Fréttablaðið - 02.05.2008, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 02.05.2008, Blaðsíða 64
40 2. maí 2008 FÖSTUDAGUR Vinningur í hverri viku FÓTBOLTI Glazer-fjölskyldan, sem á Manchest- er United, kvartar ekki mikið þessa dagana enda liðið í úrslitum Meistaradeildar og stefnir hraðbyri á enska meistaratitilinn. Í gær birti Forbes síðan lista sinn yfir verðmætustu knattspyrnufélög heims, og þar trónir United hátt á toppnum. United er metið á 905 milljónir punda að mati Forbes en Real Madrid, sem er í öðru sæti listans, er metið á 646 milljónir punda. Ensku félögin gera það annars gott á list- anum, því Arsenal er í þriðja sæti og Liverpool í því fjórða. Liverpool stekkur hátt á listanum enda var félagið síðast í 11. sæti. Bay- ern München er í fimmta sæti listans, AC Milan í því sjötta, Barcelona í því sjöunda og Chelsea loks í áttunda sæti. Juventus nær níunda sæti listans og Schalke tekur tíunda sætið. - hbg Tímaritið Forbes birtir lista sinn yfir verðmætustu knattspyrnufélög heims: Man. Utd verðmætast í heimi FRÉTTABLAÐIÐ SPÁIR ÞRÓTTI 8. SÆTINU Í LANDSBANKADEILD KARLA 2008 GENGI SÍÐUSTU ÁRA 2007 2. sæti í B-deild 2006 4. sæti í B-deild 2005 10. sæti í A-deild 2004 2. sæti í B-deild 2003 9. sæti í A-deild 2002 2. sæti í B-deild AÐRIR LYKILMENN GENGI Á VORMÓTUNUM ■ Sigrar ■ Jafntefli ■ Töp 4 3 0EYSTEINN PÉTUR LÁRUSSON SIGMUNDUR KRISTJÁNSSON VIKTOR UNNAR ILLUGASON > LYKILMAÐURINN Hjörtur Júlíus Hjartarson er maðurinn sem á að skora mörkin fyrir Þrótt í sumar. Þessi reyndi framherji, sem hefur afrekað að vera markahæsti leikmaður efstu deildar, fór mikinn í 1. deildinni á síðustu leiktíð og skoraði 18 mörk í 21 leik í deildinni. Þróttarar þurfa á því að halda að hann verði skæður fyrir framan markið í sumar. Hjörtur skoraði ekki nema eitt mark fyrir ÍA sumarið 2006 og spurning hvort hann verður með marka- skóna betur reimaða í sumar. Þróttarar þurfa sárlega á því að halda. > X-FAKTORINN Brasilíumennirnir tveir í her- búðum Þróttar eru algjört spurningar- merki. Reynist einhverjir sambataktar vera í tám þeirra er ljóst að Þróttarar verða talsvert skæðari en búist er við. Þróttur er kominn upp í efstu deild eina ferðina enn og markmið sumarsins er skýrt – að forðast fallið og festa sig í sessi í deild þeirra bestu. Þróttarar ætla að gera allt til þess að forð- ast fallið í þetta skiptið og liður í þeirri áætl- un er að spila á Valbjarnarvelli. Þróttur hefur hingað til flutt sig yfir á Laugardals- völl þegar liðið kemst upp í úrvalsdeild en það hefur ekki gefið góða raun og því munu Þróttarar spila á þeim velli þar sem þeim líður best. Gunnari Oddssyni, þjálfara Þróttar, hefur gengið ágætlega á leikmannamarkaðnum í vetur og hann mætir með ágætislið til leiks. Þar ber hæst að hinn uppaldi Þróttari Sig- mundur Kristjánsson er kominn í heima- hagana frá KR. Jens Elvar Sævarsson er einnig kominn heim frá Fylki. Þróttarar eru með einn Dana og tvo Bras- ilíumenn sem gætu reynst liðinu drjúgir í sumar. Svo hefur fyrrverandi landsliðs- maðurinn Bjarni Þorsteinsson rifið skóna fram úr hillunni og hann ætti að styrkja Þróttara mikið. Í framlínuna er síðan kominn hinn efni- legi Viktor Unnar Illugason, en hann fékk Þróttur að láni frá Reading. Viktor lék áður með Blikum og vakti hann talsverða athygli með þeim í Landsbankadeildinni sumarið 2006. Verður áhugavert að fylgjast með sam- vinnu hins unga Viktors og reynsluboltans Hjartar Hjartarsonar. Ætla að festa sig í sessi BADMINTON Ragna Ingólfsdóttir, margfaldur Íslandsmeistari í bad- minton, verður á meðal keppenda á Ólympíuleikunum í Peking næsta sumar en heimslisti Alþjóða Badmintonsambandsins skar í gær úr um hvaða badminton leik- menn öðluðust keppnisrétt. Ragna, sem er númer 56 á heimslista í einliðaleik kvenna, hefur ekki farið leynt með draum sinn um að taka þátt á Ólympíu- leikum, hefur lagt á sig gríðarlega mikla vinnu til þess að komast þangað sem hún er komin og var því að vonum sátt þegar Frétta- blaðið tók stöðuna á henni. „Þetta er snilld og það er gríðar- legur léttir að sjá þetta loks ins staðfest eftir að vera búin að vinna markvisst að þessu síðan árið 2004. Þetta er mikil vinna sem hefst í raun og veru að fullu tveim- ur árum fyrir Ólympíu leik ana vegna þess að maður þarf að koma sér það ofarlega á heims listann til þess að þurfa ekki að taka þátt í undankeppnum í hverju móti. Síðan snýst þetta um að velja réttu mótin og undirbúa sig vel undir þau, en sem betur fer er þetta aldrei búið að vera leiðin legt,“ sagði Ragna, sem er á kafi í undir- búningi sínum fyrir Peking. „Framundan eru strangar æfing ar þar sem ég mun minnka badmin tonið talsvert og fer frekar að hlaupa og lyfta og styrkja mig. Þegar nær dregur Ólympíuleik un- um fer ég svo aftur að spila bad- minton,“ sagði Ragna, sem viður- kennir að hugurinn sé þegar farinn að leita til Peking. „Ég verð samt að játa að ég er þegar farin að hugsa um hvernig það verður að labba hringinn á opnunarhátíðinni, það verður enn fremur mikil upplifun að spila þarna og vonandi næ ég að vinna einn leik eða tvo,“ sagði Ragna að lokum. Árangur Rögnu er ekki síst frá- bær ef tekið er mið af því að hún meiddist illa á hné þegar hún sleit krossband á Opna hollenska mót- inu í badminton fyrir tæpu ári. Aðgerð hefði þýtt það að hún hefði hrunið niður heimslistann, sem reiknaði út árangur badmin- ton leikara frá 1. maí 2007 til 30. apríl 2008. Hún ákvað að fara ekki í aðgerð og lagði frekar í mikla vinnu til þess að styrkja meidda hnéð og hélt þar með draumi sínum um að vinna sér þátttöku- rétt á Ólympíuleikunum lifandi, draumi sem nú er orðinn að veru- leika. omar@frettabladid.is Draumur orðinn að veruleika Í gær var staðfest að Ragna Ingólfsdóttir úr TBR hefði öðlast keppnisrétt á Ólympíuleikunum í Peking. FRÁBÆR Ragna hefur lagt mikið á sig til þess að láta drauma sína og markmið ræt- ast og er nú að uppskera eftir því. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.