Fréttablaðið - 02.05.2008, Qupperneq 10
10 2. maí 2008 FÖSTUDAGUR
Umsóknarfrestur er til 30. maí
Kynntu þér námið á www.hr.is
HJÁ ATVINNULÍFINU
KEMUR ÞÉR Á KORTIÐ
Tölvunarfræði er afar fjölbreytt fagsvið sem býður upp á marga valkosti fyrir nám og störf,
allt frá hagnýtum verkefnum til fræðilegra, frá umsjón tölvukerfa til smíði flókinna hug-
búnaðarkerfa, frá forritun til stjórnunar. Tölvunarfræðinám er góður grunnur fyrir starfsferil á
fjölmörgum sviðum.
Tölvunarfræðinám við Háskólann í Reykjavík einkennist af fjölbreytileika og skapandi um-
hverfi þar sem nemendum gefst kostur á að vinna verkefni í nánum tengslum við fræðimenn
og fyrirtæki.
• BSc í tölvunarfræði (90 einingar)
• BSc í hugbúnaðarverkfræði (90 einingar)
• BSc í stærðfræði (90 einingar)
• MSc í tölvunarfræði
• MSc í hugbúnaðarverkfræði
• MSc í máltækni
• PhD í tölvunarfræði
• Kerfisfræðigráða (60 eininga
nám í fjarnámi og með vinnu)
TÖLVUNARFRÆÐI
Tölvunarfræðideild HR býður upp á nám í
TÓNLEIKAR Risavaxið uppblásið svín
sem fauk í burtu af tónleikum
fyrrverandi Pink Floyd-meðlimsins
Rogers Waters í Kaliforníu um
síðustu helgi er fundið.
Böndin sem héldu svíninu
losnuðu og það fauk út í buskann á
tónleikum Waters í Kaliforníu
meðan hann söng Pink Floyd-lagið
Pigs on the Wing.
Svínið fannst, mikið skemmt, í
bænum La Quinta.
Fjölskyldurnar sem fundu svínið
fengu að launum um 740.000
íslenskra króna auk lífstíðar-
aðgangs á tónleikahátíðina. -kg
Tónleikar Roger Waters:
Risasvínið
heimt úr helju
Efling og Boðinn sameinast
Félagsmenn í Verkalýðs- og sjó-
mannafélaginu Boðanum samþykktu
með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða
að sameinast Eflingu stéttarfélagi.
STÉTTARFÉLÖG
PERSÓNUVERND Kvörtun hefur bor-
ist til Persónuverndar vegna þeirra
vinnubragða sem starfsmaður
Orkuveitu Reykjavíkur sýndi gagn-
vart umsækjendum um sumar-
störf.
Þegar þeim umsækjendum sem
ekki fengu vinnu barst neitun við
umsókn þeirra var það í tölvu-
póst skeyti. Tölvupósturinn var
sendur til tæplega 600 umsækj-
enda og sáust netföng hvers
umsækjanda í öllum skjölum.
Einhverjum umsækjenda þykja
þetta ekki góð vinnubrögð og að
ekki sé virtur trúnaður eða kurteisi
við þá sem leita eftir starfi hjá
Orkuveitunni.
Þau svör fengust hjá Braga
Axelssyni, lögfræðingi hjá Per-
sónuvernd, að kvörtunin væri til
athugunar en málið væri ekki
komið í neinn farveg.
Eiríkur Hjálmarsson, upplýs-
ingafulltrúi Orkuveitunnar, segir
að handvömm starfsmanns hafi
orðið þess valdandi að svona fór.
Send var út tilkynning til allra
umsækjanda í fyrradag vegna
málsins sem í stóð: „Ágæti umsækj-
andi um sumarstarf hjá Orkuveitu
Reykjavíkur. Athygli okkar hefur
verið vakin á þeim mistökum sem
urðu við útsendingu svars við
umsókn þinni, að netföng umsækj-
enda birtust í tölvuskeytinu. Um
leið og við biðjumst velvirðingar
viljum við taka það fram að Orku-
veita Reykjavíkur lítur þau alvar-
legum augum og hefur gripið til
ráðstafana til að þau endurtaki sig
ekki.“ - kdk
Orkuveita Reykjavíkur biður umsækjendur sem ekki fengu þar vinnu afsökunar:
Netföng nær allra umsækjenda birt
ORKUVEITAN Eiríkur Hjálmarsson, upp-
lýsingafulltrúi Orkuveitunnar, segir að
mistök hafi orðið og séð verði til þess
að þau endurtaki sig ekki.
FRÉTTABLAÐIÐ/RÓBERTFÁTÆK STÚLKA Í HONDÚRAS Í fjalla-
héruðum Hondúras sat þessi stúlka
af Tolupan-ættbálknum og hreinsaði
baunir í skál. Matarskortur hrjáir nú
Tolupan-fólkið, sem er það fátækasta í
landinu. NORDICPHOTOS/AFP
SAMTÖK Á framhaldsstofnfundi
samtakanna Hollvina Hallar-
garðsins sem haldinn var á
þriðjudag var samþykkt að
hvetja borgarstjórn Reykjavíkur
til að vernda Hallargarðinn í sem
upprunalegastri mynd.
Einnig var á fundinum kosið í
stjórn samtakanna og er hún
skipuð eftirtöldum meðlimum:
Auði Sveinsdóttur, Erlu J.
Þórðardóttur, Heimi B. Janusar-
syni, Katrínu Fjeldsted, Samson
B. Harðarsyni, Sólveigu Arnar-
dóttur og Þorgrími Gestssyni.
Varamenn eru Vésteinn Valgarðs-
son, Júlíana Gottskálksdóttir og
Jón H. Björnsson. - kg
Hollvinir Hallargarðsins:
Sjö kosnir í
stjórn Hollvina
SJÁVARÚTVEGUR Greenpeace-sam-
tökin í Bandaríkjunum hafa sett
saman lista með 22 fisktegundum
og farið fram á að smásölukeðjur
þar í landi hætti sölu þessara teg-
unda. Nokkrar þeirra eru íslenskt
sjávarfang. Heildarinnkaup þess-
ara smásöluaðila á fiski myndu
dragast saman um tæpan helm-
ing ef farið
yrði eftir
þessum lista
að mati for-
svarsmanna
National Fis-
heries Ins-
titute (NFI),
stærstu hags-
munasamtaka
fyrirtækja í
sjávarútvegi
Bandaríkjun-
um.
Friðrik J. Arngrímsson, fram-
kvæmdastjóri LÍÚ, segir að í ljósi
framgöngu Greenpeace í Evrópu
þar sem samtökin hafa víða herj-
að á smásölukeðjur, meðal ann-
ars á Norðurlöndunum og í Bret-
landi, þurfi ekki að koma á óvart
að nú skuli samtökin beina spjót-
um sínum að bandarískum inn-
kaupaaðilum. „Í Bretlandi voru
smásölukeðjurnar flokkaðar í
góðar og slæmar, allt eftir því
hversu vel þær voru tilbúnar til
að fylgja fyrir mælum samtak-
anna. Þeir sem ekki mættu kröf-
um þeirra urðu fyrir barðinu á
ólöglegum aðgerðum af ýmsum
toga.“
Greenpeace-samtökin segja að
ofveiði, óæskilegar veiðiaðferðir
og of hátt hlutfall meðafla séu
helstu ástæður þess að viðkom-
andi fisktegundir séu á listanum,
en meðal fisktegunda sem er að
finna á honum eru þorskur úr Atl-
antshafi, karfi, skötuselur og
Alaska-ufsi.
Friðrik segir að erfitt sé að átta
sig á því hvað liggi að baki því að
ákveðnar tegundir lendi inn á
þessum listum samtakanna. Rökin
fyrir því að Alaska-ufsi er á listan-
um eru meðal annars þau að kvóti
hafi verið skorinn niður um 28
prósent á þessu fiskveiðiári. Þetta
segir Greenpeace að endurspegli
hvað stofninn sé veikur. „Það er út
í hött að samtök eins og Green-
peace sem segjast vera boðberar
umhverfisverndar skuli níðast á
þeim sem ganga fram af ábyrgð
með þessum hætti,“ segir Friðrik.
Í Bandaríkjunum hefur John
Connelly, framkvæmdastjóri NFI,
sent félagsmönnum bréf og varað
við aðgerðum Greenpeace, en
meðal félagsmanna eru fyrirtæki
sem tengjast sjávarútvegi á
ýmsum sviðum. Hjá NFI hefur
það verið reiknað út að ef farið
væri að tillögum Greenpeace yrði
að hætta sölu á um 47 prósentum
af þeim fiski sem seldur er í
bandarískum smásöluverslunum í
dag. svavar@frettabladid.is
Herferð gegn
fiski á Banda-
ríkjamarkaði
Greenpeace-samtökin í Bandaríkjunum standa nú
fyrir herferð gegn sölu fiskmetis. Framkvæmda-
stjóri LÍÚ segir að um rógsherferð sé að ræða.
ÚR FISKBORÐINU Greenpeace leggur að jöfnu alla stofna þorsks í Atlantshafi, sama
hvernig fiskveiðistjórnun er háttað. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
FRIÐRIK J.
ARNGRÍMSSON
UTANRÍKISMÁL Ólögleg dreifing og
sala ýmiss konar handvopna er
ógn við öryggi fólks, friðarupp-
byggingu og þróunarstarf. Þetta
sagði Hjálmar W. Hannesson,
fastafulltrúi Íslands hjá Samein-
uðu þjóðunum, á fundi öryggisráðs
SÞ.
Hjálmar ávarpaði öryggisráðið
fyrir hönd Norðurlandanna allra, í
opinni umræðu um handvopn á
miðvikudag.
Ríki heims verða að taka hönd-
um saman um að berjast gegn
dreifingu vopna, og full þörf á því
að gera löglega bindandi sáttmála
til að koma í veg fyrir ólöglega
sölu, sagði Hjálmar.
Hann sagði SÞ verða að leiða
baráttuna gegn ólöglegum hand-
vopnum í heiminum, en baráttan
vinnist ekki nema haft sé samráð
við svæðisbundnar stofnanir þar
sem vandinn sé mestur.
Ísland sækist eftir sæti í örygg-
isráðinu fyrir árin 2009-2010, með
stuðningi hinna Norðurlandanna.
Ísland keppir um tvö laus sæti við
Austurríki og Tyrkland.
Á undanförnum árum hafa full-
trúar Íslands flutt fjölda erinda
fyrir hönd Norðurlandanna allra.
Grétar Már Sigurðsson, ráðu-
neytisstjóri utanríkisráðuneytis-
ins, segir ræðu Hjálmars mikil-
væga fyrir framboð Íslands. Hún
auki sýnileika Íslands, og veki
athygli á sterkri stöðu Norðurland-
ana innan SÞ, og samstöðu þeirra í
framboði til öryggisráðsins. - bj
Fastafulltrúi Íslands hjá SÞ flutti ræðu í öryggisráðinu:
Nýjan sáttmála þarf
gegn handvopnum