Fréttablaðið - 02.05.2008, Page 38

Fréttablaðið - 02.05.2008, Page 38
10 • FÖSTUDAGUR 2. MAÍ 2008 ...nema draga fram hör- buxurnar og reyna að vera svolítið sumar- leg/ur í anda. Þótt það komi nokkrar skúrir af og til, hvaða máli skiptir það? Það er hugarfarið sem skiptir öllu máli. ...nema að byrja að spara. Grædd- ur er geymdur eyrir. Mundu bara að telja klinkið sjálfur áður en þú leggur það inn í banka svo bankinn hirði ekki af þér 900 krón- ur í þóknun fyrir að telja. ...nema að fara í al- vörunni að hugsa hvað þú lætur ofan í þig. Trans- mettaðar fitusýrur, ótæpileg áfengisdrykkja og sígarettureykingar drepa miklu fleiri en þig grunar. ...nema að læra að dansa salsa. Það er ekki bara kynþokkafyllsti dans í heimi heldur hleypir hann lífi í skrokk- inn og þú brennir örugglega trilljón sinnum meiri kaloríum heldur en ef þú værir í ræktinni, bara af því það er svo mikið stuð. ...nema að ákveða hvaða þema þú ætlar að hafa í garðinum í sumar. Er það Hawaiistemning sem þú ert að sækjast eftir eða viltu hafa garð- inn þinn eins og klipptan út úr Elle Decoration? þú kemst ekki í gegnum vikuna … Nýjasta æðið hjá eldri skvísum og gæjum (yfir 25 ára) eru hvítir flat- botna strigaskór frá Spring Court. Skórnir eru með þykkum sóla og sér- lega lögulegir. Fyrstu Spring Court-skórnir voru framleiddir árið 1936 fyrir tennisiðkendur. Skórnir slógu strax í gegn og ekki bara hjá tennisleikurum heldur líka hjá venjulegum borgurum. Það merki- lega við skóna er að John Lennon klæddist Spring Court á plötuum- slaginu Abbey Road og þykja þeir ennþá jafn smart og þeir þóttu þá. Skór Lennons voru hvítir en í dag eru skórnir framleiddir í ýmsum litum og margbreytilegum útfærslum. Spring Court fást í versluninni Evu, Gallerihúsinu á Laugavegi. Spring Court fást í Evu á Laugavegi. MYND/PJETUR Stjörnustrigaskór Skór eins og John Lennon John Lennon og Yoko Ono. Hér klæð- ist Lennon Spring Court strigaskóm sem eru núna einir heitustu strigaskórnir í dag. eftir Hallgrím Helgason tónlist eftir Þorvald Bjarna Þorvaldsson og fleiri Leikstjóri: Gunnar Helgason forsýning þri. 30/4 uppselt frumsýning fim. 1/5 uppselt sýn. fös. 2/5 uppselt sýn. mið. 7/5 örfá sæti laus sýn. fim. 8/5 sýn. fim. 15/5 sýn. fös. 16/5 sýn. lau. 17/5 Miðasala í síma 551 1200 og á leikhusid.is örfá sæti laus örfá sæti laus örfá sæti laus örfá sæti laus

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.