Fréttablaðið - 12.04.2008, Page 95

Fréttablaðið - 12.04.2008, Page 95
LAUGARDAGUR 12. apríl 2008 59 Útgáfufyrirtækið Cod Music hefur sett í gang hljómsveita- keppni á netinu. Að því er fram kemur í fréttatilkynningu kostar ekkert að taka þátt í keppninni og eina skilyrðið sem uppfylla þarf er að lögin séu frumsamin. Hver hljómsveit eða listamaður sendir inn 2-4 lög ásamt mynd, upplýs- ingum um tengilið og fleira. Allar nánari upplýsingar má finna á Cod.is og þar senda áhugasamir jafnframt inn lög sín. Keppnin stendur fram til 6. maí og úrslit verða kynnt föstudaginn 16. maí. Hljómsveita- keppni á netinu LAY LOW Lovísa Elísabet er í Cod-fjölskyldunni. Bandaríska leikkonan Cameron Diaz er búin að fá nóg af Los Angeles og hefur sest að í New York. Ástæðuna segir hún vera stöðuga ásókn papparassa í sig og sitt einkalíf. Diaz hefur keypt sér íbúð á Manhattan og hefur sést vera að skoða fasteignir í West Village. Í samtali við W-tímaritið segir Diaz að hún njóti þess í ystu æsar að geta gengið um götur New York án þess að nokkur kippi sér upp við það. „Ég get farið út, skellt mér á söfn og fengið mér að borða án þess að vera elt af ljósmyndurum,“ segir Diaz. Diaz fær nóg UPP Í KOK Diaz er flutt til New York frá Los Angeles. Bandaríski stílistinn Stacy Young hefur kært bandaríska Óskars- verðlaunahafann Jamie Foxx fyrir að greiða ekki sína reikn- inga. Young heldur því fram að hún hafi séð um klæðaburð leikarans við frumsýningar og aðra mikilvæga atburði en ekki fengið greitt fyrir ómakið. Í kærunni kemur fram að Young hafi valið jakkafötinn sem Foxx klæddist við BEt-verðlaunin og svo klæðnaðinn fyrir frumsýn- ingu Miami Vice. Hún heldur því fram að Foxx skuldi henni hvorki meira né minna en hálfa milljón íslenskra króna. Hún fer einnig fram á að Foxx greiði sér skaðabætur fyrir þau verkefni sem hún missti af vegna þjónust- unnar við Foxx. Jamie Foxx borgar ekki NÍSKUR? Stílistinn Stacy Young segir Foxx ekki borga reikningana sína. Tekin hefur verið ákvörðun um að stofna minningarsjóð um söngv- arann Vilhjálm heitinn Vilhjálms- son, sem hefði orðið 63 ára í gær. Sjóðnum er ætlað að styrkja þá söngvara sem hafa skarað fram úr ár hvert. Þeir sem að baki sjóðnum standa eru Þóra Guð- mundsdóttir, ekkja Vilhjálms, og fjölskylda, Jón Ólafsson athafna- maður, Magnús Kjartansson og Sena. Munu þessir aðilar veita fé í stofnun sjóðsins og hefur Þóra Guðmundsdóttir ánafnað sjóðnum höfunda- og flytjenda- laun Vilhjálms. Þá hefur Sena gert samning við minningar- sjóðinn um öll verk Vilhjálms um ókomin ár. Stórtónleikar verða haldnir í Laugardalshöllinni föstudaginn 29. ágúst í tilefni stofnunar sjóðsins. Tónleikarnir, sem haldnir eru í samstarfi við Concert, skarta nokkr- um af mestu söngvurum þessa lands. Þeirra á meðal eru Bubbi, Björgvin Halldórsson, Diddú, Egill Ólafsson, Guðrún Gunnars- dóttir, Laddi og fleiri góðir gestir. Á tónleikunum verður farið yfir ævi Vilhjálms í máli, myndum og tónum og mikið lagt í umgjörð þeirra. Til að mynda er stefnt að því að notast við nýjustu tækni í hljóð- og myndvinnslu til þess að hægt sé að bjóða gestum upp á nokkuð sem ekki hefur sést hér á landi áður. Hluti af hverjum seldum miða rennur svo í minningarsjóðinn. - shs Minningarsjóður stofnaður um Vilhjálm VILHJÁLMUR VILHJÁLMSSON Stofnaður hefur verið minningarsjóður til heiðurs Vilhjálmi. LADDI Kemur til með að syngja um Einshljóðfærissinfóníuhljómsveit á tónleikunum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.