Fréttablaðið - 02.05.2008, Page 11

Fréttablaðið - 02.05.2008, Page 11
FÖSTUDAGUR 2. maí 2008 11 Sæktu um besta kortið fyrir þig á www.americanexpress.is eða í síma 575 5900 er útgefandi American Express® á Íslandi Kortið sem kemur þér út Þetta er kortið sem gefur þér flesta vildarpunkta af öllum greiðslum heima og erlendis. Það er fljótlegasta leiðin til að safna upp í flugmiða. VIÐSKIPTI „Fordæmi Heklu er fagnaðarefni, enda erum við hér nánast komin inn í óðaverð- bólgu,“ segir Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ. Hann lét þessi orð falla í tilefni af því að bif- reiðaumboðið kynnti í fyrradag allt að sautján prósenta verðlækkun á nýjum bílum. Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarfram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, fagnar einnig útspili Heklu. „Mjög mikilvægt er að við siglum hratt í gegnum þennan verðbólgukúf.“ Hekla hefur hækkað verð á bílum í takt við veikingu krónunnar. „En við höfum undanfarna mánuði, undir stjórn Sverris Viðars Haukssonar, framkvæmdastjóra bílasviðs, unnið að því að fá lækkanir hjá framleiðendum,“ segir Knútur G. Hauksson, forstjóri Heklu. Sverrir Viðar segir markmiðið nú hins vegar hafa verið að ná verðinu niður í það sem var fyrir gengisfall krónunnar. Hann segir bíla- framleiðendur þá sem Hekla er með umboð fyrir hafa sýnt íslenskum aðstæðum skilning og því hafi verið hægt að semja við þá um verð- tilslakanir. „Allir komu til móts við okkur,“ segir hann, en kveður það þó hafa verið í mis- miklum mæli, eftir umfangsmiklar samninga- viðræður. - óká Hekla kynnir listaverðlækkun um allt að sautján prósent á nýjum bílum: Fordæmi sem er fagnaðarefni KYNNING HEKLU Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarfram- kvæmdastjóri SA, Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, og Knútur G. Hauksson, forstjóri Heklu. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR DÆMI UM LÆKKANIR Bíll Var Er Breyting VW Golf Treadline 1.6* 2.560.000 2.280.000 -10,94% Skoda Octavia 1.9. TDI* 3.050.000 2.770.000 -9,18% Audi A4 TFSI* 5.090.000 4.220.000 -17,09% Mitsubishi Pajero DID** 5.970.000 5.350.000 -10,39% KIA Sorento EX 2,5 4.420.000 3.995.000 -9,62% *BEINSKIPTUR / **SJÁLFSKIPTUR HEIMILD: BIFREIÐAUMBOÐIÐ HEKLA LÍFFRÆÐI Nú hafa 800 hrognkelsi verið merkt í hrognkelsaverkefni BioPol á Skagaströnd. Að sögn Halldórs G. Ólafssonar, fram kvæmda stjóra fyrirtækisins, er búið að merkja 800 hrognkelsi, mestmegnis grásleppur, en einnig nokkra rauðmaga. Ætlunin er að merkja 2.000 hrognkelsi á vertíðinni. Þetta kemur fram á vefnum smabatar.is. Eins og við mátti búast hafa nokkrar grásleppur verið endurheimtar nú þegar. Sjómenn hafa skráð niður veiðistað og sleppt þeim síðan. Það hefur vakið athygli að endurheimtur hafa verið langt frá merkingar- stað, því búist var við að hrogn- kelsi myndu hrygna skammt frá þeim stað sem hún veiddist á. - shá Nýjung í fiskrannsóknum: 800 hrognkelsi hafa verið merkt SJÁVARÚTVEGUR Einar K. Guðfinns- son, sjávarútvegs- og landbúnað- arráðherra, sótti í vikunni sjávarútvegssýningu í Brussel. Meira en 1.600 fyrirtæki frá um áttatíu löndum tóku þátt í henni. Á fjórða tug íslenskra fyrirtækja kynntu starfsemi sína við þetta tækifæri. Í fyrra sóttu 24 þúsund gestir hana frá 140 löndum. Búist var við enn fleiri hafi sótt sýninguna í ár. Þetta er í sextánda sinn sem efnt er til sýningarinnar sem er stærsta fagsýning í heimi á sviði sjávarútvegs. - shá Sjávarútvegssýning í Brussel: 40 íslensk fyrir- tæki tóku þátt ANDLÁT Albert Hofmann, sviss- neski efnafræðingurinn sem uppgötvaði ofskynjunarlyfið LSD, lést af völdum hjartaáfalls á þriðjudag, 102 ára að aldri. Hofmann, sem uppgötvaði LSD við rannsóknir á læknandi áhrifum jurtasvepps, framleiddi lyfið fyrst í þeirri von að hægt væri að nýta það til að lækna geðsjúkdóma. LSD varð hins vegar vinsælt vímuefni á sjöunda áratugnum, ekki síst vegna áhrifa frá poppstjörnum og leikurum sem tóku við það ástfóstri. LSD hefur verið ólöglegt í flestum löndum frá síðari hluta sjöunda áratugarins. - kg Guðfaðir sýrunnar látinn: Sýru-Hofmann fallinn frá SÝRA Albert Hofmann fann upp LSD. Innbrot í Gaulverjabænum Tvisvar var brotist inn í Gaulverjabæj- arskóla í Flóa í apríl. Í fyrra skiptið var tveimur Philips-hátölurum og magnara stolið. Í seinna innbrotinu var Dell-fartölvu og tveimur geisla- spilurum stolið. Málin eru óupplýst og biður lögreglan á Selfossi um upplýsingar í síma 480-1010. LÖGREGLUFRÉTTIR Dýrt rusl Eigandi tveggja sumarhúsalóða í Grímsnesi á von á því að þurfa að greiða tuttugu þúsund krónur á dag vegna slæmrar umgengni sem sveitarfélagið hefur lengi en árangurs- laust reynt að fá hann til að lagfæra. Eigandi annarrar lóðar þarf að borga tíu þúsund á dag ef hann fjarlægir ekki ónýtt hús. GRÍMSNES

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.