Fréttablaðið - 02.05.2008, Side 58

Fréttablaðið - 02.05.2008, Side 58
34 2. maí 2008 FÖSTUDAGUR tonlist@frettabladid.is TÓNNINN GEFINN Trausti Júlíusson Tónlistarfíklar eins og ég hafa ekki síður gaman af því að grafa upp gömul óþekkt snilldarverk heldur en að taka púlsinn á því nýjasta. Síðustu ár hafa verið starfandi margar plötuútgáf- ur sem hafa sérhæft sig í því að skoða í skúmaskot poppsögunnar. Útgáfa á gamalli amerískri soul og fönk-tónlist hefur verið öflug og eins hafa menn verið duglegir að gramsa í gömlum reggí-upptökum og gefa út. Það hefur verið kafað djúpt í kjallarana hjá útgáfum eins og Motown, Stax, Hi, Atlantic, Chess, Studio 1 og Trojan og menn reyndar löngu farnir að rannsaka minni útgáfur. Eccentric Soul-útgáfuröðin tekur til dæmis aðeins fyrir litlar útgáfur sem náðu ekki vinsældum hjá almenningi. Flott sería. Undanfarin ár hefur svo verið mjög mikið grafið upp af afrískri 70’s tónlist, fönki og afró-bíti. Þekktasti fulltrúi þeirrar tónlistar er að sjálfsögðu Fela Kuti, en eins og kemur alltaf betur og betur í ljós þá voru ótal tónlistarmenn víða í Afríku að fást við sambland af fönki, djassi og afrískum töktum á áttunda áratugnum og margir þeirra að gera frábæra hluti. Senan var sennilega sterkust í Lagos í Nígeríu og eru til margar flottar safnplötur með tónlist þaðan, meðal annars frá Soundway-útgáfunni. Önnur sterk sena var í Eþíópíu, en Ethiopiques- serían gerir henni skil. Hún telur þegar á þriðja tug platna og tvöföld safnplata, The Very Best of Ethiopiques, er nýkomin út. En fönkið virðist hafa blómstrað víðar í álfunni. Ghana Soundz-plöturnar eru hrein snilld og nýlega kom út safnplatan African Scream Contest sem geymir 70’s tónlist frá Benín og Tógó. Það er Analog Africa-útgáfan sem gefur út, en hún heldur úti bloggi með tóndæmum á analogafrica. blogspot.com. Og það er hægt að mæla sérstaklega með nýlegum tvöföldum diskum með Tony Allen og Orlando Julius frá Vampisoul. Það sem einkennir þessa afrísku fönktónlist er hvað hún er hrá og oft óhefluð, en á sama tíma ofboðslega grúví. Algerlega ómótstæðileg blanda... Skoðað í skúmaskotin AFRÍSKT FÖNK Ghana Soundz-serían geymir hrátt afrískt 70’s-fönk. > Plata vikunnar MGMT - Oracular Spectacular ★★★★ „MGMT er eitt af heitustu nöfnun- um í tónlistarheiminum í dag. Þó að Oracular Spectacular sé svolítið óreiðukennd þá eru á henni mörg flott lög og góðar hugmyndir.“ TJ > Í SPILARANUM Yohanna - Butterflies and Elvis Portishead - Third The Dandy Warhols - Earth to the Dandy Warhols Neil Diamond - Home Before Dark Islands - Arm‘s Way YOHANNA ISLANDS Poppdrottning heimsins til tveggja ára- tuga, sjálf Madonna, hefur sent frá sér nýja plötu. Steinþór Helgi Arnsteinsson at- hugar hvernig í ósköpunum Madonna nær alltaf að halda sér svona ferskri. Allt frá útkomu smella á borð við Holiday og Like a Virgin hefur Madonna Louise Veronica Ciccone Ritchie deilt og drottnað yfir poppheiminum með drottningar- sprotann að vopni. Fyrsta plata Madonnu kom út árið 1983 og nú 25 árum seinna, ég endurtek, 25 árum seinna, er komið að hennar elleftu breiðskífu. Ferill Madonnu gekk reyndar í gegnum endurnýjun lífdaga árið 1998 þegar hún sendi frá sér Ray of Light í samvinnu við William Orbit. Síðan þá hefur Madonna (og auðvitað allt starfslið hennar) verið ótrúlega nösk við að finna sér upptökustjóra og tónlistarmenn til samstarfs sem hafa síðan skilað henni hverri popp- snilldinni á fætur annarri. Enn að toppa sig Síðasta plata Madonnu hét Confessions on a Dance Floor og sagði titill plötunnar allt sem segja þurfti. Platan innihélt ekki eina einustu ballöðu og Madonna ríkti yfir skemmtistaðagólfunum um allan heim árin 2005 og 2006. Madonna leitaði í smiðju diskó-goðsagna á borð við ABBA og Giorgio Moroder, og í samvinnu við Stuart Price var árangurinn vægast sagt góður. Platan hefur selst í hátt í tíu milljónum eintaka auk þess sem tón- leikaferðin í kjölfarið var hennar tekjuhæsta frá upp- hafi. Milljarða samningur Madonna þykir ekki eingöngu sniðug í tónlistarsköpun sinni því allt viðskiptaumhverfið í kringum listamann- inn hefur verið öðrum til eftirbreytni. Í lok síðasta árs ákvað Madonna til dæmis að hætta hjá Warner-plötu- risanum og gerði beinan samning við tónleikaskipu- leggjandann Live Nation. Samningurinn felur í sér plötuútgáfu, tónleikaferðir, söluvarning og kynningu og færir Madonnu litlar 120 milljónir dollara. Hún ætti að geta ættleitt nokkur börn fyrir þá upphæð. Föngulegt teymi Nýja platan, Hard Candy, er hins vegar síðasta hljóð- versplatan sem Warner gefur út. Eins og áður fær Madonna með sér góða gesti. Timbaland, The Neptunes, Justin Timberlake, Danja og Kanye West leggja allir sitt af mörkum á plötunni og tryggja þannig áfram- haldandi veru Madonnu í drottningarhásætinu. Platan hefur fengið fínar viðtökur hjá fjölmiðlum en mörgum finnst þó Madonna feta fullmikið í fótspor Britney Spears, Nelly Furtado og Gwen Stefani. Er poppdrottningunni kannski farið að förlast? Nei, vin- sældir fyrsta smáskífulagsins, 4 Minutes, afsanna slíkt. Madonna að stela? Hard Candy er mun meiri hip-hop plata en Dansgólfs- játningarnar. Platan er reyndar ekki nærri því eins djörf og það sem áður hefur heyrst frá Madonnu. „Hip- hop útgáfan af Holiday,“ sagði Timbaland um nýju plötuna. Aðrir vilja meina að Madonna sé að herma eftir Italó- diskó sveitinni Class Candy (sjá t.d. p-beikon.blogspot. com). Lagið Candy Castle með Class Candy (sem kom út í fyrra á plötunni B/E/A/T/B/O/X) er einmitt skugga- lega líkt 4 Minutes. En poppdrottningin er og verður Madonna og henni verður ekki skákað um sinn. Drottningin heldur krúnunni Hljómsveitin Radiohead ætlar ekki að leyfa aðdáendum sínum að ráða hvort þeir borgi fyrir plötur sínar í framtíðinni, líkt og hún gerði með síðustu plötu sína In Rainbows á netinu. „Við vorum í þannig aðstöðu að allir voru að spyrja okkur hvað við ætluðum að gera,“ sagði söngvar- inn Thom Yorke og bætti því við að um einangrað tilvik hefði verið að ræða. „Ég held líka að þetta myndi hvort sem er ekki hafa sömu áhrif ef við myndum ákveða að gefa eitthvað aftur.“ Ekki aftur ókeypis THOM YORKE Hljómsveitin Radiohead ætlar ekki leyfa aðdáendum að ráða því aftur hvort þeir borgi fyrir næstu plötur hljómsveitarinnar. Hljómsveitin Amiina átti fyrir skömmu lag dagsins, Rugla, á bandarísku útvarpsstöðinni National Public Radio. Yfir 26 milljónir Bandaríkjamanna hlusta á útvarpsstöðvar sem tilheyra NPR í viku hverri og því um frábæra kynningu að ræða fyrir Amiinu. „Það er sígild tilfinninga- næmni í lögum Amiinu. Á sama tíma þróast þau áfram á lagskiptan hátt með nýjum hljómum og léttleika,“ segir í umfjöllun á heimasíðunni NPR.org. Amiina er um þessar mundir að undirbúa tónleika í Hafnarhúsinu á Listahátíð þar sem sveitin kemur fram ásamt raftónlist- armanninum Kippa Kaninus dagana 15. og 16. maí. Lag dagsins vestanhafs Málverk Eugéne Delacroix frá árinu 1830 sem nefnist Frelsið leiðir fólkið prýðir umslag væntanlegrar plötu hljómsveitar- innar Coldplay. Málverkið var gert til að minnast júlíbyltingarinnar í Frakklandi 1830 þegar Karli tíunda var steypt af stóli. Svo virðist sem þeir Coldplay-liðar hafi verið duglegir að sækja listasöfn að undan- förnu því titill plötunnar, Viva La Vida, er fenginn að láni úr málverki mexíkósku listakonunnar Fridu Kahlo frá árinu 1954. Violet Hill, fyrsta smáskífulagið af nýju plötunni, verður fáanlegt með ókeypis niður hali næstu vikuna. Málverk á nýrri plötu VIVA LA VIDA Málverk Eguéne Delacroux frá árinu 1830 prýðir umslag nýjustu plötu Coldplay. ENN LANGFLOTTUST Madonna sendi í vikunni frá sér sína ell- eftu hljóðversskífu sem ber nafnið Hard Candy. Á plötunni fær hip-hop meira vægi en það sem áður hefur heyrst frá Mad- onnu, enda voru menn á borð við Timbaland og The Neptunes með puttana á tökkunum við upptökur plötunnar. Bruce Springsteen Innifalið: Flug með sköttum og öðrum greiðslum, gisting á 4* hóteli og miði á tónleikana. 64.900 kr. Verð á mann í tvíbýli 30. maí –1. júní Emirates Stadium í London F í t o n / S Í A Nánar á expressferdir.is eða í síma 5 900 100

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.