Fréttablaðið - 02.05.2008, Side 32

Fréttablaðið - 02.05.2008, Side 32
Kokkteillinn vordögg og er eftir Stefán Ólafsson barþjón á VOX bar á Hilton. Taktu fram kokkteil- hristarann og gerðu þína eigin Vordögg heima hjá þér. Smirnoff 4 cl Créme de Cassis 1,5 cl hnetusýróp 1 cl Nýkreistur sítrónusafi 1 cl Angostoura bitter 3 dropar myntulauf af einum stöngli Allt sett í kokkteilhristara með mikl- um klaka og hrist kröftuglega. Siðan er klakinn og myntulauf- in síuð frá, blöndunni hellt yfir mul- inn ís og fyllt upp með engifer- öli. Skreytt með jarðarberi, blæju- beri og myntu, eða öðrum fögrum skrautmunum. Vordögg á Vox Hljómsveitin Skítamórall er í þann mund að fara aftur af stað eftir tveggja ára hlé. „Við munum taka upp tvö ný lög um miðjan maí en tökum stefnuna ótrauðir á haustmánuð- ina. Við erum nú þegar bókaðir út septem ber og október, en þá verðum við meðal annars að spila á Nasa, Hvíta húsinu Selfossi og Sjall- anum á Akureyri,“ segir Arngrímur Fannar Haraldsson, betur þekktur sem Addi Fannar. Skítamórall hefur átt ófáa slagarana en þeirra vinsælastur er án efa lagið Farin. „Við feng- um tölvupóst frá Einari Bárðar nýlega þar sem stóð „til hamingju með daginn strákar“. Við vorum ekki alveg að fatta hvað hann var að meina þangað til við uppgötvuðum að það eru akkúrat tíu ár liðin síðan Farin var gefið út, árið 1998. Þá frumfluttum við lagið í beinni útsendingu í þættinum 19/20 á Stöð 2, daginn fyrir skírdag. Í kjölfarið hittumst við á Salat- barnum og ákváðum að það væri komin tími til að fara að spila á ný,“ segir Addi Fannar. Aðdá- endur Skítamórals munu þó ekki þurfa að bíða alveg fram á haust eftir að sjá hljómsveitina spila því þeir munu taka forskot á sæluna á Sel- fossi 17. maí. „Þegar við vorum beðnir sérstak- lega um að koma fram á 10 ára afmælishátíð sveitarfélagsins Árborgar rann okkur blóð- ið til skyldunnar og við gátum ekki neitað, þar sem við erum nú allir frá Selfossi,“ segir Addi Fannar að lokum og hvetur sem flesta til að kíkja á nýja Myspace-síðu sveitarinnar: www. myspace.com/skitamorall. Hljómsveitin Skítamórall er ekki dauð úr öllum æðum Taka upp þráðinn á 10 ára afmælinu Arngrímur Fannar Haraldsson, Gunnar Ólason, Herbert Viðarsson og Jóhann Bachmann eru ennþá í stuði þótt tíu ár séu síðan þeir slógu í gegn. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR 4 • FÖSTUDAGUR 2. MAÍ 2008

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.