Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.05.2008, Qupperneq 27

Fréttablaðið - 02.05.2008, Qupperneq 27
[ ] Eyfirski safnadagurinn verður haldinn á morgun með tilheyr- andi safnarútum, pönnsum og smámunum. „Þetta er í annað skipti sem eyfirski safnadagurinn er haldinn, en að honum var gerður góður rómur í fyrra. Í Eyjafirði er afar fjölbreytt og áhugaverð safnaflóra og alls munu sautján söfn og sýningar bjóða fólki heim,“ segir Kristín Sóley Björnsdóttir, kynningarfull- trúi á Minjasafninu á Akureyri, sem hefur haft í nógu að snúast í vetur. „Það er algengur misskilningur að safnamenn sitji og rykfalli utan mesta annatíma sumarsins. Í lög- boðnu starfi safna felst skráning og móttaka muna, húsakannanir, þátttaka í ýmsum viðburðum, und- irbúningur viðburðadagskrár sum- ars og ekki síst móttaka skólabarna af öllum skólastigum,“ upplýsir Kristín Sóley, en áhersla eyfirska safnadagsins nú er einmitt kynn- ing á innra starfi safnamanna. „Á safnadegi verður hægt að skyggnast bak við tjöldin og sjá hvernig innra starf fer fram. Hing- að á Minjasafnið geta gestir komið með gersemar að heiman til að láta sérfræðinga safnsins greina og geta þá komist að því hvort hlutur- inn er ævaforn og merkilegur með eindæmum; eitthvað sem safnið gæti hugsanlega falast eftir í fram- tíðinni. Þeir sem heimsækja Byggðasafnið Hvol á Dalvík fá að fylgjast með hvernig safnmunir eru skráðir í miðlæga gagnagrunn- inn Sarp sem öll stærri söfn nýta sér, og í gamla torfbænum að Laugaási verður sýnikennsla á torfþökum, enda sífellt sem þarf að dytta að bænum, eins og á öðrum heimilum. Á Síldarminjasafni Íslands á Siglufirði vinna báta- smiðir að sýningarbátum, en allt er þetta eðlilegur hluti af safnastarfi; að huga að safnkostinum svo hann drabbist ekki niður,“ segir Kristín Sóley sem hlakkar mjög til laugar- dagsins. „Á safnadeginum verður listflug yfir Eyjafirði, kvikmyndasýning, upplestur grunnskólastúlkna í Nonnahúsi, leiðsagnir á Listasafn- inu á Akureyri, Iðnaðarsafninu og Amtsbókasafninu, og frásagnir í öllum skáldahúsunum; Nonnahúsi, Davíðshúsi og Sigurhæðum,“ segir Kristín Sóley sem helst langar að skella sér í safnarútu og halda á vit ævintýranna í Eyjafirði. „Safnarúturnar eru ótrúlega spennandi. Þær fara í ólíkar áttir; önnur vestan megin í fjörðinn með stoppi á Árskógssandi fyrir þá sem vilja skoða Hús hákarla-Jörundar og Ölduhús í Hrísey, fara svo á Byggðasafnið á Dalvík, Náttúru- gripasafnið í Ólafsfirði og Síldar- minjasafnið og Þjóðlagasetrið á Siglufirði. Hin rútan fer fram í fjörð á Smámunasafnið, Safnasafn- ið og að Laugaási þar sem boðið verður upp á kaffi, kökur og pönns- ur. Safnastrætó verður svo á ferð- inni milli safna hér á Akureyri og alls staðar verða menntaðir leið- sögumenn sem segja frá sögu, landslagi og listum.“ thordis@frettabladid.is Safnamenn rykfalla ekki FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H EI D A .IS Kristín Sóley Björnsdóttir á Minjasafn- inu á Akureyri, en þangað geta gestir komið með dýrgripi að heiman og látið sérfræðinga safnsins greina fyrir sig á eyfirska safnadeginum sem fram fer vítt og breitt um Eyjafjörð á laugardag. Sjónvarpsgláp er hollt um helgar. Settu tærnar upp í loft með góðan púða við bakið og horfðu á sjónvarpið um helgina.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.