Fréttablaðið - 02.05.2008, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 02.05.2008, Blaðsíða 25
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA HELGIN VINNUVÉLAR O.FL. Áslaug Traustadóttir snyrtifræðingur kann sitt fag þegar kemur að eldamennsku. Uppáhaldsréttur Áslaugar er ofnbakaður fiskur en henni þykir fiskur afskaplega góður og er hann á borðum minnst tvisvar í viku á heimili hennar. Ekki er verra að maður Áslaugar er sjómaður og því alltaf nóg til af fiski á heimili þeirra. „Mér þykir skemmti- legt að elda fjölbreytta rétti úr fiski. Oftast reyni ég að nota þorsk, enda í miklu uppáhaldi en ýsan klikkar líka sjaldan,“ segir Áslaug. Ofnréttur Áslaugar er alls ekki flókinn að gerð og í raun sáraeinfaldur. Í ofnréttinn notar Áslaug fimm hundruð grömm af þorski, eitt stykki rauðlauk, eina eða hálfa krukku af fetaosti, ferska sveppi, brokkólí, hvítlauks-smurost, niðursoðin hvítlauksrif, rifinn ost, einn tómat, einn poka af hrísgrjónum og tvo desi- lítra af mjólk. Hrísgrjónin eru soðin og látin þekja botninn á eld- fasta mótinu. Þorskurinn er saltaður og skorinn í bita sem eru lagðir ofan á hrísgrjónin. Rauðlaukur- inn er skorinn niður ásamt brokkólíinu, sveppunum og hvítlauksrifjunum. Öllu þessu er komið fyrir ofan á fiskinum og vel dreift úr því. Smurostinn á að setja í pott ásamt mjólkinni og hann látinn þynnast út svo úr verði sósa. Sósunni er svo hellt yfir allt það sem er þegar er komið ofan í eldfasta mótið og skal passa að dreifa henni vel. Svo er rifna ostinum stráð yfir allt saman og tómaturinn skorinn í þunnar sneiðar og þær lagðar ofan á ostinn. Eldfasta mótið er sett inn í ofn á tvö hundruð gráð- um og látið vera þar í tuttugu og fimm mínútur. Með ofnbakaða fiskinum ber Áslaug oftast fram hvít- lauksbrauð og ferskt salat. mikael@frettabladid.is Fiskur minnst tvisvar í viku Ofnbakaður fiskur er í uppáhaldi hjá Áslaugu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ALLT Á GRILLIÐ Í Galleríi Kjöti og fiski er hægt að panta alls kon- ar framandi grillkjöt eins og strútsbringur og hjartakjöt. MATUR 2 EYFIRSKUR SAFNADAGUR Í sautján söfnum og sýningum í Eyjafirði verður fólki boðið heim á morgun og víða verður skemmtileg dagskrá. HELGIN 3 Veitingahúsið Perlan - Sími 562 0200 - Fax 562 0207 Netfang perlan@perlan.is - Heimasíða www.perlan.is H rin gb ro t 6.290 kr. 4ra rétta tilboð og nýr A la Carte · Léttreiktur lax með granateplum og wasabi sósu · · Tom Yum súpa með grilluðum tígrisrækjum · · Kryddlegin dádýralund með seljurótarsósu · · Banana- og súkkulaðifrauð með vanillusósu · Gjafabréf PerlunnarGóð tækifærisgjöf! Hægt er að panta 4ra rétta seðilinn með sérvöldu víni með hverjum rétti: 9.680 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.