Fréttablaðið - 02.05.2008, Page 27

Fréttablaðið - 02.05.2008, Page 27
[ ] Eyfirski safnadagurinn verður haldinn á morgun með tilheyr- andi safnarútum, pönnsum og smámunum. „Þetta er í annað skipti sem eyfirski safnadagurinn er haldinn, en að honum var gerður góður rómur í fyrra. Í Eyjafirði er afar fjölbreytt og áhugaverð safnaflóra og alls munu sautján söfn og sýningar bjóða fólki heim,“ segir Kristín Sóley Björnsdóttir, kynningarfull- trúi á Minjasafninu á Akureyri, sem hefur haft í nógu að snúast í vetur. „Það er algengur misskilningur að safnamenn sitji og rykfalli utan mesta annatíma sumarsins. Í lög- boðnu starfi safna felst skráning og móttaka muna, húsakannanir, þátttaka í ýmsum viðburðum, und- irbúningur viðburðadagskrár sum- ars og ekki síst móttaka skólabarna af öllum skólastigum,“ upplýsir Kristín Sóley, en áhersla eyfirska safnadagsins nú er einmitt kynn- ing á innra starfi safnamanna. „Á safnadegi verður hægt að skyggnast bak við tjöldin og sjá hvernig innra starf fer fram. Hing- að á Minjasafnið geta gestir komið með gersemar að heiman til að láta sérfræðinga safnsins greina og geta þá komist að því hvort hlutur- inn er ævaforn og merkilegur með eindæmum; eitthvað sem safnið gæti hugsanlega falast eftir í fram- tíðinni. Þeir sem heimsækja Byggðasafnið Hvol á Dalvík fá að fylgjast með hvernig safnmunir eru skráðir í miðlæga gagnagrunn- inn Sarp sem öll stærri söfn nýta sér, og í gamla torfbænum að Laugaási verður sýnikennsla á torfþökum, enda sífellt sem þarf að dytta að bænum, eins og á öðrum heimilum. Á Síldarminjasafni Íslands á Siglufirði vinna báta- smiðir að sýningarbátum, en allt er þetta eðlilegur hluti af safnastarfi; að huga að safnkostinum svo hann drabbist ekki niður,“ segir Kristín Sóley sem hlakkar mjög til laugar- dagsins. „Á safnadeginum verður listflug yfir Eyjafirði, kvikmyndasýning, upplestur grunnskólastúlkna í Nonnahúsi, leiðsagnir á Listasafn- inu á Akureyri, Iðnaðarsafninu og Amtsbókasafninu, og frásagnir í öllum skáldahúsunum; Nonnahúsi, Davíðshúsi og Sigurhæðum,“ segir Kristín Sóley sem helst langar að skella sér í safnarútu og halda á vit ævintýranna í Eyjafirði. „Safnarúturnar eru ótrúlega spennandi. Þær fara í ólíkar áttir; önnur vestan megin í fjörðinn með stoppi á Árskógssandi fyrir þá sem vilja skoða Hús hákarla-Jörundar og Ölduhús í Hrísey, fara svo á Byggðasafnið á Dalvík, Náttúru- gripasafnið í Ólafsfirði og Síldar- minjasafnið og Þjóðlagasetrið á Siglufirði. Hin rútan fer fram í fjörð á Smámunasafnið, Safnasafn- ið og að Laugaási þar sem boðið verður upp á kaffi, kökur og pönns- ur. Safnastrætó verður svo á ferð- inni milli safna hér á Akureyri og alls staðar verða menntaðir leið- sögumenn sem segja frá sögu, landslagi og listum.“ thordis@frettabladid.is Safnamenn rykfalla ekki FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H EI D A .IS Kristín Sóley Björnsdóttir á Minjasafn- inu á Akureyri, en þangað geta gestir komið með dýrgripi að heiman og látið sérfræðinga safnsins greina fyrir sig á eyfirska safnadeginum sem fram fer vítt og breitt um Eyjafjörð á laugardag. Sjónvarpsgláp er hollt um helgar. Settu tærnar upp í loft með góðan púða við bakið og horfðu á sjónvarpið um helgina.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.