Fréttablaðið - 02.05.2008, Side 18

Fréttablaðið - 02.05.2008, Side 18
18 2. maí 2008 FÖSTUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björgvin Guðmundsson og Björn Ingi Hrafnsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 SPOTTIÐ Dr. Bjarni Benediktsson, sem hefði orðið hundrað ára 30. apríl 2008, var einn merkasti stjórnmálamaður Íslendinga á tuttugustu öld. Hann var lagapróf- essor, áður en hann hóf stjórnmála- þátttöku, og setti fram sterk, lagaleg rök fyrir sambandsslitunum við Dani 1944, sem voru okkur nauðsynleg í óvissu og umróti stríðsins. Þá þegar studdist Ólafur Thors, lengst allra leiðtogi sjálf- stæðismanna, mjög við ráð hans. Bjarni var borgarstjóri í Reykjavík 1940-1947, þegar erlendir hermenn dvöldust hér tugþúsundum saman og geipilegur húsnæðisskortur var í bænum. Réð hann fram úr mörgum erfiðum verkefnum af röggsemi og átti drjúgan þátt í viðgangi hitaveitu Reykjavíkur, þótt Winston Churchill þakkaði sér hugmyndina að henni í æviminningum sínum, og hafa raunar fleiri síðan viljað þá Lilju kveðið hafa. Eitt vandasamasta verkefni Bjarna Benediktssonar var, þegar hann gerðist utanríkisráðherra 1947: Áttu Íslendingar að halda fast við ævarandi hlutleysi landsins, sem lýst hafði verið yfir eftir fullveldið 1918? Eða ganga til liðs við aðrar frjálsar þjóðir? Bjarni hafði í upphafi hikað við að svara. En honum var ljóst, að Íslendingar höfðu í raun horfið frá hlutleysisstefnunni með samstarf- inu við breska hernámsliðið, en það var síðan staðfest opinberlega með herverndarsamningnum við Bandaríkjamenn 1941. Þjóðinni var þetta hins vegar ekki eins ljóst eins og Bjarna, og síðan voru kommúnistar beinlínis andvígir frekari tengslum við Vesturveldin. Þeir spurðu með Jóhannesi úr Kötlum: Sovét-Ísland, óskalandið, hvenær kemur þú? Á meðan Bjarni Benediktsson var utanríkisráðherra, 1947-1953, skýrði hann út í ræðu og riti hvernig utanríkissstefna Íslendinga hlyti að markast af legu landsins, aðstæðum í alþjóðamálum, vonum um viðskipti og lýðræðishugsjón- um. Gerðist Bjarni einna fróðastur Íslendinga um alþjóðamál. Þessi árin töldu kommúnistar Bjarna hættulegasta andstæðing sinn og beindu spjótum óspart að honum. En hann stóð allt af sér, enda hafði hann óskorað traust flokkssystkina sinna og mikið fylgi með þjóðinni. Hámarki náðu deilur um utanríkis- mál þegar kommúnistar og meðreiðarsveinar þeirra gerðu árás á Alþingishúsið 30. mars 1949 til að koma í veg fyrir að Alþingi samþykkti aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu. Var þeirri árás hrundið af lögreglunni og varaliði, sem trúnaðarmenn Bjarna höfðu skipulagt. Bjarni var um skeið menntamála- ráðherra, síðan ritstjóri Morgun- blaðsins í nokkur ár, dómsmálaráð- herra í viðreisnarstjórn Ólafs Thors og forsætisráðherra frá 1963 til 1970, þegar hann féll sviplega frá. Hann hafði mjög beitt sér fyrir því um 1950, að hér yrði dregið úr þrálátum höftum og skömmtunar- stjórn, en vegna erfiðra aðstæðna tókst það ekki sem skyldi. Tíðar- andinn var öndverður atvinnufrelsi eins og því, sem þeir Ólafur Thors og Bjarni aðhylltust, og sterk verkalýðshreyfing undir stjórn kommúnista torveldaði aðlögunar- hæfni hagkerfisins. Í forsætisráð- herratíð sinni stjórnaði Bjarni af festu og skörungsskap. Stjórnmála- skoðunum hans má best lýsa með því, að hann hafi verið frjálslyndur íhaldsmaður. Frjálslyndi hans kom fram í þeim umbótum, sem hann beitti sér fyrir í efnahagsmálum, en íhaldssemi hans í gætni og raunsæi, þjóðrækni, sögulegum áhuga og ræktarsemi við íslenska tungu. Bjarni fylgdist vel með alþjóðamálum, og sagði að virðing smáþjóða væri jafnan í öfugu hlutfalli við mælgi þeirra á alþjóðavettvangi. Sjálfur var hann forystumaður lítillar þjóðar, sem brást ekki, þegar á reyndi. Hans verður lengi minnst að góðu. Leiðtogi sem ekki brást HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON Í DAG | Bjarni Benediktsson S tóra spurningin sem einstaklingar og fyrirtæki standa frammi fyrir lýtur að því hvort verðbólgan, sem nú er staðreynd, er á förum eða hvort hún er komin til að vera. Við því er ekkert einfalt svar. Það fer eins og oft áður bæði eftir viðbrögðum ríkistjórnarinnar og þeim ákvörðunum sem teknar eru á markaðnum. Skiljanlegt er að kallað sé eftir aðgerðum stjórnvalda. En framhjá því verður ekki litið að hlutverk þeirra í opnu hagkerfi er annað en áður. Í því samhengi má velta upp þeirri spurningu hvaða ákvarðanir eru líklegar til að hafa annars vegar verst áhrif á hag heimila og fyrir tækja og hins vegar best þegar til lengri er tíma er litið. Hvað gætu menn gert verst? Tvennt má nefna helst. Trúlega gæti ríkisstjórnin ekki gert verri mistök en þau að kaupa tillögur formanns Framsóknarflokksins um að veikja stöðu ríkissjóðs um tugi milljarða króna með skattalækkunum. Það myndi auka skulda- söfnun og væri í raun ákvörðun um að bjóða verðbólguna velkomna til framtíðar. Athyglisvert er að VG hefur sýnt mun ábyrgari afstöðu varðandi ríkisfjármálin og er sennilega að njóta þess í skoðanakönnunum. Þrýstingur á nýjar vondar ákvarðanir af þessu tagi sýnist því ekki vera mikill. Þó að staða ríkissjóðs hafi verið sterk er sannleikurinn sá að tekjuöflun hans miðað við útgjaldastig er of veik þegar horft er til næsta árs. Gengisfall krónunnar orsakast mest af því að lífskjörin voru í heild komin fram úr verðmætasköpuninni. Það á sér ýmsar skýr- ingar. Engin þeirra breytir hins vegar því að það versta sem vinnu- markaðurinn gerði í þessari stöðu væri að hleypa af stað nýjum víxlhækkunum kaupgjalds og verðlags. Með slíkum ákvörðunum væri verðbólgan ekki á förum heldur að koma til frambúðar. Tíma- bundin kaupmáttarskerðing er af tveimur vondum kostum betri en langvarandi verðbólguskeið. Hvað geta menn þá gert best? Það er einkum þrennt. Í fyrsta lagi getur ríkisstjórnin haft forystu um að greiða fyrir því að bankarnir geti með lánastarfsemi veitt nægjanlegu súrefni inn í atvinnulífið. Forsætisráðherra lagði línur þar um á ársfundi Seðlabankans. Breið pólitísk sátt virðist vera um ráðstafanir af því tagi. Eðli máls samkvæmt getur undirbúningur þeirra tekið marga mánuði en lík- legt er að þrengri tímarammi hafi í raun verið settur þar um. Ætla verður því að þau mál séu í eðlilegum farvegi. Í öðru lagi er mikilvægt að stjórnvöld greiði fyrir skynsamlegri frekari nýtingu orkulinda og nýrri orkufrekri iðn- og tæknistarf- semi sem á henni byggir til þess að auka verðmætasköpun. Ekkert bendir til annars en ríkisstjórnin fylgi slíkri línu þó að skilaboðin úr umhverfisráðuneytinu séu nokkuð misvísandi. Á þessu sviði hefur Framsóknarflokkurinn verið málsvari skynseminnar en VG er þar á móti á rangri hillu. Í þriðja lagi gæti einhvers konar samstarf ríkisstjórnar og vinnu- markaðarins í þeim tilgangi að koma í veg fyrir víxlhækkanir verð- lags og launa bætt stöðuna. Um þetta ætti ekki að vera pólitískur ágreiningur. Hér er fremur spurning um vilja og lag allra þeirra sem hlut eiga að máli. Verðbólgukúfurinn gæti að þessu virtu verið á förum á næstu vikum og mánuðum eins og forsætisráðherrann hefur látið í ljós vonir um. Hann gæti líka verið kominn til að vera. Það er þó ólík- legra. Eina raunhæfa leiðin til að styrkja krónuna og bæta efnahag- inn er að auka verðmætasköpunina. Er verðbólgan á förum eða komin til að vera? Verst og best ÞORSTEINN PÁLSSON SKRIFAR Rápherrar Steinunn Valdís Óskarsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur barist fyrir því að ný nöfn verði fundin á ráðherra sem henni þykir um of karllæg nafngift. Fréttamenn á vefmiðlinum vísi.is tóku Steinunni á orðinu og nefndu Ingibjörgu Sólrúnu rápherra í fréttaumfjöllun sinni þegar þingmönnum Vinstri grænna blöskr- uðu tíðar ferðir íslenskra ráðherra til útlanda. Þeir sem kunnugir eru lykla- borðum tölva átta sig á að P er við hlið Ð á íslenskum lykla- borðum svo þar kann skýringa að vera að leita. En í ljósi umfjöll- unarefnis fréttarinnar kann þessi meinta ásláttarvilla að verða til þess að Steinunni Valdísi verði að ósk sinni, að minnsta kosti að hálfu leyti því ráðherrar kunna hér eftir að verða kallaðir rápherrar ef þeir þurfa oft að bregða sér af landi brott. Gasalegt stuð Landsþingi Landssambands lög- reglumanna lauk í gær en á þing- inu var samþykkt ályktun þar sem þess er krafist að öllum lögreglumönnum verði útvegað Taser-vald- beitingartæki. Til nán- ari útskýringar er um að ræða rafstuðtæki en í ljósi nýlegra dæma af valdbeitingu lögreglunnar má spyrja sig hvort piparúðinn sé ekki nógu gott vopn. Íslenskir lögreglumenn verði því hér eftir með gas og stuð. Gas, gas, gas! Lögreglumenn sem hrópuðu gas á mótmælendur við Suðurlandsveg í síðustu viku hafa komið af stað nýrri tískubylgju þar sem menn eru vart með mönnum nema koma orðinu að á einhvern hátt. Bolir með áletruninni „gas“ seljast nú sem heitar lummur og fyrirtæki eitt auglýsir gasgrill með fyrirsögninni „gas“. Þá tók baráttufólk á fyrsta maí á Ingólfstorgi vel undir þegar piltarnir í Sprengju- höllinni tóku að hrópa „gas“ í miðju lagi. olav@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.