Fréttablaðið - 02.05.2008, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 02.05.2008, Blaðsíða 66
42 2. maí 2008 FÖSTUDAGUR Úrslital. Lengjubikars karla Fram-Valur 1-4 0-1 Dennis Bo Mortesen (4.), 0-2 Dennis Bo Mortensen (29.), 1-2 Hjálmar Þórarinsson (33.), 1-3 Atli Sveinn Þórarinsson (49.), 1-4 Pálmi Rafn Pálmason (90.+1.). Undanúrslit UEFA-bikarsins Zenit-Bayern München 4-0 Pogrebnjak 2 (4., 73.), Zyrianov(39.), Fajzulin(54.) Fiorentina-Rangers (2-4) 0-0 Rangers vann 2-4 í vítaspyrnukeppni. ÚRSLIT FÓTBOLTI Eftir tímabil vonbrigða hjá spænska stórliðinu Barce- lona bendir allt til þess að miklar breytingar verði gerðar á leik- mannahópi félagsins í sumar. Tap Barcelona gegn Manchest- er United á dögunum í undan- úrslitum Meistaradeildar Evrópu þýddi að tímabilið í ár er annað tímabilið í röð þar sem félagið situr eftir án titla og Txiki Beguiristáin, yfirmaður íþróttamála hjá Barcelona, viðurkenndi í viðtali við sjónvarpsstöðina Barca TV að breytinga væri þörf. „Nú er tíminn til þess að skilgreina vandann og taka á honum. Það eru mikil von- brigði að vinna ekki titla með þeim leikamannahópi sem við höfum yfir að ráða, en það hefur sýnt sig að það er ekki nóg að hafa bara stór nöfn á blaði, leikmenn verða að sýna hvað þeir geta inni á vellinum. Sökin er leik- mannanna, þjálfaranna og tækniliðsins,“ sagði Beguiristáin. Spænskir fjölmiðlar hafa full- yrt að dagar knattspyrnustjór- ans Franks Rijkaard séu senn taldir hjá Barcelona og eru José Mourinho og Josep Guardiola helst nefndir sem líklegir eftir- menn hans í starfi. Hvort sem skipt verður um mann í brúnni eða ekki verður líklega hrist rækilega upp í leikmanna- hópnum. Spænska blaðið AS hefur tekið saman tíu manna lista yfir þá leik- menn sem eru líkleg- astir til þess að lenda í útsölunni á Nývangi. Eiður Smári Guð- johnsen er einn þeirra leikmanna en hinir eru Ronald- inho, Thierry Henry, Gianluca Zambrotta, Lilian Thuram, Deco, Sylvinho, Rafael Marquez, Edmilson og Santiago Ezquerro. - óþ Spænska blaðið AS spáir breytingum hjá Barca: Útsala á Nývangi Á FÖRUM? Eiður Smári er talinn líklegur til að verða seldur í sumar. NORDIC PHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Zenit frá Pétursborg og Rangers komust í úrslitaleik UEFA-bikarsins í gærkvöld en Bayern München og Fiorentina sátu eftir með sárt ennið. Það kom mörgum á óvart þegar Zenit frá Péturs- borg náði 1-1 jafntefli gegn Bayern München á Ólympíuleikvanginum í München í fyrri leik liðanna í undanúrslitum UEFA-bikarsins en Rúss- arnir sýndu svo um munaði í gærkvöld hvers þeir eru megnugir. Heimamenn í Zenit tóku forystu strax á 4. mínútu þegar Pavel Pog- rebnjak skoraði beint úr aukaspyrnu af 25 metra færi án þess að Oliver Kahn kæmi nokkrum vörnum við í markinu. Gestirnir í Bayern voru meira með boltann og náðu að skapa sér nokkur góð mark- tækifæri sem fóru forgörðum. Zenit-menn, sem vörðust skynsamlega og beittu eitr- uðum skyndisóknum, bættu við öðru marki í lok fyrri hálfleiks og þar var Konstan- tin Zyrianov á ferðinni. Leikurinn var svipaður í síðari hálfleik þar sem Bæjar- ar fóru illa að ráði sínu en Zenit nýtti sín færi. Á 53. mínútu skoraði Victor Fajzulin þriðja mark Rússanna og á 73. mínútu fullkomnaði Pogrebnjak svo nið- urlægingu Bayern með sínu öðru marki í leiknum og lokatölur á Petrovsky-leikvangin- um því 4-0. Frábær árangur hjá leikmönnum Zenit frá Pétursborg sem eru komnir í úrslit UEFA-bikars- ins í fyrsta skipti í sögu félagsins. Rangers og Fiorentina skildu jöfn, 0-0, í fyrri undan- úrslitaleik liðanna á Ibrox-leikvanginum í Glasgow og það sama var uppi á teningnum í Flórens í gær- kvöld og leikurinn því framlengdur. Hvorugu liðinu tókst heldur að skora í framlengingunni og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni. Í vítaspyrnukeppninni höfðu Skotarnir í Rangers betur 2-4. Það byrjaði þó ekki gæfulega fyrir þá því fyrirliðinn Barry Ferguson brenndi af fyrsta vítinu en Fabio Liverani og Christian Vieri brást bogalistin fyrir Fiorentina og því fór sem fór. Rangers mætir því Zenit frá Pétursborg í úrslitaleiknum sem fram fer í Manchester á Englandi hinn 14. maí næstkomandi. Zenit frá Pétursborg og Rangers komust í úrslit UEFA-bikarsins í gærkvöld: Bayern niðurlægt í Rússlandi VONBRIGÐI Ítalski framherjinn Luca Toni hjá Bayern München trúir ekki að hann hafi ekki náð að skora á Petrovsky-leikvangin- um í gærkvöld. NORDIC PHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Íslandsmeistarar Vals sýndu styrk sinn þegar þeir sigr- uðu Fram, 4-1, í úrslitum Lengju- bikarsins í Kórnum í Kópavogi í gærkvöld. Valsmenn léku oft á tíðum flott- an fótbolta þar sem allir leikmenn voru viljugir að fá boltann og fljótir að finna samherja. Það var einmitt flottur samleikur Vals sem skóp fyrsta markið strax á fjórðu mínútu. Guðmundur Benedikts- son og Dennis Bo Mortensen gal- opnuðu vörn Fram með einföldum þríhyrningi. Guðmundur sendi boltann inn fyrir vörn Fram á glæsilegan hátt þar sem Morten- sen kom askvaðandi og vippaði boltanum yfir Hannes Þór Hall- dórsson í marki Fram. Mortensen bætti öðru marki við á 29. mínútu en Hjálmar Þórarins- son minnkaði muninn fyrir Fram úr vítaspyrnu aðeins fjórum mín- útum síðar í einni af fáum sóknum Fram í leiknum. Aðeins voru liðnar fimm mínút- ur af síðari hálfleik þegar þriðja mark Vals leit dagsins ljós. Það skoraði Atli Þórarinsson af stuttu færi með skalla eftir hornspyrnu Guðmundar Benediktssonar. Yfirburðir Vals voru miklir og þegar mínúta var komin fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Pálmi Rafn Pálmason frábært mark af 25 metra færi. Pálmi sá að Hannes var mjög framarlega í marki Fram og sendi boltann hnitmiðað yfir markvörðinn og gulltryggði öruggan sigur Íslandsmeistar- anna. Willum sáttur með sína menn Willum Þór Þórsson, þjálfari Vals, taldi sigurinn óþarflega stórann miðað við gang leiksins. „Mér fannst tölurnar fullstórar miðað við leikinn. Framarar eru með fínasta lið og auðvitað væru þeir ekki í þessum úrslitaleik nema af því að þeir eru að gera eitthvað rétt. Þeir eru erfiðir and- stæðingar. Þetta var alltaf leikur og aldrei neitt í hendi. Þeir létu hafa fyrir sér og þó að við næðum marki snemma og 2-0 stöðu gáfust þeir aldrei upp.“ Það verður erfitt fyrir hvaða lið sem er að hirða Íslandsmeistara- titilinn af Val í sumar. Liðið lítur mjög vel út í upphafi tímabils og er til alls líklegt. „Ég held að staðan á liðinu sé góð. Við erum með hörkuhóp. Það ber lítið á milli liða og ef við komum einbeittir og ákveðnir í hvern einasta leik kvíði ég engu. Það er kominn ákveðinn stöðug- leiki í liðið. Það eru litlar manna- breytingar á milli ára og menn þekkja hver annan orðið mjög vel. Við erum búnir að spila svipað skipulag og vera með svipaðar áherslur núna á fjórða árið og maður sér alltaf að áferðin á liðinu verður öruggari með hverju árinu,“ sagði Willum að lokinni verðlaunaafhendingu. Óðinn Árnason, miðvörður Fram, var alls ekki sáttur við leik síns liðs. „Við komum ekki nógu klárir í þennan leik. Við vorum fimm á hælunum þegar þeir skora mjög snemma leiks. Við vorum í vand- ræðum allan fyrri hálfleik. Við ætluðum að koma inn og gera betur en mér fannst seinni hálf- leikur ekkert betri. Við vorum ekki nógu einbeittir í dag.“ Þrátt fyrir slakan leik er Óðinn bjartsýnn á sumarið. „Sumarið lítur vel út. Við höfum staðið okkur vel í tíu leikjum í röð þangað til í þessum leik. Við erum miklu meiri liðsheild og miklu meira lið en í fyrra. Ég er bjart- sýnn. Ég held að þetta verði skemmtilegt sumar. Toddi (Þor- valdur Örlygsson) er að gera skemmtilega hluti. Það er meiri barátta og meiri vilji í liðinu,“ sagði Óðinn rétt eftir að hafa tekið við silfurpeningnum í leikslok. - gmi Valur Lengjubikarmeistari Valur sigraði Fram í slag Reykjavíkurliða í úrslitaleik Lengjubikars karla í Kórn- um í gær. Íslandsmeistarnir líta vel út viku fyrir fyrsta leik í Landsbankadeild. SIGURREIFUR Sigurbjörn Hreiðarsson, fyrirliði Vals, lyftir hér sigurlaununum hátt á loft í Kórnum í gærkvöld eftir góðan 1-4 sigur gegn Fram í úrslitaleiknum. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.