Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.05.2008, Qupperneq 72

Fréttablaðið - 02.05.2008, Qupperneq 72
GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 BAKÞANKAR Bergsteins Sigurðssonar Í dag er föstudagurinn 2. maí, 123. dagur ársins. 4.55 13.25 21.56 4.27 13.09 21.54 Munið þið þegar þeirri skrítnu hugmynd skaut niður á Íslandi að enginn væri maður með mönn- um nema hann eignaðist straumlínu- lagaðan jeppa sem hét hinu af spyrnu kjánalega og óþjála nafni SsangYong Musso? BURGEISARNIR á Seltjarnarnesi og í Garðabæ sáu auðvitað við nýja - bruminu og héldu sig við Pajero og Patrol en stéttirnar sem voru ný búnar að brjótast til velmegunar féllu kylliflatar fyrir þessu kóreska þarfaþingi – ekki síst úti á landi. Á landsbyggðinni slógu oddvitar, sýslumenn og orkubústjórar tóninn og í kjölfarið fylgdu trillukarlarnir; annar hver seldi kvótann, settist upp í Löduna og ók suður með pen- ingana en sneri aftur á Musso. Um stutt skeið var sómi sjávar byggða metinn í fjölda Musso-jeppa. Að koma frá tíu Mussoa bæjarfélagi vestur á fjörðum þótti um tíma hreint ekki ónýtt; sýndi að verð- mætasköpunin hefði aldeilis borið ávöxt og menn komið ár sinni vel fyrir borð. SVO hallaði á ógæfuhliðina. Verk fræðingarnir í Seúl höfðu ekki sýnt þá fyrirhyggju að gera ráð fyrir hinum alræmdu „íslensku aðstæðum“ (það er að segja hand - ónýtu vegakerfi) og fyrr en varði fylltust bílaverkstæði af Musso- jeppum með ónýta vatnskassa, bil- aðar sjálfskiptingar og brotin drif sköft. Trillukarlar sátu uppi kvótalausir með ónýtan jeppa og grétu Lödurnar sárt. ÞETTA var áfall, ekki síst fyrir sjálfsmynd margra hinna dreifðu byggða. Sjálfur var ég á bíl prófs - aldri á þessum tíma og man vel að skyndilega þýddi lengur ekki að slá um sig með þeirri staðreynd að vera frá tíu Mussoa þorpi. Í einu vetfangi var Kóreujeppinn orðinn að tákngervingi stöðnunar. ÞAÐ verður hins vegar ekki af jeppainnflytjendum tekið að þeir lærðu af reynslunni því undanfarin áratug hefur ekki sá jeppi verið fluttur inn til landsins án þess að auglýst sé að hann sé „sérhannaður fyrir íslenskar aðstæður“ – með öðrum orðum hægt að aka honum fyrirhafnarlaust frá Reykjavík til Akureyrar. Það er hins vegar engum lengur kappsmál að eignast Musso. Af og til er þó hægt að rek- ast á smáauglýsingar í dag blöðun- um þar sem eigendur ónýtra Musso- jeppa reyna að pranga varahlutum hver inn á annan. ÞAÐ er auðvelt að vera vitur eftir á. Niðurlæging Musso-skeiðisins varði sem betur fer stutt en kenndi okkur dreifurunum aftur á móti að meta að verðleikum bifreiðina sem tryggði að við kæmumst leiðar okkar hvað sem á gekk. Hvenær skyldi Lödu-setrið verða opnað? Þegar Musso var málið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.