Fréttablaðið - 02.05.2008, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 02.05.2008, Blaðsíða 60
36 2. maí 2008 FÖSTUDAGUR Reynir Þór Sigurðsson er líklega fróðasti Íslendingurinn um Eurovision. Það er nánast hægt að fletta upp í honum eins og alfræðiorðabók og hann hefur brennandi áhuga á keppninni. Reynir verður einn af vitringunum þremur sem munu hjálpa Páli Óskari í þætti hans Alla leið, sem hefst á morgun á RÚV. Reynsi Boy, eins og Reynir kallar sig, hefur birt rannsóknarniðurstöður sínar fyrir keppnina á heimasíðu sinni reynsi- boy.blogcentral.is undanfarin ár. Nú liggja fyrstu niðurstöðurnar í ár fyrir. Á fyrra kvöldinu telur Reynir líklegast að Ísrael, Aserbaídsjan, Slóvenía, Írland, Andorra, Armenía, Finnland, Rússland og Grikk- land komist áfram og að dómnefnd muni senda Noreg eða Rúmeníu áfram sem tíunda lag. Reynir er þó ekki endilega viss um að þetta séu bestu lögin, hann segir til dæmis að það sé „pínu hneyksli“ að senda dúkkukalkúnann Dustin í aðalkeppnina. Þá er Reynir ómyrkur í máli varðandi ýmis lög. Belgíska framlagið, sem er þjóð- lagaskotið popp sungið á bullmáli, fer til að mynda sérstaklega í taugarnar á honum – „Þetta er lag frá þjóð sem er búin að fá nóg! Bæði af lélegri útkomu í keppninni og sendir bara eitthvað! Getur ekki einu sinni kosið sér ríkisstjórn þannig að það er kannske ekki von á góðu! Vonandi verð- ur það ekki til að fólk úti um alla álfu slökkvi á sjónvarpinu og hætti við að horfa á fimmtudeginum og laugardegin- um!“ Reynir hefur búið í London undanfarin ár og er nú að klára doktorsritgerðina sína. Nei, ekki um Eurovision, heldur um norrænar fornbókmenntir. Dr. Reynsi Boy birtir niðurstöður EKKI HRIFINN AF BELGÍSKA LAGINU Reynir Þór Sigurðsson verður bráðum doktor. > HNÉBROTIN GWYNETH Gwyneth Paltrow hefur enn ekki jafn- að sig að fullu eftir að hafa brotið á sér hnéð við tökur á myndinni Iron Man. Hún var skorin upp vegna meiðslanna og segist halda að uppskurðurinn hafi valdið ein- hverjum skemmdum á taugum. „Mér líður ekki eins í fótleggj- unum. Það getur gerst í aðgerð. Ef ég fer í vax finn ég meira til í öðrum fótleggnum,“ segir hún. Anbumani Ramadoss, heilbrigðis- ráðherra Indlands, hefur farið fram á að áfengisnotkun verði hætt í Bollywood-kvikmyndum. „Hér áður fyrr sáust bara vondu karlanir drekka áfengi. Núna eru hetjurnar farnar að drekka í miklu magni,“ sagði Ramadoss. „Leikar- ar sem drekka á hvíta tjaldinu hvetja ungmenni til að herma eftir þeim. Stöðva verður atriði þar sem áfengisnotkun er við lýði. Áfengisneysla er stærsta heil- brigðisvandamál Indlands.“ Hugmynd Ramadoss hefur ekki verið lögleidd. Í janúar bað hann um að reykingum í kvikmyndum yrði hætt því 52 prósent barna byrjuðu að reykja til að herma eftir átrúnaðargoðum sínum. Kossar á hvíta tjaldinu hafa ekki verið leyfðir til þessa í Bolly- wood, auk þess sem nekt er litin hornauga. Stutt er síðan leikkonan Kareena Kapoor vakti þjóðar- athygli út af vangaveltum um það hvort hún myndi klæðast bikiní í næstu mynd sinni. Kvikmyndaforkólfar í Bolly- wood telja að kröfur Ramadoss séu óraunhæfar. „Fyrst bannar hann reykingar og núna má ekki drekka. Þetta er ógerlegt því hvað er þá hægt að sýna?“ sagði Komal Nahta, ritstjóri Film Information. „Ungmenni herma ekki bara eftir því sem gerist í bíómyndum.“ Vill banna áfengi í Bollywood BOLLYWOOD Ramadoss er ósáttur við þróun mála í kvikmyndaborginni Bollywood. Tískuvikan í Ástralíu hófst á mánudag, en þar sýna hönnuðir línur sínar fyrir vor og sumar 2008 og 2009. Vor þar um slóðir hefst í september og sumarið tekur við eftir áramótin. Þau gegnsæju klæði sem hafa sett mark sitt á tískupallana í Evrópu voru einnig áberandi á fyrsta degi ástr- ölsku tískuvikunnar, og þá sérstaklega hjá hönnuðunum Önnu Thomas og Lee Mathews. Létt og leikandi í Ástralíu Töframaðurinn David Blaine hefur sett heimsmet í því að halda niðri í sér andanum í kafi, eða í sautján mínútur og fjórar sekúndur. Metið setti hann í beinni útsendingu í spjallþætti Opruh Winfrey. Áhorf- endur þáttarins fögnuðu hinum 35 ára Blaine mikið þegar kafarar sóttu hann úr vatnskúlunni þar sem hann setti metið. Blaine virtist afslappaður eftir á og sagði að ævilangur draumur sinn hafi ræst. Fyrra metið átti Svisslendingurinn Peter Colat sem hélt niðri í sér andanum í sextán mínútur og 32 sekúndur. Blaine hefur áður látið grafa sig lifandi í eina viku í glærri kistu í New York og eytt rúmum mánuði í glerbúri yfir ánni Thames í London. Setti heimsmet DAVID BLAINE Töframaðurinn snjalli í vatnsbúri í New York fyrir tveimur árum. folk@frettabladid.is 20 DAGAR TIL STEFNU NÆFURÞUNN SUMARFÖT Gegnsæ pils eru eflaust ekki allra, þó að fyrirsætan á sýningu Önnu Thomas í Sydney hafi tekið sig ágætlega út í einu slíku. Næf- urþunnar blússur eiga hins vegar örugglega upp á pallborðið hjá mörgum, og þá sér- staklega þegar hægt er að smeygja sér í bol undir. Bæði sumarlegt og dömulegt. LE E M A TH EW S LE E M A TH EW S A N N A T H O M A S LE E M A TH EW S A N N A T H O M A S A N N A T H O M A S
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.