Fréttablaðið - 02.05.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 02.05.2008, Blaðsíða 8
8 2. maí 2008 FÖSTUDAGUR Nú fer hver að verða síðastur að ná sér í Blaðbera Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 8-17. ...góðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn... FÓLK „Ég kæri mig ekkert um að fá einhverja menn hérna inn á pall- inn hjá mér sem henda hér póst- pokum og labba í burtu,“ segir Jón Hlíðar Runólfsson, íbúi við Hring- braut í Hafnarfirði. Í um hálft ár hafa póst flutninga- menn lagt póstburðar töskur inn á lóð Jóns, sem hann er ósáttur við. „Þeir skilja alltaf póstpokana eftir hér fyrir utan og hér standa þeir í tvo til þrjá tíma.“ Segir hann að á þriðjudaginn hafi bíll frá póstinum ekið upp að húsinu, flutningamenn opnað hlið ið og sett póstburðartöskurnar inn á pall við einbýlishús sitt. Jón Hlíðar segir að venjulega sé pósturinn lagður í tröppur við hús hans þar sem hann blasi við öllum. En á þriðjudag hafi töskurnar verið lagðar upp á pallinn. „Þeir koma í leyfisleysi inn á pallinn hjá mér og geyma þar póst- pokana.“ Ekki hefur verið haft samband við Jón til að fá leyfi fyrir því að geyma póstpokana á pallinum. „Ég var nú að spá í að fara að hringja til að skammast í þeim. Ég hringdi einhvern tímann, var settur á bið í fimmtán mínútur og þá gafst ég upp.“ Á þriðjudaginn þurfti Jón að tína póst í garðinum hjá sér þar sem illa hafði verið gengið frá honum í póstkassanum hans. „Það er engin virðing borin lengur fyrir þessum pósti sem verið er að bera út.“ - ovd Póstburðartöskur geymdar á palli við einbýlishús án leyfis eiganda hússins: Engin virðing fyrir póstinum PÓSTBURÐARTASKA Á PALLINUM Jón Hlíðar, íbúi í Hafnarfirði, er ósáttur við að pallur við hús hans sé notaður til að geyma póstburðartöskur. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA 1 Hvaða lönd bjóða sig fram ásamt Íslandi til setu í öryggis- ráði Sameinuðu þjóðanna fyrir árin 2009 til 2010? 2 Hvað heitir hinn þrettán ára leikstjóri stuttmyndarinnar Auga fyrir auga? 3 Hjá hvaða fyrirtæki mun Lára Ómarsdóttir, fyrrverandi fréttamaður á Stöð 2, hefja störf á næstunni? SJÁ SVÖR Á SÍÐU 46 BANDARÍKIN, AP Joe Andrew, hátt- settur embættismaður og ofur- kjörmaður í Demókrataflokknum, hefur lýst yfir stuðningi sínum við Barack Obama sem forsetaefni flokksins. Andrew hafði stutt Hill- ary Clinton allt frá því að hún til- kynnti um framboð sitt. Hann til- kynnti þessa ákvörðun sína á blaðamannafundi í Indiana í gær, þar sem hann hvatti kjósendur til að kjósa Obama. Forvalskosning- ar fara fram í Indiana og Norður- Karólínu á þriðjudag. Andrew hefur sent bréf á alla ofurkjörmenn í Demókrataflokkn- um þar sem hann segist hræðast að síharðnandi barátta frambjóð- endanna sé skaðleg fyrir flokkinn. Þá segir hann langdregna baráttu frambjóðendanna beina athygli almennings frá málefnunum og hjálpa John McCain, forsetafram- bjóðanda Repúblíkanaflokksins. Af þessum sökum segist hann hvetja aðra ofurkjörmenn til þess að styðja Obama einnig. Leiðtogar Demókrataflokksins hafa hvatt ofurkjörmenn flokks- ins til þess að ákveða fyrir júnílok hvort þeir hyggist styðja Clinton eða Obama sem forsetaefni flokks- ins. Þeir óttast einnig að of löng barátta verði flokknum skaðleg. Frambjóðendurnir tveir reyna nú að safna stuðningi sem flestra ofurkjörmanna, þar sem ljóst er að hvorugt þeirra nær nægilega mörgum kjörmönnum úr forvals- kosningum. Obama leiðir þó bar- áttuna og stuðningur ofurkjör- manna er þess vegna sérstaklega mikilvægur fyrir Clinton. Hún þarf að fá mikinn meirihluta ofur- kjörmanna ætli hún sér að ná útnefningu flokksins. Hún fékk stuðning margra ofurkjörmanna allt frá upphafi, en flestir þeirra sem eru að ákveða sig núna hafa lýst yfir stuðningi við Obama. Hann hefur því náð að saxa tölu- vert á forskot hennar undanfarna mánuði. Ofurkjörmennirnir eru tæplega 800 í heildina, 263 styðja Clinton, 247 styðja Obama, en um 230 eru enn óákveðnir. thorunn@frettabladid.is Hart barist um ofurkjörmenn Hillary Clinton og Barack Obama berjast nú um stuðning ofurkjörmanna Demókrataflokksins. Obama hefur saxað verulega á forskot Clinton, sem þarf stuðning mikils meirihluta ætli hún sér sigur. MÆÐGUR Dóttir Hillary Clinton, Chelsea, fékk ofurkjörmannsatkvæði fyrir móður sína á ferð um Púertó Ríkó á miðvikudag. Í gær voru mæðgurnar svo komnar til Indiana, þar sem kosningar fara fram næsta þriðjudag. FRÉTTABLAÐIÐ/AP STJÓRNMÁL Starfsmenn Barna- og unglingadeildar Landspítalans (BUGL) og Rannveig Traustadóttir, dósent við uppeldis- og menntunar- fræðiskor Háskóla Íslands, hlutu í gær Félagshyggjuverðlaun Ungra jafnaðarmanna. Starfsmenn BUGL hljóta verð- launin fyrir að hafa bætt samfélag- ið með störfum sínum með börnum og unglingum með geðraskanir. Innflytjendur, fatlaðir og sam- kynhneigðir eru sagðir hafa notið góðs af störfum Rannveigar, sem átt hafi mikinn þátt í að stuðla að jafnara samfélagi. Þá hlaut Jóhanna Sigurðardóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, sérstaka heiðursviðurkenningu en hún á þrjátíu ára starfsafmæli í ár þar sem hún var fyrst kosin til setu á Alþingi árið 1978. - ovd Félagshyggjuverðlaunin veitt í gær: Bættu samfélagið BÖRN Útivistartími barna og unglinga tók breytingum í gær, 1. maí. Nú mega tólf ára börn og yngri vera úti til klukkan 22 en þrettán til sextán ára unglingar mega vera úti til miðnættis. Aldur miðast við fæðingarár. Börn mega ekki vera á almannafæri utan fyrrgreinds tíma nema í fylgd með fullorðn- um. Undantekning frá þessu er þegar unglingar þrettán til sextán ára eru á heimleið frá viður- kenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu. Útivistar- reglurnar eru samkvæmt barnaverndarlögum. - ovd Útivistartími breytist: Börn og ungl- ingar lengur úti VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.