Fréttablaðið - 02.05.2008, Page 12
12 2. maí 2008 FÖSTUDAGUR
nær og fjær
„ORÐRÉTT“
Nokkrir nemendur úr Lög-
regluskóla ríkisins eru ný-
komnir úr keppnisferðalagi
frá Finnlandi. Aðalsteinn
Bernharðsson, yfirþjálfari
við skólann, er sáttur við
frammistöðu sinna manna,
sem meðal annars þurftu
að sýna færni sína með
skammbyssu.
Hin árlega þríþrautarkeppni nem-
enda lögregluskóla á Norður lönd-
um var háð í Tampere í Finnlandi
hinn 26. apríl síðast liðinn. „Við
lentum í fjórða sæti af fimm, sem
er vel ásættanlegt miðað við hverja
er við að eiga,“ segir Aðalsteinn.
„Þessir lögregluskólar eru jafnvel
með vel á annað þúsund nemendur
en við erum venjulega með 30 til 48
nemendur, sem er rétt eins og einn
bekkur í þessum stóru skólum sem
við vorum að etja kappi við.“
Átta keppendur komu frá hverri
þjóð; fimm karlmenn og þrjár
konur. Keppt var í hlaupi, sundi og
svo skotfimi með skammbyssu, og
þótt lögregla og lögreglunemendur
á hinum Norðurlöndunum séu van-
ari slíkum tólum en kollegar þeirra
hér á landi voru íslensku kepp-
end urnir engir eftirbátar þegar
kom að þessari íþróttagrein.
„Harpa Albertsdóttir náði 5. sæti í
þessari grein og Heiðar Ingi Heið-
arsson varð níundi af 25 keppend-
um, sem er afar góður árangur,“
segir þjálfarinn.
Að keppni lokinni var haldinn
mikill gleðskapur og fór vel á með
keppendum. „Þetta er ungt og
frískt fólk og því var kátt á hjalla.“
Aðspurður hvort einhver hefði
komist í kast við lögin í gleð skapn-
um segir hann: „Nei, við ættum nú
ekki annað eftir.“ Að svo mæltu
varð þjálfarinn að hverfa á braut
enda kominn með skeiðklukkuna á
loft þar sem nemendanna beið hin
mesta þolþraut.
jse@frettabladid.is
Tíu manna hópur Eyjamanna hyggst sigla umhverfis
landið í sumar á slöngubátum. Ferðin er til styrktar
Krafti, stuðningsfélags ungs fólks sem greinst hefur
með krabbamein og aðstandenda þeirra.
Lagt verður af stað frá Vestmannaeyjum þann 16.
júní næstkomandi og verður áhöfnin í Reykjavíkur-
höfn á þjóðhátíðardaginn. Ráðgert er að áhöfnin
komi svo aftur til heimahafnar hinn 4. júlí.
Bjartmar Sigurðsson, einn forsprakka hópsins,
segir að hugmyndin hafi kviknað þegar hann var,
ásamt Ölmu Eðvaldsdóttur og Friðriki Stefánssyni,
að ræða hvað þau vildu gera í sumarfríinu. „Ölmu
langaði að skoða Djúpuvík á Ströndum,“ segir hann.
„Friðrik skaut því inn í að taka slöngubát með og
skoða fjörðinn frá sjó og þá stakk ég upp á því að
skoða gjörvalla Vestfirði frá sjó. Þessi umræða vatt
þannig upp á sig þar til að hún tók þá lendingu að við
sigldum hringinn í kringum landið.“
Hann segir undirbúning langt kominn, enda hafa
fjölmörg fyrirtæki og einstaklingar tekið þeim afar
vel. Hins vegar vanti aðeins upp á til að endar nái
saman. Hægt verður að fylgjast með ferðinni á
slóðinni krafturikringumlandid.com. - jse
Eyjamenn fara umhverfis landið á slöngubátum:
Strandaferðin vatt upp á sig
KOMNIR Í BÁTINN Daníel Reynisson frá Krafti, sem situr í aftara
sæti og til vinstri, verður farinn úr bátnum þegar lagt verður í
hann. Friðrik Stefánsson, sem situr við hlið hans, Hilmar Kristj-
ánsson og Bjartmar Sigurðsson munu hins vegar sitja sem
fastast. MYND/ÓSKAR FRIÐRIKSSON
„Efnahagsástandið er mjög
slæmt um þessar mundir,“ segir
Aðalsteinn Baldursson, formaður
Framsýnar, stéttarfélags Þingey-
inga. „Verðbólgan er í sögulegu
hámarki sem þýðir að vöruverð
hefur farið úr öllum böndum.
Það bitnar ekki síst á þeim sem
hafa lægri launin. Bensínverð
og olíuverð eru einnig í sögu-
legu hámarki og það breytist
svo hratt að við tölum um að
skiltin á bensínstöðvunum séu
eins og hraðamælingar. Það er
aldrei sama verðið.“ Aðalsteinn
nefnir líka húsnæðisverð og vexti.
„Lán hækka nú alveg stöðugt á
milli mánaða og það er ekkert
í spilunum sem segir okkur að
þetta sé neitt að batna. Það eru
örugglega leiðir út úr þessu þó
að þetta sé ekki auðvelt mál.
Undanfarnar ríkisstjórnir voru að
glíma við góðæri og því léttara að
fást við efnahagsmálin en núna
reynir fyrst á ríkisstjórnina.“ Hann
sér fyrir sér að hægt sé að gera
ýmislegt. „En við höfum ekki efni
á að láta þetta halda áfram eins
og þetta er núna, það er alveg á
hreinu.“
SJÓNARHÓLL
ÁSTAND EFNAHAGSMÁLA
Nú reynir á
ríkisstjórnina
AÐALSTEINN BALDURSSON
Formaður Framsýnar
■ Sögulega er rauði fáninn
alþjóðlegt tákn fyrir „blóð reiðra
verkamanna.“ Rauður fáni er sem
tákn mun eldri en sósíalismi, en
frá því hreyfingu sósíalista og
síðar kommúnista hóf að vaxa
ásmegin varð hann að alþjóðlegu
tákni hennar. Hefð er fyrir því
víða um lönd að skjóta rauðum
fánum á loft í fyrsta maí-göngum.
Dæmi um notkun rauðs fána fyrr
úr sögunni er til að mynda þegar
víkingar sigldu upp eftir fljótum
Evrópu í herfangsleit. Þá
sýndu þeir rauð flögg
sem tákn fyrir að
þeir tækju enga
fanga ef einhver
skyldi reyna að
sýna þeim vopnaða
mótspyrnu.
RAUÐI FÁNINN
ELDRI EN SÓSÍALISMI
Fimir laganna verðir
ÞRÍÞRAUTARHÓPURINN Talið frá vinstri: Heiðar Ingi Heiðarsson, Kjartan Páll Sæmundsson, Hinrik Geir Jónsson, Bergsteinn Karls-
son, Margrét Þóra Guðmundsdóttir, Birgir Már Vigfússon sem brosir sínu breiðasta, Harpa Hrund Albertsdóttir og Guðrún Helga
Tryggvadóttir.
HARPA STINGUR SÉR TIL SUNDS HEIÐAR KEMUR HLAUPANDI Í MARKGUÐRÚN HELGA Á LOKASPRETTI
„Ég var bara að klára að
stinga upp kartöflugarðinn
og undirbúa sumarið í
góða veðrinu,“ segir Úlfar
Linnet, sem er að hrinda
af stað nýju verkefni um
þess ar mundir. Úlfar er
mikill áhugamaður um
bjór og er nú farinn að
vera með skipulagðar
bjór smakkanir. „Ég er að
fara á vinnustaði, svona á
föstudögum, með marg ar
tegundir af bjór og kynni mismunandi bjórstíla
fyrir fólki. Svo kenni ég hvernig á að smakka
bjór og svona, og þetta hefur gengið mjög vel
hjá mér.“ Úlfar segir fólk nánast líkja bjórsmökk-
uninni við trúarlega upplifun. „Flestir eru hættir
að drekka rauðvín og eru orðnir kúltí veraðir
bjórdrykkjumenn, svo hér reynum við að fagna
sumrinu með garðrækt
og bjórsmökkun.“
Aðspurður segist Úlfar
ekki hafa farið í kröfu-
göngu í gær, 1. maí, en
það er ástæða fyrir því.
„Ég fór í skrúðgönguna á
sumardaginn fyrsta hér
í Hafnarfirði og hún var
svo löng, hún var lengri
en Víðavangshlaupið.
Það sem gerðist var að
ég var með krakkana
og ég bara sprakk og þurfti að stytta mér leið.
Ég er ennþá að jafna mig eftir þetta þannig að
mér finnst að svona hljómsveitir ættu að ganga
hægar. Það eru mín skilaboð til lúðra sveita.“
Úlfar treysti sér af þessum sökum ekki í kröfu-
gönguna en segist þó styðja kröfur verkalýðsins
heilshugar.
HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? ÚLFAR LINNET VERKFRÆÐINGUR OG BJÓRÁHUGAMAÐUR
Fagnar sumri með garðrækt og bjórsmökkun
Steinhissa söngkona
„Við urðum steinhissa þegar
við fengum þetta tilboð.“
SIGRÍÐUR THORLACIUS, SÖNGKONA
HJALTALÍN, EN SVEITINNI HEFUR
VERIÐ BOÐIÐ AÐ SPILA Á TIME FOR
PEACE-HÁTÍÐINNI Í LONDON.
Fréttablaðið 1. maí
Nikótíndjöfullinn
„Mér hefur aldrei tekist að
hætta að reykja.“
KALLI BJARNI IDOLSTJARNA UM
FÍKN SÍNA.
DV 1. maí