Fréttablaðið - 02.05.2008, Qupperneq 37
mig. Það er kostnaðarsamt og tíma-
frekt að gefa sjálf út bók, en með
þeim mikla stuðningi sem ég fékk
borgaði útgáfan sig,“ segir Yesmine.
„Áslaug Snorradóttir ljósmyndari
átti stóran þátt í því að gera bókina
að því sem hún er, því ég vildi allt-
af hafa bókina litríka og þar spila
myndirnar stórt hlutverk.“
Yesmine gekk með sitt fyrsta
barn á meðan hún skrifaði bókina.
Dóttir hennar ákvað hins vegar að
koma fyrr í heiminn en áætlað var
og Yesmine var því undir töluverðu
álagi þegar kom að því að leggja
lokahönd á bókina. „Ég fór upp á
fæðingardeild til að eiga Ronju um
kvöld og var sagt að ég yrði sett af
stað klukkan tíu morguninn eftir.
Þá stillti ég klukkuna á sex, lauk
við skrifin og sendi bókina frá mér
áður en klukkan sló tíu,“ segir hún
brosandi. „Ég er ekki lærður kokk-
ur svo ég er alltaf með atvinnufólk
í faginu sem ráðgjafa og aðstoðar-
menn. Ég er fyrst og fremst með
mikla ástríðu fyrir mat og skapa
uppskriftir út frá mínum hugmynd-
um. Ég útfæri oft hefðbundna rétti,
geri þá hollari og gef þeim mitt
eigið yfirbragð.“
Móðurmissirinn setti strik í reikn-
inginn
Á sama tíma og Yesmine var að tak-
ast á við móðurhlutverkið í fyrsta
skipti féll móðir hennar skyndi-
lega frá. „Það var rosalega erfiður
og tilfinningaþrunginn tími því ég
var að gleðjast yfir fæðingu Ronju
og syrgja móður mína á sama tíma.
Í fyrsta skipti á ævinni upplifði ég
það að hafa enga löngun til að æfa
og kom mér ekki aftur af stað fyrr
en tæplega ári eftir fæðinguna. Á
þessum tíma var X-Factor í full-
um gangi og fram undan meðal ann-
ars sýningar fyrir Oasis í Kaup-
mannahöfn, GK, Habitat og Sam-
tök iðnaðar ins. Ég varð að ákveða
hvort ég ætlaði að gera þetta allt
eða ekki og spurði mig einfaldlega
hvað mamma hefði viljað að ég
gerði. Ég held að þessi skapandi en
ólíku verkefni hafi hjálpað mér að
takast á við sorgina og ég ákvað að
vinna þau í minningu móður minnar.
Þegar ég kom mér loksins af stað og
fór að æfa aftur fann ég hvað það
var margfalt erfiðara en það hafði
verið fyrir fæðinguna og það var
erfitt að losna við aukakílóin sem
ég nældi mér í á meðgöngunni. En
ég held að sú reynsla hafi gert mig
að betri einkaþjálfara,“ segir Yes-
mine.
Sótti innblástur til Indlands
Þessa dagana er Yesmine með sína
aðra matreiðslubók í smíðum og
að þessu sinni er matargerð með
indversku og arabísku ívafi í aðal-
hlutverki. „Sem krakki var ég allt-
af mjög forvitin um indverskan
mat en á mínu heimili var yfir-
leitt venjulegur sænskur heimilis-
matur. Við bjuggum í litlu þorpi
fyrir utan Helsingjaborg og á þess-
um tíma var lítið sem ekkert af ind-
verskum veitingastöðum í Svíþjóð.
Þegar ég var fimmtán ára fékk ég
systur mína, sem er ári eldri en ég,
til að stelast með mér yfir til Kaup-
mannahafnar til að borða á eina
indverska veitingastaðnum sem
ég vissi um. Fyrst þurftum við að
taka bát yfir á Helsingjaeyri og svo
lest til Kaupmannahafnar og koma
okkur á veitingastaðinn, sem var
á Istedgade, ekki beint öruggasta
hverfinu í Kaupmannahöfn. Við
þurftum að hafa mikið fyrir ferð-
inni, en hún var svo sannarlega þess
virði því ég gleymi ekki bragðinu af
fyrstu indversku máltíðinni minni.
Við þorðum ekki að segja foreldr-
um okkar frá ferðalaginu, en þetta
er skemmtileg minning,“ segir hún
og brosir að endurminningunni.
Eftir að bókin Framandi og freist-
andi var komin út fór Yesmine
fljótlega að hugleiða næstu bók.
Hún var hins vegar upptekin við að
sinna Ronju Isabel og sá ekki fram
á hvenær tækifæri gæfist til að
hefjast handa. „Í janúar fórum við
af stað með bókina og við Ágústa M.
Ólafsdóttir, útgáfustjóri bókarinnar,
og Áslaug ljósmyndari ákváðum
að skella okkur til Suður-Indlands.
Áslaug hafði heyrt af íslenskri
konu sem heitir Þóra Guðmunds-
dóttir og er búsett í Kochin-héraði
þar sem hún er búin að koma á fót
litlu hóteli sem heitir Secret Gard-
en. Við höfðum samband, bókuðum
gistingu og Þóra hjálpaði okkur að
skipuleggja heim sóknir á veitinga-
staði og kynnti okkur fyrir stór-
kostlegum indverskum kokkum.“
Hún segir að dvölin í Kochin hafi
verið draumi líkust. „Við vöknuðum
á morgnana, fórum í jóga og hjóluð-
um svo um þorpið. Það var yndis-
legt að vera hjá Þóru og ekki verra
að fá heimatilbúið brauð og múslí
sem hún gerir sjálf frá grunni. Ég
ráðlegg öllum Íslendingum sem
ætla að ferðast til Indlands að fara
til Þóru,“ segir Yesmine og bætir
því við að þessi bók verði að öllum
líkindum aðeins meira framandi en
alveg jafn freistandi og sú fyrri.
„Indversku áhrifin verða auðvitað
allsráðandi í þessari bók en að auki
kíktum við á matar hátíð til Dubai
þar sem arabískir réttir og krydd
urðu heilmikill innblástur,“ segir
Yesmine að lokum, en nýja mat-
reiðslubókin hennar er væntanleg í
bókabúðir á haustmánuðum. Móðurhlutverkið gerði Yesmine að betri einkaþjálfara.
FÖRÐUN:
Margrét Jónasdóttir hjá
Make-Up Store
HÁR:
Jógvan Hansen á Unique
2. MAÍ 2008 FÖSTUDAGUR • 9