Fréttablaðið - 02.05.2008, Side 34

Fréttablaðið - 02.05.2008, Side 34
Á dögunum leit ný lína dagsins ljós hjá íslenska fatafyrirtækinu Nikita. Rúnar Ómarsson, eigandi fyrirtækis- ins, segir að línan hafi orðið til vegna sköpunargleði fatahönnuðanna sem starfa hjá Nikita. „Nikita Selekzion-línan varð til úr sniðum og flíkum sem hönnuðir Nikita voru að leika sér með, stundum á föstu- degi þegar verið var að fara út að djamma eða dressa sig upp af einhverju tilefni og þörfin fyrir eitthvað alveg nýtt spratt upp. Þetta gerist iðulega hjá fatahönnuðum rétt áður en þeir eiga að mæta í partí! Þessi þörf gerir líka vart við sig hjá stelpunum sem kaupa reglulega föt úr Nikita Street- wear-línunni og því eðlilegt að bjóða þeim að eignast þessar flíkur fyrir sínar bestu stundir. Ástæðan fyrir að við höfum sér- nafn á línunni er til að undirstrika að hún er sér-konsept í sjálfu sér, sérvaldir stílar til að nota við sérstök tækifæri, fáanleg í tak- mörkuðu magni í sérvöldum búðum,“ segir Rúnar. Í Selekzion-línunni er meira partí og meira djamm en tíðkast hjá Nikita og línan er full af ófyrirsjáanlegum sniðum, sem eru jafnvel óhentug á herðatré en líta þeim mun betur út á fólki. „Það er mikið er um „tone on tone“ (litur á lit) prent, til dæmis svört grafík á svörtu efni, og önnur smá atriði sem poppa upp við réttar aðstæður. Við notum mikið svarta og gráa tóna í grunninn í bland við mjög bjarta liti og „metal print“ til dæmis svört flík með svörtu prenti, silfruð- um „detailum“ og skærlitar leggings með. Línan er hönnuð til að líta vel út á kvöld- in og fram á morgun en fer ekki vel saman með múslí og kaffi á morgnana nema þú sért þá komin með rétta varalitinn og auð- vitað í réttu skónum,“ segir hann. martamaria@365.is Selekzion er ný partílína frá Nikita Glamúrföt sem fara illa á herðatré 6 • FÖSTUDAGUR 2. MAÍ 2008

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.