Fréttablaðið - 02.05.2008, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 02.05.2008, Blaðsíða 70
46 2. maí 2008 FÖSTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÖGIN VIÐ VINNUNA „Ég var að reyna að loka hurðinni heima hjá mér og hélt við glerið með hægri hendinni. Svo kom frek- ar öflug vindhviða og feykti eigin- lega hurðinni á höndina með þeim afleiðingum að hún fór í gegnum glerið,“ segir Guðmundur Pálsson, útvarpsmaður og Baggalútur með meiru. Hann varð fyrir því óláni að skerast illa á hægri hendi í rokinu sem gekk yfir höfuðborgarsvæðið á þriðjudag. Samkvæmt síðustu fréttum benti allt til þess að sinar í hendinni hefðu laskast. Þegar Fréttablaðið náði tali af honum lá Guðmundur á spítala á fastandi maga en bar sig nokkuð vel. Hann var á leiðinni í aðgerð hjá handa- skurðlækni og sagðist bera fullt traust til læknanna og hjúkrunar- kvennanna sem ættu að höndla meiðslin. „Þetta eru miklir snilling- ar og fagmenn hérna,“ bætir Guð- mundur við. Og þótt slys séu auðvitað alltaf slæm þá koma þessi meiðsl á versta tíma, því Baggalútur er nú að leggja lokahönd á nýja afurð sína sem á að fylgja eftir með tilheyrandi tón- leikahaldi. Og ef til vill er það kald- hæðni örlaganna að fyrsta smá- skífa plötunnar heitir Kósýkvöld, nokkuð sem mörgum hugnast eflaust ekki að eiga innan veggja sjúkrahúss. Enda segir Guðmund- ur að hann hafi ekki haft rænu á því að kveikja á sjónvarpinu sem er þó á stofunni hans. Baggalútsmaðurinn hefur þó bjartsýnina að leiðarljósi og segir það vissulega lán í óláni að hann skuli nánast eingöngu syngja með Baggalúti enda séu til sérstök statíf fyrir míkrófóna. Einnig sé vissu- lega betra að hægri höndin hafi orðið fyrir þessu hnjaski en ekki sú vinstri, því þá geti hann þó myndað hljóma á gítarnum þegar svo ber við. „Ég fæ síðan bara einhvern aðstoðarmann til að sjá um að slá strengina fyrir mig eða kynni mér eitthvert blásturshljóðfæri eins og munnhörpu,“ segir Guðmundur en ef marka má fyrstu fréttir af breið- skífunni koma einmitt slík hljóð- færi mikið fyrir í lögunum. Það var Guðmundi síðan mikill stuðningur að félagi hans og fóst- bróðir, Bragi Skúlason, skyldi hafa hringt og blásið honum baráttu- anda í brjóst. „Við áttum gott sam- tal og hann sendir mér hlýja strauma.“ freyrgigja@frettabladid.is GUÐMUNDUR PÁLSSON: SINAR Í HÆGRI HENDI LASKAÐAR Ekkert kósýkvöld hjá Baggalútsmanni á spítala LÁRÉTT 2. glundur 6. kúgun 8. mánuður 9. hamfletta 11. tónlistarmaður 12. goðmögn 14. kál 16. drykkur 17. hyggja 18. sóða 20. íþróttafélag 21. erlendis. LÓÐRÉTT 1. gas 3. umhverfis 4. markmið 5. svipuð 7. snyrting 10. beita 13. hnoðað 15. rokur 16. vefnaðarvara 19. samtök. LAUSN LÁRÉTT: 2. gutl, 6. ok, 8. maí, 9. flá, 11. kk, 12. tótem, 14. salat, 16. te, 17. trú, 18. ata, 20. kr, 21. utan. LÓÐRÉTT: 1. loft, 3. um, 4. takmark, 5. lík, 7. klósett, 10. áta, 13. elt, 15. túra, 16. tau, 19. aa. Það hefur ekki farið framhjá nein- um að það er enginn dans á rósum að vera öryggisvörður í búð um helgar. Þrjár hrottalegar líkams- árásir á öryggisverði í 10/11 í Aust- urstræti gefa tilefni til að áætla að þetta sé eitt hættulegasta starf landsins. Pétur Gíslason, öryggis- vörður og tökumaður á ÍNN, er einn af þeim sem fara á næturvakt í kvöld. „Nei, nei, ég kvíði nú ekkert fyrir að fara í vinnuna, enda er ég smá adrenalínfíkill,“ segir hann. Pétur stendur yfirleitt vaktina í verslun Select í Shell-stöðinni undir Perl- unni. „Ég myndi aldrei nenna að vinna niðri í 10/11 í Lækjargötu. Þeir þyrftu að þrefalda tímakaupið mitt ef ég ætti að nenna því. En ég hef svo sem stundum þurft að vinna þar. Það eru svakalegar vaktir enda breytist búðin í eins konar félagsmiðstöð um helgar. Þarna er fullt af fólki sem er ekki að fara neitt, oft ógeðslega fullt, og þessu fylgir óhjákvæmilegt kaos.“ Þrír verðir frá Öryggismiðstöð- inni, vinnuveitanda Péturs, eru á vakt, og einnig tveir frá Securitas. Pétur segir að starfið felist ekki bara í að reyna að hafa hemil á ástandinu heldur líka í að afgreiða, þrífa og svo framvegis. „Ég hef alveg lent líka í átökum í Select þótt þar sé mun betra ástand. Drukknu fólki finnst maður bara fyndinn þar sem maður stendur, bara einhver gaur í peysu sem á stendur „öryggisvörður“. Maður er með lögguna á hraðvali. Það er bara verst að þeir koma ekki fyrr en einhver átök hafa átt sér stað, en þá koma þeir líka fljótt.“ Pétur vill meina að eina lausnin sé fólgin í að verðirnir fái einhver hjálpartæki, til dæmis mace-brúsa. „Til að drukkið fólk beri smá virð- ingu fyrir manni verður því að stafa einhver smá ógn af manni. Svona tæki væru bara öryggis- atriði. Ekki það að við færum að meisa fólk í tíma og ótíma, enda fær ekki hvaða dúddi sem er þetta djobb. “ - glh Vill að öryggisverðir fái að nota „mace“ Þrátt fyrir að vera höfundur textans við Eurovision- framlag Íslands í ár ætlar Páll Óskar ekki að fylgja Eurobandinu til Belgrad. Hann segir að sínu hlutverki sé lokið, hann hafi hjálpað til að gera atriðið sem flottast og treysti nú Friðriki og Reg- ínu til að „massa þetta” á stóra sviðinu. Sjálfur ætlar Palli að horfa á keppnina í sjón- varpinu og veifa íslenska fánanum. Fréttablaðið greindi í gær frá breyt- ingum á dagskrá Rásar 2. Athygli vakti að tilgreint var að fjórar söng- konur munu skiptast á að stjórna hálftímaþætti á milli útvarps- og sjónvarpsfrétta á laugardögum og sunnudögum. Þær Alma Guð- mundsdóttir, Sigríður Thorlacius, Erla Jónat- ansdóttir og Hildur Vala Einarsdóttir munu því fá eldskírn sína við þáttastjórn í sumar. Hermt er að þessir sumarþættir verði eins konar Idol-keppni milli söngkvennanna fjögurra. Sú sem standi sig best fái í kjölfarið fastan sess í Popplandi. Óðum styttist í komu tónlistar- mannsins Bobs Dylan til Íslands en hann leikur á tónleikum í nýju Laugardalshöllinni 26. maí. Dylan hefur það orð á sér að vera mikið ólíkindatól og eru aðstandendur tónleikanna þegar farnir að finna fyrir því, ef marka má sögusagnir. Sagt er að Dylan hafi heimtað að sjá sjálfur um að bóka sér hótel á Íslandi. Enginn, hvorki tónleika- haldarar né aðrir, megi vita um dvalarstað hans. Þeir geta þá kannski andað léttar að þurfa ekki að snúast í kringum karl- inn á hótelinu. - glh/hdm FRÉTTIR AF FÓLKI HÆTTULEGT STARF Pétur öryggisvörður segir að mace-brúsar gætu leyst vand- ann. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Björn Hlynur Haraldsson hyggst skrifa kvikmynda- handrit upp úr leikriti sínu Dubbeldusch sem var sýnt fyrir fullu húsi hjá Leikfélagi Akureyrar. „Ég hef alltaf haft það bak við eyrað að þetta gæti orðið kvikmynd. Og þá er mjög gott fyrir leikarana og mig að vera búnir að fara í gegnum leikhúsið.“ Leikritið fékk afbragðsgóða dóma og Björn Hlynur var að vonum ánægður með viðtökurnar við frumraun sinni sem leikritaskáldi en sagði þær eilítið skrýtnar. „Þetta er náttúrlega hádramatískt verk en gagnrýnendur hafa allir verið sammála um að þetta sé drepfyndið. Ég held að það sé svolítið íslenski húmorinn í hnotskurn, að okkur þyki fátt jafn fyndið og þegar einhver annar er í klemmu,“ segir Björn sem á ekki langt að sækja hæfileikana því frændi hans er Guðmundur Kamban, eitt fremsta leikritaskáld Íslendinga. Og á það hefur verið bent að það séu ekki bara hæfileikarnir sem tengi þá frændur saman því þeir séu einnig gletti- lega líkir í útliti. „Og það er ekki leiðum að líkjast, sérstaklega ef við erum í svart/hvítu báðir tveir,“ segir Björn. „Hann byrjaði náttúrlega sem leikari en fór síðan alfarið út í að skrifa leikrit. Ég er hins vegar ekkert búinn að gefa leiklistina upp á bátinn þótt bæði leikstjórn og leikritun eigi hug minn allan um þessar mundir,“ bætir leikstjórinn við. - fgg Gerir bíó úr Dubbeldusch STÓRSLASAÐUR BAGGALÚTSMAÐUR Guðmundur Pálsson, til hægri á myndinni, segist vonast til að meiðslin setji ekki strik í reikn- inginn hjá Baggalúti. Bragi Valdimar félagi hans hefur sent honum hugheilar baráttukveðjur. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI „Ég get aldrei hlustað á útvarp í vinnunni nema einstaka sinnum ef það eru þættir um myndlist. Þá reyni ég að hlusta í gegnum tölvuna. Ég reyni að hlusta á tónlist í bílnum og stilli þá oft á Rás 2 og Bylgjuna.“ Rakel Pétursdóttir safnafræðingur. LÍKIR Björn Hlynur og frændi hans Guðmundur Kamban eru óneitanlega líkir í útliti en Guðmund- ur er afabróðir Björns Hlyns. GERÐUBERG www.gerduberg.is Sýningarnar eru opnar virka daga frá 11-17 og um helgar frá 13-16. Sími 575 7700 • gerduberg@reykjavik.is Verið velkomin á opnanir sýninga laugardaginn 3. maí kl. 15.00 Kynjaskepnur úr íslenskum þjóðsögum Teikningar eftir Jón Baldur Hlíðberg. Sigurður Ægisson þjóðfræðingur og Jón Baldur verða með leiðsögn um sýninguna kl. 15.30. Milli fjalls og fjöru Alþýðulistamennirnir Ósk Guðmundsdóttir og Michael Guðvarðarson sýna landslagsmálverk í Boganum. Stefnumót við safnara III Hljómfagurt stefnumót við tónlistarmenn og hljóðfærasafnara! Sýningarstjórn: Anik Todd og Una Stígsdóttir Boðið er upp á leiðsögn fyrir hópa. s. 575 7700 VEISTU SVARIÐ Svar við spurningum á síðu 8. 1 Austurríki og Tyrkland. 2 Árni Beinteinn Árnason. 3 Hjá Iceland Express.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.