Fréttablaðið - 12.04.2008, Page 98

Fréttablaðið - 12.04.2008, Page 98
62 12. apríl 2008 LAUGARDAGUR sport@frettabladid.is Landsliðsmiðvörðurinn Ragnar Sigurðsson hjá sænska meistara- liðinu IFK Gautaborg hefur haldið uppteknum hætti með liði sínu á þessu tímabili eftir að hafa vakið verðskuldaða athygli fyrir frábæra spilamennsku í fyrra. Nú þegar þremur umferð- um er lokið í Allsvenskan-deildinni hefur Ragnar til að mynda tvisvar sinnum verið valinn í lið umferð- arinnar hjá sænska netmiðlinum Sportal og jafnan verið með hæstu mönnum í einkunargjöf sænsku dagblaðanna. IFK Gautaborg hefur farið ágætlega af stað í deildinni og er í fimmta sæti eftir að hafa gert tvö jafntefli á útivelli og unnið sinn eina heimaleik til þessa. Ragnar telur að liðið sé á réttri leið. „Væntingarnar fyrir tímabilið hjá leikmönnum og stuðningsmönnum IFK Gautaborgar eru náttúrlega miklar eftir frábært tímabil í fyrra en að sama skapi erum við liðið sem öll hin liðin vilja vinna þannig að þetta verður hörð barátta. Ég tel að við eigum eftir að verða í toppbaráttunni aftur í ár en það eru mörg góð lið í deildinni sem verða þarna uppi líka, lið eins og Hels- ingborg, Kalmar, Elfsborg og Djurgården. Varnarlínan okkar var vægast sagt léleg í fyrsta leik tímbilsins en við erum allir að koma til og við þurfum að komast í sama gír og í fyrra til þess að blanda okkur í toppbaráttuna,“ sagði Ragnar, sem kann vel við breytingar þær sem fjölgun liða í sænsku deildinni hefur í för með sér. „Það er spilað mjög stíft í deildinni núna eftir að liðunum var fjölgað úr fjórtán upp í sextán og ég er bara hæstánægður með það, þar sem það skemmtilegasta við fótboltann er náttúrlega að spila leikina. Við erum líka bókað best þjálfaða liðið í deildinni þar sem við erum búnir að æfa eins og skepnur á undirbúningstímabilinu og það á eftir að skila sér þegar líður á tímabilið,“ sagði Ragnar, sem mætir að öllu óbreyttu Garðari Gunnlaugssyni og félögum í Norrköping í dag. „Ég meiddist örlítið í síðasta leik okkar og er tæpur fyrir leikinn gegn Norrköping. Ég reikna samt með því að spila frekar en ekki. Ég hlakka til þess að mæta Garðari aftur, þar sem ég spilaði á móti honum nokkrum sinnum þegar við vorum báðir að spila á Íslandi. En ólíkt því sem áður var, þá er ég núna í betra liði en hann,“ sagði Ragnar í léttum dúr. VARNARMAÐURINN RAGNAR SIGURÐSSON: HELDUR ÁFRAM AÐ SLÁ Í GEGN MEÐ IFK GAUTABORG Í SVÍÞJÓÐ Hlakka til þess að mæta Garðari Gunnlaugssyni FÓTBOLTI Cristiano Ronaldo er eini leikmaðurinn frá toppliðunum tveimur í ensku úrvalsdeildinni sem er tilnefndur sem besti leikmaður ársins. Aðrir sem koma til greina eru Cesc Fabregas og Emmanuel Adebayor hjá Arsenal, Steven Gerrard og Fernando Torres hjá Liverpool og svo David James markvörður Portsmouth. - óój Leikmenn ársins tilnefndir: Bara einn frá toppliðunum Iceland Express-deild karla Keflavík-ÍR 106-73 (51-37) Stig Keflavíkur: Bobby Walker 23, Tommy Johnson 22, Jón Norðdal Hafsteinsson 18, Magnús Þór Gunnarssson 16, Þröstur Jóhannsson 11, Gunnar Einarsson 6, Arnar Jónsson 4, Sigfús Árnason 4, Anthony Susnjara 2. Stig ÍR: Nate Brown 18, Tahirou Sani 17, Svein- björn Claessen 14, Eiríkur Önundarson 8, Ómar Örn Sævarsson 6, Hreggviður Magnússon 6, Steinar Arason 2, Ólafur Sigurðsson 2. N1-deild Karla Haukar-Fram 41-30 (17-12) Mörk Hauka (skot): Elías Már Halldórsson 11 (12), Freyr Brynjarsson 7 (8), Andri Stefan 7 (14), Gunnar Berg Viktorsson 5/2 (5/2), Sigurbergur Sveinsson 5/2 (7/2), Þröstur Þráinsson 2 (2), Kári Kristján Kristjánsson 2 (3), Jón Karl Björns- son 1 (2/1), Gísli Jón Þórisson 1 (1), Halldór Ingólfsson (5/2) Varin skot: Magnús Sigmundsson 8 (28/3 28,6%), Gísli Guðmundsson 3 (13 23,1%) Hraðaupphlaup: 15 (Elías 6, Freyr 3, Andri 2, Þröstur 2, Gunnar, Kári), Fiskuð víti: 8 (Kári 5, Elías, Gísli, Gunnar) Utan vallar: 8 mínútur Mörk Fram: Rúnar Kárason 11/2 (18/2), Stefán Baldvin Stefánsson 4 (5), Einar Ingi Hrafnsson 4 (6), Jón Björgvin Pétursson 4 (6), Daníel Berg Grétarsson 4 (6), Andri Berg Haraldsson 2/1 (4/2), Filip Kliszczyk 1 (4), Björn Guðmunds- son (1), Jóhann Gunnar Einarsson (1), Hjörtur Hinriksson (2) Varin skot: Magnús Gunnar Erlendsson 3 (16/2 18,8%), Björgvin Páll Gústavsson 14/3 (42/5 33,3%) Hraðaupphlaup: 9 (Stefán 3, Jón 2, Daníel 2, Einar, Filip) Fiskuð víti: 4 (Einar 2, Jóhann, Rúnar) Utan vallar: 8 mínútur ÚRSLIT > Ólafur kominn í úrslitaleikinn Ólafur Stefánsson og félagar í spænska liðinu Ciudad Real tryggðu sér í gærkvöld þátttökurétt í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í handbolta. Ciudad Real tapaði þá seinni leik sínum gegn þýska liðinu Hamburg 32-26 í Þýskalandi en Ciudad Real vann hins vegar fyrri leik liðanna á Spáni 34-27 og því einvígið samanlagt 60-59. Ólafur fór á kost- um í gærkvöld og skoraði átta mörk í leiknum. Ciudad Real mætir líklega Kiel í úrslitaleiknum en þýska liðið rassskellti Barcelona 41-31 í fyrri leik liðanna á dögunum. Seinni leikur liðanna fer fram á morgun. HANDBOLTI Haukar tryggðu sér í gær Íslandsmeistaratitilinn í handbolta í N1 deild karla þrátt fyrir að enn séu fjórar umferðir eftir af mótinu. Haukar rúlluðu yfir Fram, 41-30, þar sem liðið lék eins og Íslandsmeisturum sæmir. Haukar hófu leikinn af krafti og náðu strax undirtökunum í leikn- um. Þegar tíu mínútur voru liðnar munaði sjö mörkum á liðunum, 12- 5. Því forskoti héldu Haukar allt þar til Sigurbergur Sveinsson meiddist rétt fyrir leikhlé, 17-10. Haukar misstu dampinn í sóknar- leiknum við þetta áfall og Fram skoraði tvö síðustu mörk hálfleiks- ins og þau tvö fyrstu í þeim síð- ari. Haukar svöruðu því með fjórum mörkum í röð og náðu aftur þægi- legu sjö marka forskoti, 21-14. Fram náði að gera eina atlögu enn að forystu Hauka þegar liðið skor- aði fimm mörk á tveimur mínút- um um miðbik hálfleiksins og munurinn kominn niður í fjögur mörk, 28-24. Haukar voru ekki á því að gera leikinn spennandi og skoruðu 12 mörk gegn 6 síðustu þrettán mínútur leiksins og unnu að lokum öruggan ellefu marka sigur, 41-30. Liðsheildin var gríðarlega öflug hjá Haukum en fyrir henni fór Elías Már Hall- dórsson með 11 mörk. Elías átti erfitt uppdráttar í fyrstu leikjunum með Haukum eftir að hafa komið heim úr atvinnu- mennsku í janúar. „Það voru gríðarleg vonbrigði fyrir mig að koma heim og ég var smá tíma að ná áttum. Ég var óör- uggur. Þetta hefur verið vaxandi og ég held að ég hafi sýnt öllum hvað ég get í kvöld [gær- kvöld]. Það kom aldrei neitt annað til greina en klára þetta gegn Fram. Það sýnir karakterinn í þessu liði hvernig við klárum þetta. Menn vildu þetta mikið og við erum ekki hættir. Við ætlum að klára þessa fjóra leiki sem eftir eru með stæl.“ Elías er með samning við Hauka fram á sumarið. „Það er ekkert ákveðið með framhaldið. Það heill- ar mjög mikið að vera áfram í Haukum og fara í Meistaradeild- ina,“ sagði Elías kátur í leikslok. Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var ekki síður glaðbeittur að leik loknum og vildi sérstak- lega þakka umgjörðinni hjá Hauk- um að titillinn hafi komið í hús á hans fyrsta tímabili með liðið. „Það var stíll yfir þessu. Við klárum mótið þegar fjórar umferð- ir eru eftir. Strákarnir hafa staðið sig gríðarlega vel. Liðsheildin hefur virkað frábærlega í vetur. Menn hafa stigið upp til skiptis og ótrúlega samheldni í hópnum. Allir í kringum félagið hafa stigið upp og unnið frábært starf og við erum að uppskera eftir því,“ sagði Aron sem bjóst við jafnara móti í vetur. - gmi Haukar Íslandsmeistarar 2008 Lið Hauka úr Hafnarfirði varð Íslandsmeistari í N1-deild karla í handbolta í gærkvöldi þegar liðið sigraði Fram auðveldlega, 41-30, að Ásvöllum. Haukarnir búnir að bera af í vetur og eru vel að titlinum komnir. FÖGNUÐUR Haukarnir fögnuðu Íslandsmeistaratitlinum að Ásvöllum í gærkvöld eins og sjá má eftir auðveldan 41-30 sigur gegn Fram sem átti erfitt uppdráttar í leiknum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALGARÐUR FRÁBÆR ÁRANGUR Aron Kristjánsson hefur gert frábæra hluti með Haukaliðið í vetur. FRÉTTABLADID/DANÍEL KÖRFUBOLTI Keflvíkingar vöknuðu af værum blundi og unnu sann- færandi 33 stiga sigur, 106-73, á ÍR í þriðja undanúrslitaleik lið- anna í Iceland Express-deild karla. Keflvíkingurinn Tommy John- son var settur á bekkinn og svar- aði því með því að skora jafn- mörg stig í gær og hann hafði gert í fyrstu tveimur leikjunum. „Þetta var upp á líf og dauða og það var ekki um annað að ræða en að koma til baka í kvöld. Það skipti engu máli hvort ég byrjaði á bekknum eða ekki,“ sagði Tommy. Spurður hver var helsti munurinn á liðinu sagði hann: „Við vorum miklu grimmari í vörninni og fundum aftur viljann til þess að vinna,“ sagði Tommy. Sigurður Ingimundarson, breytti eins og áður kom fram byrjunarliðinu og það gekk full- komlega upp og ekki síst það að setja Arnar Frey Jónsson inn í byrjunarliðið. Arnar Freyr átti 13 stoðsendingar og stal 5 boltum og stjórnaði Keflavíkursókninni með glæsibrag. „Stuðningsmennirnir sungu í lokin að Risinn væri vaknaður en við ætluðum bara að koma og stúta þeim. Það er ekki mögu- leiki að Keflavík tapi þremur leikjum í röð,“ sagði Arnar Freyr. „Við ætluðum að koma brjálað- ir til leiks og við sýndum að við erum bestir þegar við spilum vel og erum með hausinn á réttum stað. Keflavík hefur aldrei lent í þessari stöðu áður og við ætlum að vera fyrstir til þess að koma til baka,“ sagði Arnar Freyr. ÍR-ingar gengu hreinlega á vegg í gær og þá sérstaklega Hreggviður Magnússon sem lenti í útistöðum strax í byrjun leiks sem virtust ná honum úr jafn- vægi enda fór svo að hann skor- aði ekki sitt fyrsta stig fyrr en 1:37 var eftir af þriðja leikhlutan- um. „Við mættum hingað til þess að spila körfubolta eins og við höfum verið að gera en þetta var glíma til þess að byrja með. Það er voðalega erfitt að spila á móti svona. Þeir spiluðu hrikalega fast og við vorum ekki nógu harðir að taka á móti því. Það er ekki nýtt í íslenskum körfubolta að menn fái svona móttökur hérna en þá reynir á liðið að taka á móti af sama krafti og láta þetta ekki setja sig út af laginu,“ sagði Jón Arnar Ingvarsson, þjálfari ÍR. - óój Keflavík minnkaði muninn í 2-1 í einvíginu eftir 33 stiga sigur á ÍR í Sláturhúsinu í Keflavík í gærkvöld: Erum bestir þegar við spilum vel EKKI HÆTTIR Magnús Þór Gunnarsson átti fínan leik í gær. VÍKURFRÉTTIR/JÓN BJÖRN
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.