Fréttablaðið - 02.05.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 02.05.2008, Blaðsíða 16
16 2. maí 2008 FÖSTUDAGUR FRÉTTASKÝRING BRJÁNN JÓNASSON brjann@frettabladid.is FRÉTTASKÝRING: Framboð Íslands til öryggisráðs SÞ 2. hluti ÖNNUR GREIN AF FIMM Á morgun: Kostnaður við framboðið og áhrif peninga H agnaður Íslands af framboði til setu í öryggisráði Sam- einuðu þjóðanna verður ekki mæld- ur í krónum og aurum, segir Hjálmar W. Hannes- son, sendiherra og fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum (SÞ). Hann og aðrir sérfræðingar benda á að Ísland geti hagnast á annan hátt af framboði og mögu- legri setu í ráðinu. Ríki heims hafa afar misjafnar ástæður fyrir því að bjóða sig fram til setu í öryggisráðinu. Sum líta svo á að það sé komið að þeim, og önnur vilja komast í ráðið til að vernda ákveðna hagsmuni, segir Colin Keating, forstjóri Security Council Report. Sum ríki sækjast eftir sæti til að staðfesta þá trú stjórnvalda og oft- ast landsmanna allra að ríkið eigi að vera mikilvægara en önnur í heimsmálunum. Svo eru það lönd á borð við Norðurlöndin, Kanada og Nýja-Sjáland sem hafa fjárhags- legt svigrúm til að taka á sig aukna ábyrgð, og vilja taka sæti í ráðinu til að taka þátt í því að leysa vanda- mál heimsins, segir Keating. Skilja má stofnsáttmála SÞ þannig að það sé beinlínis skylda aðildarríkjanna að taka þátt í starfi samtakanna og bjóða sig fram til setu í ráðum og nefndum eins og kostur gefst. Þetta endurspeglast í orðum Johan C. Verbeke, fastafull- trúa og sendiherra Belgíu hjá SÞ: „Fyrir okkur er þetta spurning um skyldur okkar sem aðila að SÞ að þjóna í ráðinu.“ Ísland keppir um tvö laus sæti í ráðinu við Austurríki og Tyrkland, en kosið verður milli landanna um miðjan október. Fulltrúar Tyrkja vildu ekki ræða baráttu landsins við Fréttablaðið. Hans Winkler, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytis Austurríkis, segir utanríkisstefnu Austurríkis samofna stefnu SÞ frá því landið gekk í samtökin árið 1955. SÞ rekur gríðarstóra skrifstofu í Vínarborg þar sem fjölmargar stofnanir samtakanna hafa höfuð- stöðvar, og Austurríki hefur frá upphafi tekið virkan þátt í svo gott sem öllum friðargæsluverkefnum á vegum SÞ. Það er því rökrétt að Austurríki sækist eftir sæti í öryggisráðinu, segir Winkler. Fullnusta sjálfstæði þjóðarinnar Fulltrúum íslenskra stjórnvalda hefur orðið tíðrætt um ástæður þess að Ísland sækist eftir sæti í öryggisráðinu. „Færa má rök fyrir því að Ísland, eins og önnur ríki, deili fullveldi sínu með öðrum aðildarríkjum alþjóðastofnana svo sem Samein- uðu þjóðanna ekki síst vegna vald- heimilda öryggisráðsins. Þess vegna má telja að framboðið sé skref til fullnustu sjálfstæðis þjóð- arinnar, að Ísland sé, rétt eins og aðrar sjálfstæðar þjóðir, fullfært um að sitja við borðið,“ sagði Ingi- björg Sólrún Gísladóttir utanríkis- ráðherra í ræðu um utanríkismál á Alþingi 8. nóvember síðastliðinn. Þar minnti hún á að meira en fjörutíu af fimmtíu þróunarríkjum Afríku hafi tekið sæti öryggisráð- inu, og á alþjóðavettvangi finnist „mjög mörgum að einmitt ríki eins og Ísland eigi að sitja í ráðinu; lýð- ræðisríki sem ekki á í deilum við önnur ríki; ríki sem samkvæmt venju leysir sín deilumál á frið- saman hátt; ríki sem virðir almenn mannréttindi; ríki sem ekki á sér forsögu sem flækt getur fyrir óhlutdrægri úrlausn deilumála“. Hin hliðin á myntinni er þá spurningin hvað Ísland græði á því að bjóða sig fram, og mögulega setjast í öryggisráðið eitt tveggja ára tímabil. „Ég sé ekkert annað en kosti fyrir Ísland við að taka sæti í öryggisráðinu,“ segir Lars Faa- borg-Andersen, sendiherra og annar fastafulltrúa Danmerkur hjá SÞ. Seta í ráðinu muni auka sýnileika Íslands verulega, og bæta alþjóðlega ímynd landsins. Það muni til dæmis bæta mögu- leika íslenskra fyrirtækja sem vilji hasla sér völl fjarri heima- slóðum. Seta í ráðinu færi mikla landkynningu í för með sér, fyrir tiltölulega lítinn kostnað. Tvíhliða heimurinn að hverfa Með alþjóðavæðingu undanfar- inna ára þurfa ríki að leggja sífellt meiri áherslu á alþjóðlegar lausn- ir. Einfaldir samningar milli tveggja ríkja víkja fyrir samning- um margra ríkja, segir Swadesh M. Rana, sérfræðingur í málefn- um SÞ hjá World Policy Institute. „Tvíhliða heimurinn er að hverfa,“ segir Keating. Með því að setjast í öryggisráðið fá ríki mögu- leika á því að auka sýnileika sinn, byggja tengsl við mikilvæg ríki og fá dýrmæta reynslu af því að leysa vandamál á alþjóðavettvangi. Starfslið utanríkisþjónustunnar eflist einnig, bæði með aukinni reynslu, en ekki síður með sterk- ara tengslaneti við kollega. „Ef Íslendingar telja að einhver af þeim stóru málum sem semja verður um á næstu árum, svo sem umhverfismál og öryggismál, skipti Ísland einhverju máli, skipt- ir miklu að íslenska utanríkisþjón- ustan hafi sem mesta möguleika á því að hafa áhrif,“ segir Keating. Þó Ísland fái ekki sæti í ráðinu er sú vinna sem lögð var í fram- boðið ekki töpuð. Í ræðu Ingibjarg- ar Sólrúnar á Alþingi í nóvember kemur meðal annars fram að vinna í tengslum við framboðið hafi gert nýjar kröfur til utanríkisþjónust- unnar, eflt hana og styrkt. Í ræðu um utanríkismál á Alþingi 8. apríl skýrði hún gróða Íslands nánar: „Framboðið til öryggisráðsins hefur þegar skilað ávinningi til framtíðar. Samskipti Íslands við önnur ríki nær og fjær hafa aukist og síðan Ísland lýsti yfir framboði árið 1998 hefur verið stofnað til stjórnmálasambands við alls 75 ríki. Það eitt hefur haft ómæld áhrif til kynningar á okkar sjónarmiðum og hagsmunum. Að vera í framboði veitir aðgang.“ En það eru einnig gallar við að taka sæti í öryggisráðinu. Tvíhliða sambönd ríkja geta skaðast vegna setu í öryggisráðinu þegar ríki sem þar sitja greiða atkvæði um mál þvert gegn vilja ákveðinna ríkja. Keating tekur nærtækt dæmi, aðdraganda síðari innrásar Bandaríkjanna og bandamanna þeirra í Írak árið 2003. Bandaríkin sóttu það hart að fá samþykki öryggisráðsins fyrir innrásinni, en ríki á borð við Þýska- land, Frakkland og Mexíkó lögðust gegn því þar sem innrás var sögð stríða gegn grundvallarsjónarmið- um stjórnvalda ríkjanna. Vegna þessarar afstöðu ríkjanna kólnuðu samskipti þeirra við Bandaríkin verulega. „Þetta er gott dæmi um áhætt- una sem fylgir því að sitja í öryggis- ráðinu. Ríkin þurfa að velja á milli hagsmuna í samskiptum við ein- stök ríki annars vegar, og grund- vallarafstöðu í alþjóðasamskiptum hins vegar,“ segir Keating. Hann segir það þó sjaldnast alvarlegan vanda. Ríkin í ráðinu geti tekið afstöðu með ákveðnu ríki í einu máli og gegn því í öðru, ólíkt því sem hafi viðgengist í kalda stríð- inu. „Önnur ríki dæma ekki byggt á hverju einasta atkvæði í hverju einasta máli, heldur byggt á mati að lokinni tveggja ára setu ríkja í ráðinu,“ segir Keating. Vinalaus og einmana „Það er alltaf áhætta að taka sæti í öryggisráðinu, en það er líka áhætta fólgin í því að halda sig úr hringiðu alþjóðamála,“ segir Keat- ing. Það megi líkja því við barn sem ekki vilji leika með öðrum börnum, hvort sem það er vegna feimni eða eigingirni. Þá sé alltaf hættan að barnið endi vinalaust og einmana. Kostirnir við að taka sæti í öryggisráðinu virðast vera fleiri en gallarnir, ef marka má aukna samkeppni um sæti sem losna, bæði frá stórum ríkjum og smærri. Það stendur ekki á svari frá Jorge Urbina, fastafulltrúa og sendiherra Kosta Ríka hjá SÞ, þegar hann er spurður hvers vegna Kosta Ríka sóttist eftir sæti í öryggisráði SÞ, þar sem landið hefur átt sæti frá síðustu áramót- um. „Millistór og lítil ríki gegna líka mikilvægu hlutverki. Það er ekki rétt að skilja vandamál tengd friði og öryggi heimsins eftir í höndum stóru strákanna.“ Úr höndum stóru strákanna Í alþjóðavæddum heimi þarf að leysa fjölmörg vandamál þjóða í samvinnu við alþjóðasamfélagið. Fái Ísland sæti í öryggisráði SÞ eykst sýnileiki landsins, tengsl við mikilvæg ríki styrkjast og utanríkisþjónustan fær dýrmæta reynslu í að leysa alþjóðleg deilu- mál. Á móti kemur hætta á því að skemma fyrir tvíhliða samskiptum við einstök ríki þegar taka þarf afstöðu til erfiðra mála. AUSTURRÍKI Sameinuðu þjóðirnar reka stóra skrifstofu í Vín í Austurríki, þar sem meðal annars eru höfuðstöðvar ýmissa undir- stofnana SÞ. Austurríkismenn gáfu stofnuninni bygginguna, en SÞ sér um reksturinn. MYND/SÞ/MARK GARTEN TYRKLAND Tyrkir eru áberandi í New York, þar sem þeir auglýsa framboð sitt í skrif- stofubyggingu gegnt höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna. Heimildir herma að þeir hyggist opna ellefu ný sendiráð í Afríku til að vinna framboðinu fylgi. FRÉTTABLAÐIÐ/BRJÁNN JÓNASSON Íslensk stjórnvöld hafa látið kanna stuðning við framboð Íslands til öryggisráðs SÞ reglulega í tæpt ár. Á þeim tíma hefur hann haldist nokkuð stöðugur. Síðasta könnun, sem var gerð opinber í apríl, sýndi að 46,5 pró- sent aðspurðra voru mjög eða frekar hlynntir framboði Íslands. Um 17,4 prósent voru hlutlausir, og 36,1 prósent mjög eða frekar andvígir framboðinu. Stuðningur við framboðið hefur aukist lítillega frá því utanríkisráðu- neytið fékk Capacent Gallup til að gera slíkar kannanir reglulega, um mitt sumar 2007. Andstaðan hefur raunar aukist aðeins líka, þar sem þeim sem segjast hvorki fylgjandi né á móti fækkar talsvert. Fyrir mitt sumar 2007 var stuðningur við framboðið kannaður mun sjaldnar. Stuðningur við framboðið hefur aukist verulega frá könnun sem gerð var í september 2005, þegar um 28 prósent studdu framboð- ið, en um 53 prósent voru á móti. „Íslendingar hafa ávallt verið sammála um mikilvægi þess að taka þátt í starfi Sameinuðu þjóðanna,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanrík- isráðherra, í umræðum um utanríkismál á Alþingi 8. apríl síðastliðinn. „Framboðið til öryggisráðsins er eitt stærsta verkefni sem Ísland hefur ráðist í á alþjóðavettvangi. Stuðningur við framboðið hefur aukist umtalsvert hér innanlands. Það er mikilvægt að sem mest sátt ríki um öryggisráðsframboðið og ég vona að málefnaleg umræða muni áfram stuðla að því,“ sagði hún. AFSTAÐA ALMENNINGS LÍTIÐ BREYTT Mjög andvíg(ur) Frekar andvíg(ur) Hvorki né Frekar hlynnt(ur) Mjög hlynnt(ur) 100% 80% 60% 40% 20% 0% 30,4% 22,6% 19,1% 19,9% 8% 15,5% 16,1% 28,7% 29,4% 10,3% 14,3% 31,3% 22,2% 16,2% 16,0% 15,1% 17,2% 20% 32,8% 14,9% 16,3% 32,2% 16,5% 15,6% 19,4% 16,5% 16,3% 18,3% 33,5% 15,4% 17,8% 18,9% 17,3% 30,4% 15,6% 18,7% 17,4% 17,4% 32,4% 14% sept. 2005 júlí ág 2007 sept. 2007 okt. nóv 2007 des. 2007 jan. 2008 feb. mars 2008 apríl 2008 ÞRÓUN VIÐHORFS ALMENNINGS TIL FRAMBOÐS ÍSLANDS TIL ÖRYGGISRÁÐSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.