Fréttablaðið - 02.05.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 02.05.2008, Blaðsíða 2
2 2. maí 2008 FÖSTUDAGUR Sparaksturskeppni RV K Þing vallavatn Selfoss RVK Laugardaginn 3. maí. Skráning á www.atlantsolia.is Skemmtilegur fjölskyldubíltúr frá Bíldshöfða. 1. verðlaun 25.000 króna bensínúttekt. MEINDÝR Sífellt minna er um rottu- gang í Reykjavík. Á fyrstu þrem- ur mánuðum þessa árs hefur verið farið í 35 útköll vegna rottna en á sama tímabili í fyrra og einnig árið þar áður voru þau 58. Í síðustu viku var mikið rætt um rottugang í Réttarholti. Guð- mundur Björnsson, rekstrarstjóri meindýravarna Reykjavíkur- borgar, segir að farið hafi verið á vettvang, ein rotta drepin og engar vísbendingar séu um að fleiri hafi verið á ferð. Hann segir að ávallt sé brugðist við ábend- ingum um rottugang og á síðasta ári var farið í 274 útköll, sem er reyndar nokkru meira en árið þar á undan en aldrei hefur borið minna á rottum en það ár. Árið 1999 voru útköllin hins vegar 619. „Fyrir nokkrum áratugum máttu menn búast við því að eiga við þúsund rottur í útkalli en nú eru engir hænsnakofar í borginni eða dýrahús þar sem rottan getur sótt í fóður,“ segir Guðmundur. „Svo erum við komin með dælu- stöðvar sem loka fyrir úrgang í fjöruna þannig að eini staðurinn þar sem hún hefur fóður er í hol- ræsakerfinu. Og það má segja að í 99 prósentum tilfella þar sem rottugangs verður vart megi rekja það til bilana. Það er að segja þegar verið er að laga kerfið og mönnum yfirsést að loka fyrir rörin eða eitthvað slíkt.“ Mest verður þeirra vart frá maí og til ágúst en veðurfar getur haft nokkur áhrif á rottugang. „Ef það rignir mikið eða ef leysingar eru þrengir að þeim í holræsakerfinu og þá leita þær allra mögulegra og ómögulegra leiða til að komast út.“ En þó að minna sé um rottur hér en víða annars staðar er í mörg horn að líta hjá meindýra- eyðum, því vargur sem seint sæist vappa um stórborgir Evrópu er fastur gestur innan borgar marka Reykjavíkur. „Það er alltaf eitthvað um mink, reynd- ar aðallega við ár og strendur, en þó hefur sést til hans í íbúðar- hverfum og það er ekki mjög langt síðan hann komst niður að Tjörn.“ jse@frettabladid.is Rottur verða sífellt fáséðari í borginni Minna er um rottugang í Reykjavík nú en áður. Í 99 prósentum tilvika má rekja rottugang til þess að dýrin sleppa út þar sem verið er að vinna að bilunum í holræsakerfinu. Minna er um rottur hér en víða annars staðar í Evrópu. ROTTU KOMIÐ FYRIR KATTARNEF Guðmundur Björnsson fær sífellt færri útköll vegna rottugangs, enda er holræsakerfið orðið eini staðurinn þar sem þær komast í fóður og sjaldgæft er að þær sleppi þaðan út. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ROTTUÚTKÖLL Í REYKJAVÍK 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 619 505 520 419 340 292 289 219 274 Fyrir nokrum áratugum máttu menn búast við því að eiga við þúsund rottur í útkalli en nú eru engir hænsnakofar í borginni eða dýrahús þar sem rottan getur sótt fóður. GUÐMUNDUR BJÖRNSSON REKSTRARSTJÓRI MEINDÝRAVARNA Sveinn, var andrúmsloftið raf- magnað á landsþingi Lands- sambands lögreglumanna? „Já, það voru allir í stuði og þetta var gasalega gott þing.“ Sveinn Ingiberg Magnússon lét af embætti formanns Landssambands lögreglumanna á landsþingi sambands- ins sem lauk í gær. Þar var samþykkt ályktun þar sem þess er krafist að öllum lögreglumönnum verði útvegað Taser- valdbeitingar- og rafstuðtæki sem allra fyrst. DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjaness, sem hafnaði kröfu eiganda umdeildrar sjávarlóðar um að fella úr gildi ákvörðun sveitarfélagsins Álftaness. Sveitarfélagið synjaði eigandan- um um byggingarleyfi. Eigandi lóðarinnar ætlaði að byggja einbýlishús á lóðinni, en skipulagsyfirvöld töldu ann- marka á teikningum og veittu ekki leyfi. Hæstiréttur hafnaði kröfu lóðareigandans, þar sem húsið sem hann hugðist reisa sam- ræmdist ekki deiliskipulagi. Húsið átti að vera á tveimur hæðum, en skipulag gerði ráð fyrir húsi á einni hæð. - bj Deilum um sjávarlóð lokið: Ekki heimilt að byggja á lóðinni STJÓRNMÁL Fylgi Samfylking ar - innar mælist nú innan við 26 prósent. Það er undir kjörfylgi, og sjö prósentustigum lægra en í síðustu könnun. Þetta kemur fram í niðurstöðum þjóðarpúls Gallup, sem Sjónvarpið birti í kvöldfréttatíma sínum í gær. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 37 prósenta fylgi, óbreytt frá síðustu könnun. Vinstri græn mæl ast með 21 prósent fylgi, sem er fjórum prósentustigum meira en í síðustu könnun. Framsóknarflokkurinn mælist með tæplega tíu prósenta fylgi, og Frjálslyndir tæp sex prósent. - bj Könnun á fylgi flokkanna: Samfylkingin undir kjörfylgi HÓPAKSTUR Mikill fjöldi vélhjólafólks tók þátt í hópakstrinum, enda veður með besta móti í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL MÓTMÆLI „Nei mér fannst ekki rétt að mótmæla 1. maí,“ segir Sturla Jónsson, talsmaður vörubílstjóra, sem boðar nú til mótmæla við Smáralind klukkan fimm á morgun. Gærdaginn segir hann að nafninu til vera baráttudag verkalýðsins. „En í raun og veru er dagur- inn bara orðinn fjölskyldudagur. Það er allt gott og blessað en það hæfir ekki að vera með alvöru mótmæli um leið og foreldrar njóta frídags ásamt börnum sínum niðri í bæ.“ Sturla vonar hins vegar að sem flestir sjái sér fært að mæta við Smáralind og láta í sér heyra á morgun. - kdk Sturla Jónsson: Mótmæli boðuð við Smáralind FÉLAGSMÁL Sniglarnir, Bifhjóla - samtök lýðveldisins, efndu í gær til stærstu hópkeyrslu ársins undir yfirskriftinni Líttu tvisvar. Stór hópur vélhjólafólks lagði af stað frá Marel í Garðabæ og ók Reykjanesbraut og Sæbraut sem leið lá að Skarfabakka við Reykja víkurhöfn. Afar góð þátttaka var í hópakstrinum og spillti gott veður þar ekki fyrir. Að akstri loknum var slegið upp veislu á Skarfabakka. Þar reyndu vélhjólamenn með sér í ökuleikni og fengu kynningu á öryggisbún- aði, vélhjólagöllum og fleiru. - bj Hópakstur vélhjólamanna: Sniglar minna á mótorhjólin Tvö reiðhjól í árekstri Tveir reiðhjólamenn voru fluttir á bráðamóttöku Landspítalans með minniháttar meiðsli eftir árekstur á Suðurholti í Hafnarfirði í gær. Renndu fyrir lax án leyfis Tveir unglingar fengu tiltal frá lögreglu eftir að þeir voru staðnir að verki við að renna fyrir lax við Naustabryggju í Reykjavík í gær. Laxveiðar í sjó eru ólöglegar, en ekki hafði bitið á hjá veiðimönnunum ungu þegar lögregla greip í taumana. LÖGREGLUFRÉTTIR LÖGREGLUMÁL „Drengurinn kom bara til að taka bensín en ekki til að mótmæla. Hann var þó handtekinn og lemstraður svo illa að hann hefur verið óvinnufær síðan,“ segir móðir ungs manns sem lögregla handtók á mótmælasvæðinu við Suðurlands- veg 23. apríl. Fjölskylda mannsins undir býr málshöfðun gegn lögregl- unni vegna meðferðarinnar sem þau segja hann hafa þurft að sæta. Móðir mannsins vill ekki koma fram undir nafni til að hlífa syni sínum við frekara áreiti. „Bolurinn var rifinn utan af honum og svo var honum gert að standa hálfber fyrir framan alla á staðnum og svo myndavélar. Honum var sýnt algert virðingarleysi af lögreglumönnun- um og úðinn, sem þeir sprautuðu svo ótæpilega á hann, skolaður úr augum hans með ávaxtasafa,“ segir hún. Son sinn segir hún aðeins hafa staðið við bensíndælu og verið að tala í síma þegar honum var ýtt til af lögreglumönnum. Honum hafi svo ofboðið þegar hann sá lögreglu nærri troða niður fréttakonu, kippt henni undan og öskrað eitthvað á þá leið að þeir væru greinilega gengnir af göflunum. Þá hafi hann verið úðaður með piparúða, skellt í götuna og ólaður á höndum með plastböndum. Lögreglumenn hafi því næst reynt að drösla honum á fætur með því að rífa í hendur hans. „Það ættu allir að geta ímyndað sé hve mikið það tekur á líkama manns af hans stærðargráðu að reynt sé að draga hann upp á höndunum einum saman,“ segir móðirin. Hún segir lögreglu hafa ekið syni sínum á slysadeild enda hafi hann verið tognaður í hálsi og baki eftir með- ferðina. Þar hafi hann verið látinn nær berhátta sig þar sem föt hans voru öll útötuð í piparúða. Honum hafi aðeins verið fengið lak til að hylja sig og þannig verið fluttur í fangaklefa. Á lögreglustöðinni hafi hann dúsað til hálf tíu um kvöldið. „Vitanlega ætlum við að kæra þessa meðferð,“ segir móðir mannsins. - kdk Maður sem var handtekinn í átökunum við Suðurlandsveg er enn óvinnufær: Segjast ætla að kæra lögregluna SEGIR SONINN BARA HAFA ÆTLAÐ AÐ TAKA BENSÍN Móðir ungs manns sem lögregla handtók í mótmælum við Suður landsveg segir hann enn óvinnu- færan. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN STURLA JÓNSSON UTANRÍKISMÁL Ban Ki-moon, fram kvæmdastjóri Sam- einuðu þjóð anna, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna frétta af stuðningi hans við framboð Austurríkis til setu í öryggis ráði SÞ. Austurríki keppir við Ísland og Tyrkland um tvö laus sæti. Í yfirlýsingunni er haft eftir Ban að ríkin þrjú séu öll hæf til setu í ráðinu, og að hann óski þeim öllum góðs gengis í kosningunum í haust. Sem fram- kvæmdastjóri SÞ geri hann ekki upp á milli þeirra. Með yfirlýsingunni vilji hann leiðrétta misskilning í kjölfar ummæla sinna. „Persónulega vona ég inni- lega að Austurríki nái kjöri,“ hafði austurrískt viku- rit eftir Ban, eins og greint var frá í Fréttablaðinu. Grétar Már Sigurðsson, ráðu neytisstjóri utanríkis- ráðu neytis ins, segir að fulltrúar fjöl margra ríkja hafi furðað sig á um mælum Ban. Bæði Ísland og Tyrkland hafi komið á framfæri mótmælum við fram- kvæmdastjórann. Önnur ríki hafa einnig gert athugasemdir. „Það er ekki einka mál Íslands ef starfsmaður Sam einuðu þjóðanna tjáir sig með þess um hætti,“ segir Grétar. Hann telur orð Ban ekki hafa skaðað framboð Íslands til öryggis ráðsins. Þau hafi þó verið óheppi - leg, en vonandi sé málið úr sögunni nú þegar þau hafi verið leiðrétt. - bj Framkvæmdastjóri SÞ leiðréttir misskilning um stuðning hans við Austurríki: Öll ríkin hæf til setu í ráðinu ÓHEPPILEGT „Persónu- lega vona ég innilega að Austurríki nái kjöri,“ sagði Ban Ki-moon í samtali við austur- rískt vikurit nýverið. Hann hefur nú leiðrétt ummælin. NORDICPHOTOS/AFP SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.