Fréttablaðið - 02.05.2008, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 02.05.2008, Blaðsíða 62
38 2. maí 2008 FÖSTUDAGUR HANN ER RANGLEGA SAKAÐUR UM MORÐ OG GERIR HVAÐ SEM ER TIL AÐ NÁ FRAM RÉTTLÆTI! NÝTT Í BÍÓ! SÍMI 462 3500 SÍMI 564 0000 12 16 12 7 MADE OF HONOUR kl. 8 - 10 STREET KINGS kl. 10 FORGETTING SARA MARSHALL kl. 8 BUBBI BYGGIR Í VILLTA VESTRINU kl. 6 SUPERHERO MOVIE kl. 6 16 12 7 MADE OF HONOUR kl. 5.45 - 8 - 10.15 MADE OF HONOUR LÚXUS kl. 5.45 - 8 - 10.15 IRON MAN kl. 5.20 - 8 - 10.40 STREET KINGS kl. 5.30 - 8 - 10.30 BUBBI BYGGIR Í VILLTA VESTRINU kl. 4 21 kl. 10 SUPERHERO MOVIE kl. 4 - 6 - 8 HORTON kl. 3.45 ÍSLENSKT TAL 5% 5% 5% FÆRÐ 5% ENDURGREITT EF ÞÚ BORGAR BÍÓMIÐANN MEÐ KREDITKORTI 50 KR. AFSLÁTTUR EF ÞÚ KAUPIR BÍÓMIÐANN Á 16 12 7 MADE OF HONOUR kl. 5.45 - 8 - 10.15 STREET KINGS kl. 5.30 - 8 - 10.30 AWAKE kl. 10 21 kl. 5.30 - 8 - 10.30 BRÚÐGUMINN kl. 6 - 8 ÍSLENSKUR TEXTI 5% SÍMI 551 9000 16 16 12 7 MADE OF HONOUR kl.6 - 8.20 - 10.35 THE RUINS kl. 8 - 10 TROPA DE ELITE kl.5.30 - 8 -10.20 ENSKUR T FORGETTING SARA MARSHALL kl.5.30 - 8 - 10.30 BRÚÐGUMINN kl. 6 ENSKUR TEXTI SÍMI 530 1919 “EIN BESTA GAMANMYND ÁRSINS” - V.J.V., TOPP5.IS / FBL ,,HUGLJÚF OG SKEMMTILEG" VJV - TOPP5.IS/FB TILBOÐSVERÐ GILDIR Á ALLAR SÝNINGAR MERKTAR MEÐ RAUÐU ÁLFABAKKA KRINGLUNNI AKUREYRI KEFLAVÍK SELFOSS IRON MAN kl. 5:30 - 8 - 10:30 12 SUPERHERO MOVIE kl. 8 L P2 kl. 10 16 DRILLBIT TAYLOR kl. 5:30 L IRON MAN kl. 5:30 - 8 - 10:30 12 FORGETTING SARAH... kl. 8 12 21 kl. 10:30 12 HORTON ÍSL TAL kl. 6 L IRON MAN kl. 5:40 - 8 - 10:30 12 DRILLBIT TAYLOR kl. 6 L OVER HER DEAD BODY kl. 8 7 THE RUINS kl. 10 16 DIGITAL DIGITAL DIGITAL IRON MAN kl. 3D - 5:30D - 8D - 10:40D 12 IRON MAN kl. 3 - 5:30 - 8 - 10:40 VIP MAID OF HONOR kl. 3:30 - 5:40 - 8 - 10:20 L DRILLBIT TAYLOR kl. 3:30 - 5:40 - 8 10 IN THE VALLEY OF ELAH kl. 8 - 10:40 16 FORGETTING SARAH... kl. 5:40 - 8 - 10:20 12 SHINE A LIGHT kl. 10:40 L FOOL´S GOLD kl. 3:30 - 5:40 7 UNDRAHUNDURINN M/- ÍSL TALkl. 3:30 L IRON MAN kl. 3:30D - 6D - 9D - 10D 12 OVER HER DEAD BODY kl. 3:50 - 5:50 - 8 7 P2 kl. 10:10 16 STÓRA PLANIÐ kl. 6D - 8D 10 UNDRAHUNDURINN ÍSL TAL kl. 4 L SparBíó 550kr Á ALLAR SÝNINGAR MERKTAR MEÐ APPELSÍNUGULU REYKJAVÍK AKUREYRI KEFLAVÍK SELFOSS - bara lúxus Sími: 553 2075 LAUGARÁSBÍÓ - SÝNINGARTÍMAR 1/2 SV MBL IRON MAN - POWER kl. 5.30, 8 og 10.30 12 FORGETTING SARAH MARSHALL kl. 8 og 10.15 12 BUBBI BYGGIR Í VILLTA VESTRINU kl. 4 og 6 - 550 kr. L DEFINITELY, MAYBE kl. 8 og 10.15 L SPIDERWICK CHRONICLES kl. 4 og 6 7 HORTON - ÍSLENSKT TAL kl. 4 L 1/2 SV MBL “Ein besta gamanmynd ársins” - V.J.V., Topp5.is / FBL 550 Kr. Þrír ungir félagar, einn spengileg- ur, annar mikill í holdum og þriðji væskilslegur, eru nýbyrjaðir í 9. bekk þegar þeir lenda í einelti eldri bekkinga. Þeir grípa til örþrifaráða og ráða til sín lífvörð, en velja óafvitandi vonlausan heimilisleysingja, sem hefur aðeins hug á að féfletta þá. Drillbit Taylor er enn ein gaman- myndin úr smiðju Judd Apatow sem framleiðir myndina, auk þess sem Seth Rogen, stjarnan úr Knocked Up, á þátt í handritinu. Með Owen Wilson í aðalhlutverki var því af einhverju að búast af myndinni en því miður virðist flest allt hafa farið út um þúfur. Til að byrja með er mun minni broddur í Drillbit Taylor en í fyrri Apatow-myndum, á borð við Superbad. Hún höfðar þannig til yngri áhorfenda, en reynir samt að vera óborganleg og hjartnæm í senn. Gallinn er hins vegar hversu mikið af gríni myndarinnar mis- heppnast og hversu óþægilega ill- gjarnt það er, t.d. hvernig hrekkju- svínið leggur þá félaga í einelti. Allt sem snýr að persónu Owen Wilson passar illa í myndina, er ófyndið og fer að keppa um pláss við aðalsöguþráðinn. Krakkarnir sem leika félagana standa sig ágætlega, en persónur þeirra þrjár eru ekki jafn áhuga- verðar og þríeykið kostulega úr Superbad. Leikur Owen Wilson er eini ljósi punktur myndarinnar en honum tekst þó ekki að halda uppi myndinni. Leslie Mann skýtur upp kollinum sem kennari sem verður hugfanginn af persónu Wilson. Í ofanálag er leikstjórnin slæm en hún er í höndum Steven Brill, sem gerði Adam Sandler-mynd- irnar Little Nicky og Mr. Deeds. Fyrir utan eitt ágætt atriði, eina rappkeppni, er útkoman eitt sla- kasta afsprengi Apatow-fjölskyld- unnar og nær aldrei hæðum Super- bad og Knocked Up. Einhvern tímann verða allir að klikka. Loftur Ingi Bjarnason - Topp5.is Fórnarlömb eineltis svara fyrir sig KVIKMYNDIR Drillbit Taylor Leikstjóri: Steven Brill. Aðalhlut- verk: Owen Wilson. ★★ Slakasta myndin úr smiðju Judd Apatow. Góður leikur Owens Wilson nær því miður ekki að bjarga henni fyrir horn. Margir kannast eflaust við hina geysivinsælu þætti Vini, Will & Grace og Aðþrengdar eiginkonur. Jeff Greenstein hefur bæði skrifað og komið að fram- leiðslu þáttanna, en hann er nú á leið til Íslands og ætlar að miðla af reynslu sinni við íslenskt kvikmyndagerðar- fólk. „Góð saga selur, sama hvar hún er skrifuð eða framleidd. Aðalatriðið er að áhorfendur tengi við þá sögu sem er verið að segja. Eftir því sem ég best veit eiga Íslendingar öfluga sagnahefð og hafa sýnt og sannað hve skapandi þeir eru. Þess vegna hef ég fulla trú á að ykkur takist að skapa gott sjón- varpsefni sem gæti einnig átt erindi erlendis,“ segir Jeff Green- stein, handritshöfundur og fram- leiðandi, sem er nú á leið til lands- ins. Hann hefur komið að þáttum á borð við Vini, Will & Grace og Aðþrengdar eiginkonur og ætlar nú að miðla af reynslu sinni til íslenskra kvikmyndagerðarmanna á þriggja daga námskeiði sem hefst á mánudaginn. Yfirskriftin er gamanefni fyrir sjónvarpsþætti og það er fyrirtækið MediaX- change sem heldur utan um nám- skeiðið. Ásamt Jeff kemur einnig John Barber, sem skapaði Frasier og Roseanne þættina, og John Vor- house, sem vann að þáttum eins og Wonder Years og Married with Children. Jeff segir form sjónvarpsþátt- anna vera að breytast í Bandaríkj- unum og nefnir þar þekkt dæmi. „Vina-þættina gerðum við í stúdíói fyrir áhorfendur með tveimur til þremur tökuvélum. Í dag sjáum við mun fleiri þætti sem eru hrein- lega eins og litlar bíómyndir, til dæmis eins og Aðþrengdar eigin- konur. Þess konar þættir eru nú mjög vinsælir og tölur sýna að þeir eru í harðri samkeppni við kvikmyndahúsin,“ útskýrir Jeff. Hann nefnir líka nýjar leiðir í frá- sögn. „Við blöndum tegundum mikið og til dæmis lít ég á Aðþrengdar eiginkonur sem gam- anþátt, þrátt fyrir sakamálin sem leysast. Síðan er mun algengara að höfundar leiki sér með hlut- verk kynjanna og reyni að tala við raunverulegt fólk. Bjóði upp á raunveruleg vandamál án þess að missa húmorinn, sem verður til þess að fólk tengir við frásögn- ina,“ segir Jeff, sem hlakkar mikið til Íslandsferðarinnar. „Ég hef ferðast víða með MediaXchange en ég hef sjaldan verið jafn spennt- ur og nú. Ég er mikill aðdáandi Bjarkar og Sigur Rósar og get ekki beðið eftir að kynnast fleiri skapandi Íslendingum,“ segir Jeff. Allar upplýsingar um námskeiðið, sem stendur frá 5.-7.maí, er að finna á Mediaxchange.com og á Kvikmyndamidstod.is rh@frettabladid.is Hollywoodgrín til Íslands REYNDUR Jeff Greenstein ætlar að kenna Íslendingum að búa til gaman- efni. WILL & GRACE Aðalleikarar þessara kunnu gamanþátta nutu leiðsagnar Jeffs Green- stein sem nú er á leið til Íslands til að miðla af reynslu sinni. „Það hefur verið talað um að sveitaballið væri að deyja en við erum bókaðir út allt þetta ár að gamlárskvöldi meðtöldu, þannig að það er ekkert að deyja,“ segir Jón Rósmann Mýrdal, söngvari Vítamín, heilbrigðustu hljómsveitar landsins. „Það er alveg hellingur að gera og við þurfum frekar að slá af okkur heldur en hitt.“ Giggið á gamlárskvöld verður á 800 Bar á Selfossi en fram að því spilar sveitin víðs vegar um landið, oftast nær tvisvar í viku. Vítamín er með átta ný lög í vinnslu og eru einhver þeirra væntanleg í spilun á næstunni. „Við fengum Jóhann G. Jóhannsson til að semja fyrir okkur. Það er gott að hafa svoleiðis menn með sér,“ segir Jón Rósmann. Athygli hefur vakið að Vítamín mætir á öll böll á hvítri, forláta Cadillac-bifreið, af árgerð ´75. „Hún vekur alltaf athygli og er ekki keyrð nema 38 þúsund mílur. Það var lítið búið að aka honum erlendis þegar hann kom hingað,“ segir hann. - fb Vítamín bókuð út árið Á CADILLAC Strákarnir í Vítamín, þeir Sissi, Gústi, Jón Rós- mann, Nonni og Jón Þór, mæta á sveitaböllin á glæsilegum hvítum Cadillac.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.