni upp í Mikka mús á tönnunum. Persónulega hef ég litla trú á því að ég muni ein- hvern tíma hafa áhuga á, efni á eða tíma til hluta eins og botox- sprautunnar þar sem ég er svo slæm í þessum málum að læt ekki einu sinni lita á mér augnhárin, hvað þá að hafa tíma í einn Pilates-tíma. Ég lít lotningarfullum augum á þær gyðjur sem fara reglulega í nudd eða handsnyrtingu. En ég get ekki ímyndað mér hvernig sumir fara hreinlega að því að hafa tíma í allar þessar útlitspælingar, sérstaklega brúnkugengið sem þarf væntanlega að smyrja kroppinn á hverju kvöldi með tilheyrandi vökvum eða klútum. Ég er fullviss um að allt ofangreint verði hreinlega ávanabindandi og hver hefur tíma til þess? Tattúveraðar tennur og leghálslyftingar STELPULEGUR Fjólublár og fallegur kjóll við karrígular sokkabuxur frá Proenza Schouler. DÖMULEGT Kvenleg dragt úr djúprauðu silki hjá Proenza Schouler. FJÓLUBLÁTT Glæsileg satínkápa frá Donnu Karan fyrir haust og vetur 2008. GLAMÚR Ríkmann- legur gulur kjóll ásamt dularfullu höfuðskrauti hjá Donnu Karan. KARRÍGULT Fallegur stuttur kjóll með slaufu frá Proenza Schouler. GLÆSILEGUR Fagur dimm- rauður silkikjóll frá Tommy Hilfiger. PLÓMULITT Gyðjulegur kvöld- kjóll í dökkfjólu- bláum tón frá Badgley Mischka. SMARAGÐSGRÆNT Gullfallegur kvöldkjóll með silfruðu skrauti frá Badgley Mischka. OKKUR LANGAR Í … Loksins tölvuhulst- ur til að tolla í tískunni eftir Henrik Vibskov. Frá Kron- Kron, Lauga- vegi. Gamaldags og sexí sundbol nú þegar sól fer að hækka. Frá Fifi Chachnil, fæst í Þremur hæðum, Laugavegi. Smáralind Vorútsala 50%afsláttur af völdum vörum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.