Fréttablaðið - 02.05.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 02.05.2008, Blaðsíða 4
4 2. maí 2008 FÖSTUDAGUR Umsóknarfrestur er til 30. maí Kynntu þér námið á www.hr.is H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 8 -0 6 0 8 SVEITARSTJÓRNIR Kópavogsbær styrkir hóp ungmenna úr trúfélag- inu Krossinum um samtals 100 þús- und krónur til að fara á kristilegar samkomur í Bandaríkjunum. Fram kemur í styrkumsókn Krossins að fara eigi í lok júní til Pennsylvaníu þar sem fram fari stærsta kristilega útihátíð Banda- ríkjanna. Þar slái hópurinn upp tjaldbúðum ásamt 100 þúsund öðrum gestum og njóti uppbyggi- legs og örvandi samfélags „milli þess sem við dillum okkur við dynj- andi tónlist flutta af mörgum af fremstu hljómlistamönnum hins kristilega geira“. Eftir hátíðina ætlar íslenski hópurinn að sæka unglingamót við Mexíkóflóa. Samtals á flug og móts- gjöld að kosta 1.350 þúsund krónur fyrir hinn fimmtán manna hóp. Annar bæjarráðsfulltrúa Sam- fylkingarinnar, Hafsteinn Karlsson, greiddi einn atkvæði gegn styrk- veitingunni. Hafsteinn er með sendi- nefnd bæjarins í vinabæjarheim- sókn í Kína, en Guðríður Arnardóttir, flokkssystir hans, segir Hafstein ekki vera mótfallinn styrkveiting- unni í sjálfu sér. Hann hafi aðeins viljað að hún færi til afgreiðslu hjá íþrótta- og tómstundaráði bæjarins. Sjálf greiddi Guðríður atkvæði með styrknum. „Ég hafði strax jákvæða tilfinningu fyrir þessari umsókn. Ferðin er vitanlega áfengis- laus og hefur örugglega gott for- varnargildi,“ segir Guðríður og útskýrir að margir sambærilegir hópar, til dæmis skátar, sæki um slíka styrki til bæjarins. - gar Ungmenni á kristilega útihátíð í Bandaríkjunum með styrk frá Kópavogsbæ: Krakkar úr Krossinum utan á útihátíð GUNNAR ÞORSTEINSSON Leiðtogi Kross- ins er Gunnar Þorsteinsson. Fimmtán manns úr söfnuðinum ætla í Bandaríkja- ferð í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg London París Frankfurt Friedrichshafen Berlín Alicante Mallorca Basel Eindhoven Las Palmas New York Orlando San Francisco HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 15° 15° 14° 15° 15° 16° 19° 18° 20° 18° 23° 23° 20° 19° 27° 14° 29° 17° Á MORGUN 8-15 m/s NV-til, annars mun hægari. SUNNUDAGUR 8-15 m/s NV-til og með suðurströndinni. 3 4 4 4 4 8 9 8 10 5 3 14 6 8 7 10 4 4 5 13 8 10 4 8 10 10 11 5 10 8 10 11 VINDSTRENGUR NORÐVESTAN TIL Í dag og um helg- ina verður áber- andi hvassast á Vestfjörðum, enda þótt hann geti verið hægur inni á einstaka fjörðum. Annars staðar á landinu verður vindur yfi rleitt mun hægari. Í dag má búast við nokkuð björtu veðri suð- vestanlands. Sigurður Þ. Ragnarsson Veður- fræðingur LÖGREGLUMÁL Engan sakaði þegar eldur kom upp í íbúð á þriðju hæð fjölbýlishúss við Bárugranda í Reykjavík í gær. Barst Slökkviliði höfuðborgar - svæðisins tilkynning laust fyrir klukkan sex síðdegis um að reykur og reykjarlykt væru á gangi fjöl býlishússins. Var þá fjöldi slökkviliðsmanna sendur á staðinn með tvo dælubíla, körfubíl og tvo sjúkrabíla. Enginn var í íbúðinni þegar eldurinn kom upp. Greið lega gekk að ráða niðurlög- um elds ins, en töluverðar skemmdir urðu í íbúðinni vegna reyks og hita. - ovd Reykur á gangi fjölbýlishúss: Eldur í íbúð við Bárugranda „Krafa mín er bætt kjör, lægri efnis- gjöld og hærri laun fyrir kennara,“ segir Bjarni Svanur Friðsteinsson, námsmaður við Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Einnig þætti honum gott ef nám í fram- haldsskólum væri ókeypis. Bjarna finnst mikilvægt að halda upp á fyrsta maí. „Mér finnst mjög mikilvægt að fólkið í landinu sýni hvað því finnst. Þetta er alveg möst.“ Ókeypis nám í framhaldsskóla „Bætt launakjör fyrir þá lægst launuðu er náttúrlega krafa númer eitt,“ segir Kristjana Hávarðardóttir, heilbrigðisritari hjá Miðstöð heilsu- verndar barna. Jafn- réttismál eru henni einnig hugleikin á fyrsta maí og nefnir hún þar sérstak- lega launamun kynjanna. Kristjana hefur nokkrar áhyggjur af stöðunni í þjóðfélaginu í dag. „Þetta lítur ekki vel út núna en maður er alltaf bjartsýnn og vonar að staðan verði betri.“ Vill bætt kjör lægst launaðra Hörð barátta fram undan „Ég býst við að við þurfum að vera hörð í baráttunni til að halda þessu sem við höfum,“ segir Kristján Meyvant Jónsson, rafvirki. Hann segir það vera kröfu dagsins „að halda þessum kjörum sem við höfum nú“. „Ég býst við að atvinnuleysi aukist, hjá okkur rafvirkjum alla vega.“ Telur Kristján það tengjast samdrætti í byggingaframkvæmdum. „Ég vona að þetta verði allt í lagi þetta árið en svo verður þetta erfiðara.“ VINNUMARKAÐUR Mikill fjöldi fólks tók þátt í kröfugöngum launafólks í gær, 1. maí, á baráttu degi verkalýðsins. Í Reykjavík fór Lúðrasveit verkalýðsins fyrir göngu frá Hlemmi, niður Lauga veg, Bankastræti og Austurstræti að Ingólfstorgi þar sem hefðbundin 1. maí dagskrá fór fram undir slagorðinu Verjum kjörin. Aukin misskipting í þjóðfélaginu var ræðumönnum hugleikin. Georg Páll Skúla- son, formaður Félags bókagerðarmanna, minnti á þjóðarsáttina sem gerð var fyrir tæpum tveimur áratugum og kall aði eftir slíkri aðferðafræði við að koma böndum á ástandið. Taldi Georg Páll fróðlegt að sjá áhrif af ástandi efnahagsmála á árangurstengd ofurlaun forstjóra. Minnti hann á að kjara- bótum og réttindum væri ekki troðið upp á fólk og því væri 1. maí mikilvægur baráttu- dagur, enda væri lykillinn að bættum kjörum fólginn í samstöðunni. Árni Stefán Jónsson, formaður SFR – stéttarfélags í almanna þjónustu – minntist baráttu fyrir uppbyggingu velferðarkerfis- ins. Sagði hann samfélagið byggt á samkennd og velferð borgaranna. Hann sagði nauðsynlegt að vera stanslaust á verði. Nú hefði þjóðinni verið sundrað, þar sem búið væri að telja henni trú um að við unandi væri að himinn og haf skildu almenn ing frá ofurlaunaaðlinum. Árni Stefán sagði það ekki óviðunandi að launataxtar gætu verið 120 þúsund krónur á mánuði á meðan ofurlaunaaðallinn væri með fimm milljónir á mánuði, og hlaut hann mikið lófaklapp fyrir. Árni Stefán sagði harða efna hags lendingu bitna á þjóðinni á meðan núverandi ríkis- stjórn kyi að gera ekkert, og slíkt græfi undan trú almennings á að stjórn völd réðu við ástandið. Hann varaði við hugmyndum um einka- væðingu Landspítala og sagði almenning aldrei samþykkja slíkar aðgerðir. „Þótt hér hafi verið dregin upp dökk mynd af ástand- inu þá vitum við að með sameiginlegu átaki getum við unnið okkur út úr því og haldið áfram á þeirri braut sem frum herjarnir mótuðu. Við getum þróað íslenska velferðar- kerfið enn frekar þannig að enginn þurfi að líða skort í þessu landi.“ Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, sagði í ræðu sinni í Vest mannaeyjum í gær að BSRB hefði lagt til skammtímasamninga við ríkið í ljósi þeirrar stöðu sem nú væri í efnahagslífinu, að hér ríktu óðaverðbólga og himinháir vextir. „Það þolir ekkert heimili eða veikburða atvinnurekstur okur vextina til frambúðar eða þá holskeflu verðhækkana á vöru og þjónustu sem nú ríður yfir,“ sagði Ögmundur, og kallaði þá sem stýra verðlagi til ábyrgðar. Þá spurði hann um ávinning af lækkun virðisaukaskatts á mat vælum. „Þá þurfum við að heyra hvenær stjórnvöld ætli að fram fylgja fyrirheitum um að bæta kjör umönnunarstétta og annarra hópa sem búa við óviðunandi kjör og aðstæður.“ olav@frettabladid.is Aukin misskipting á Íslandi Ástand efnahagsmála, verðbólga og háir vextir voru ræðumönnum hugleiknir á baráttudegi verkalýðsins sem haldinn var í gær. Kallað var eftir ábyrgð ríkisstjórnar sem annars gæti misst tiltrú almennings. SKILABOÐIN Í kröfugöngunni mátti sjá mörg mismunandi skilaboð göngumanna. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL KRÖFUGANGAN Fánaborg göngunnar var tignarleg að sjá þar sem göngumenn fóru um Austurstrætið. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL GENGIÐ 30.04.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 149,1537 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 74,38 74,74 146,23 146,95 115,49 116,13 15,474 15,564 14,470 14,556 12,332 12,404 0,7131 0,7173 120,64 121,36 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.