Fréttablaðið - 02.05.2008, Síða 36

Fréttablaðið - 02.05.2008, Síða 36
Y esmine Olsson á rætur að rekja til Srí Lanka en kom til Íslands frá heimalandi sínu Svíþjóð fyrir níu árum til að vinna sem einkaþjálfari. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og Yesmine hefur unnið að verkefn- um sem hana óraði ekki fyrir. Í dag er hún trúlofuð Arngrími Fannari Haraldssyni, sem er betur þekktur sem Addi Fannar úr Skíta móral, og á með honum dótturina Ronju Isa- bel og fóstursoninn Harald Fannar sem er níu ára. En vissi hún alltaf hvað hún ætlaði sér að verða í fram- tíðinni? „Það er svo lítið skondið en þegar ég var níu ára og sá Thriller- myndbandið með Michael Jack- son vissi ég nákvæmlega hvað ég vildi gera. Ég hafði alltaf elskað að dansa og fór nú að sinna því áhuga- máli enn betur, útvegaði mér bún- ing og þegar ég var sextán ára bjó ég til atriði sem vann stærstu hæfi- leikakeppni Svíþjóðar. Í kjölfarið byrjaði ég að fara frá Helsingja- borg yfir til Kaupmannahafnar og sýndi atriðið mitt á Strikinu það sumar. Það var mjög skemmtilegur tími, ég kynntist mörgu hæfileika- fólki og fékk fljótlega vinnu með einum vinsælasta danshópi Dan- merkur. Þá var boltinn farinn að rúlla og áður en ég vissi af var ég komin til Englands og bauðst vinna sem danshöfundur Backstreet Boys,“ segir Yesmine um upphaf dans- ferilsins. Hreyf- ing og íþróttir voru alltaf stór hluti af lífi Yes- mine og að eigin sögn gat hún aldrei setið kyrr sem krakki. „Einhvern veg- inn tók ég alltaf íþróttirnar fram yfir námið. Ég æfði fótbolta og fim- leika þangað til dansinn tók við svo það var eðlilegt framhald að læra einkaþjálfun til að hafa fasta vinnu meðfram öðrum verkefnum,“ segir hún en Yesmine hefur meðal annars unnið með keppendunum í Idol, X- Factor, Ungfrú Reykjavík og Ung- frú Íslandi. Matreiðslan heillar Á ferðalögum sínum sem dans- ari var Yesmine undir miklu álagi. Það leiddi til þess að hún veiktist og lenti á spítala með magasár. „Ég vann langt fram á kvöld og leyfði mér að borða nánast hvað sem er því ég hreyfði mig svo mikið og maturinn sem var í boði var ekki sá hollasti. Það var algjör vakn- ing fyrir mig að takast á við þessi veikindi og þurfa að hugsa alvarlega um matar æðið. Það var þá sem ég ákvað að læra einkaþjálfun og tók sex mánaða nám í næringarfræði. Ég fór líka sjálf að æfa af miklum krafti og þegar ég var komin í mjög gott form ákvað ég að taka það alla leið og keppa í fitness. Ég lenti í topp tíu á stærsta fitness-mótinu í Svíþjóð nokkur ár í röð en aðal- málið fyrir mig var nú samt allt- af að hafa ástæðu til að halda mér í formi. Fyrir tveimur árum var mér meðal annars boðið á mót í Malasíu og Las Vegas.“ Yesmine hélt upp á tíu ára af- mæli sitt sem einkaþjálfari í hitti- fyrra með útgáfu hinnar glæsi- legu matreiðslubókar Framandi og freistandi – létt og litrík matreiðsla. „Ég hef oft ætlað að hætta að starfa sem einkaþjálfari, en ég er með svo góða viðskiptavini og líður svo vel hjá Dísu og Bjössa í World Class að ég held alltaf áfram,“ segir Yes- mine og brosir. „Það hentar líka vel að vera einkaþjálfari með öðrum verkefnum sem ég tek að mér, því þá er ég yfirleitt að þjálfa fyrri partinn og er svo með æfingar fyrir hinar ýmsu sýningar seinni partinn eða á kvöldin.“ Kláraði bókina rétt fyrir fæðinguna Þegar Yesmine fékk hugmyndina að sinni fyrstu matreiðslubók ráð- færði hún sig strax við fólk sem hún treysti. Eftir mikla hvatningu og aðstoð ákváðu hún og Arn grímur að stofna eigið útgáfufyrirtæki og gefa bókina út sjálf. „Þetta hefði aldrei orðið að veruleika hefði ég ekki haft svona gott fólk í kringum Líf Yesmine hefur verið ævintýri líkast. Það hefur ekki alltaf verið auðvelt en með jákvæðu hugarfari og dugnaði hefur henni tekist það sem hún ætlar sér. MYNDIR/ARNÞÓR Í HNOTSKURN Besti tími dagsins: Snemma morguns ef það er sólskin, annars er ég mest skapandi seint á kvöldin. Bíllinn minn er: Svartur Nissan X-trail. Uppáhaldsmaturinn: Íslenskt lambakjöt. Skyndibitinn: Tommaborgari. Diskurinn í spilaranum: Duffy/Madonna. Uppáhaldshúsgagnið: Lampi frá afa. Hvers gætir þú ekki verið án? Fjölskyldunnar og iPodsins. Hvenær ertu hamingjusömust? Þegar ég á rólega helgi heima. Dekrið: Að vera í sveitinni hjá Klöru og Halla tengdaforeldrum mínum og dýr- unum. Mesti lúxusinn? Að geta ferðast eins mikið og ég geri. Hverju myndirðu sleppa ef þú þyrftir að spara? Ég myndi sleppa bílnum og hjóla í vinnuna. UPPSKRIFT AÐ GIRNILEGUM OG SVALANDI SUMARDRYKK STING (grænn drykkur) myntulauf safi af einu lime ½ eða 1 grænt chili-aldin (stein- hreinsað) 2 dl ananassafi mulinn ís allt sett í blandara Lætur ekkert stoppa sig Yesmine Olsson er landsþekkt sem dans- ari, danshöfundur og einkaþjálfari. Frá níu ára aldri vissi hún hvað hún vildi gera og fór sínar eigin leiðir til að láta drauminn ræt- ast. Í viðtali við Ölmu Guðmundsdóttur segir Yesmine frá bóka- útgáfunni, móðurhlut- verkinu, móðurmissinum og framtíðaráformum sínum. 8 • FÖSTUDAGUR 2. MAÍ 2008

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.