Fréttablaðið - 02.05.2008, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 02.05.2008, Blaðsíða 30
Útgáfufélag 365 prentmiðlar Ritstjóri Marta María Jónasdóttir martamaria@365.is Forsíðumynd Arnþór Blaðamenn Bergþóra Magnúsdóttir bergthora@365.is Alma Guðmundsdóttir Útlitshönnun Arnór Bogason og Kristín Agnarsdóttir Auglýsingar Guðný Gunnlaugsdóttir gunnyg@365.is sími 512 5462 Föstudagur Skaftahlíð 24 105 Reykjavík, sími 512 5000 FÖSTUDAGUR fréttir F yrstu afurðir fatalínunnar Made in Jail eru að koma á markað en það sem er sér- stakt við fatalínuna er að hún er upprunn- in hjá föngum á Kvíabryggju. Hluti fata- línunnar er hannaður og framleiddur af föng- um á Kvíabryggju. Það að láta fanga hanna föt er hugmynd sem kviknaði á Litla-Hrauni árið 2002 en síðan þá hefur hugmyndin verið í þróun. „Fangana lang- aði að skapa sér atvinnutækifæri meðan þeir sætu inni og þá kom upp sú hugmynd að prenta myndir og slagorð á boli,“ segir Áróra Gúst- afsdóttir, framkvæmdastjóri Brimarhólms, sem stendur á bak við Made in Jail. Þegar búið var að móta hugmyndina fór hún á fund með Fangelsismálastofnun og í framhaldinu var ákveðið að hefja verkefnið. Brimarhólmur kostar framleiðsluna en Fangelsismálastofnun leggur til vinnuaðstöðu. „Það er einn fangi sem er núna á Kvíabryggju sem er mikill listamaður í sér og hefur virkað hvetjandi á hina fangana,“ segir Áróra og bætir því við að markmiðið með verkefninu sé að gera fangana að betri mönn- um. „Það eru alls konar verkefni sem fylgja svona litlu verkefni og það er hvetjandi fyrir fangana. Það er mikilvægt fyrir þá að lifa sem eðlilegustu lífi meðan þeir sitja inni. Það að vakna á morgnana og fara að vinna er ansi erf- itt fyrir marga. En með verkefninu verða þeir vonandi betur í stakk búnir til að takast á við dagleg störf þegar þeir losna.“ Í dag er verk- efnið eingöngu unnið á Kvíabryggju en í fram- tíðinni vonar Áróra að hægt verið að prenta á boli og sinna fataframleiðslunni í fleiri fang- elsum. Fatalína fanganna verður eingöngu seld á heimasíðunni www.inmate.is en í haust munu verslunin Brim og erlendar verslanir hefja sölu á afleiddri vöru sem er meiri tískulína. „Það kemur til af því að það spruttu svo marg- ar hugmyndir tengdar þemanu þegar farið var að vinna með það,“ segir Áróra, sem fer með fatalínuna á sölusýningar í Kaupmannahöfn, Berlín og London og þá verður spennandi að sjá hvort hugmynd íslensku fanganna að fata- línu verði að erlendri tískuvöru. martamaria@365.is Fangarnir á Kvíabryggju eru hugmyndasmiðir fatalínunnar Made in Jail Prenta á boli og koma endurbættir út í samfélagið Áróra Gústafsdóttir Spessi ljósmyndari, eiginmaður Áróru, myndaði fata- línuna fyrir bækling. Á myndinni klæðist grafíski hönnuðurinn AC Banana$ nýjustu afurðum Made in Jail en hann hefur unnið að framleiðslunni með Áróru, Jette Jonkers og Bobby Breiðholt. „Það er vissara að vera í góðu formi, því allan laugardaginn ætla ég að spila fót- bolta á hinu árlega og einstaklega skemmti- lega árgangamóti hjá Fram. Þetta mót er al- gjör snilld, ekki síst nú þegar félagið fagnar aldar afmælinu. Á laugar- dagskvöldið verð ég svo á sýn- ingu á „Systrum“ í Iðnó, þar sem Ástrós og Lára Stefánsdóttir heilla áhorfendur upp úr skón- um, með fótafimi sinni og kyn- þokka. Á sunnudaginn ætla ég svo að sýna lit og fara yfir stöðuna hjá syni mínum, sem glímir við hin alræmdu samræmdu próf. Hann þarf auðvitað ekkert á mér að halda, en maður er þó í það minnsta til taks,“ segir Þorfinnur Ómarsson þátta- stjórnandi í Íslandi í dag. HVAÐ ÆTLAR ÞÚ AÐ GERA UM HELGINA? Þorfinnur Ómarsson í Íslandi í dag Fyrir nokkrum vikum birti Föstu- dagur innlit hjá sjónvarpskonunni Völu Matt en hún var að selja glæsi- íbúð sína á Strand- vegi í Garðabæ. Nú er Vala búin að selja íbúðina. Kaupandinn er Gunnar Thoroddsen, fram- kvæmdastjóri Landsbankans í Lúxemborg, en hann hefur gegnt því starfi frá því 2004. Áður var hann forstöðumaður Sértækra útlána og framkvæmdastjóri Hamla, dótturfélags Lands- bankans. Það er ekkert skrítið að Gunnar hafi fallið fyrir íbúðinni því hún er búin öllum þeim lúxus og þægindum sem völ er á. Hvítar sprautulakkaðar innréttingar, hvíttuð eik á gólf- um og glerveggir einkenna íbúð- ina sem er 120 fm. Það ætti því ekki að væsa um Gunnar og eigin- konu hans, Auði Stefánsdóttur, þegar þau dvelja á Íslandi með fjölskyldu sína. Vala er búin að selja Gunnar Thoroddsen V ið erum á milljón að vinna í breytingunum á staðnum,“ segir Dóra Takefusa en hún stefnir að því að enduropna barinn Jol- ene 8. maí á Flæsketorvet 81 á Vesterbro ásamt meðeigenda sínum, Dóru Dúnu Sighvatsdóttur. Hún segir að þær ætli ekki að gera neinar róttækar breytingar heldur verði þær með sömu stemningu, sama útlit og sömu tónlist, bara á öðrum stað. Jolene vakti mikla athygli þegar hann opnaði á Norðurbrú og danska press- an gaf staðnum toppeinkunn. Þegar Dóra er spurð að því hver sæki Jolene þá segir hún að níutíu prósent gestanna séu Danir. „Þetta eru meira og minna fastakúnnar sem eru svona jaðar listaspírur, fólk úr tískubransanum, tónlistarfólk og leikarar.“ Nýi staðurinn er í iðnaðar- hverfinu við Istedgade en í hverfinu er að myndast blómlegt sam- félag með smart börum, hönnunarverslunum og veitingastöðum. „Það voru 300 fyrirtæki sem sóttu um plássið sem við fengum. Við vorum mjög heppnar að fá þetta pláss því við þurftum ekki að borga fyrir leigusamninginn eins og tíðkast í Danmörku,“ segir Dóra. Spurð að því af hverju tvær íslenskar stelpur frá Reykjavík haldi til Danmerkur til að opna bar segir hún að þetta hafi fyrst og fremst verið til að skapa þeim sjálfum atvinnu. „Í janúar í fyrra fórum við í pílagrímsferð til Danmörku. Við skoðuðum hverfin og alla barina og tókum þá ákvörðun að opna bar sem væri í okkar anda því við vorum ekkert að fíla staðina hérna,“ segir Dóra Takefusa alsæl í Danmörku. martamaria@365.is DÓRA DÚNA OG DÓRA TAKEFUSA ERU Á FULLU Í FRAMKVÆMDUM Jolene opnar 8. maí Vala Matt Dóra Dúna og Dóra Takefusa kunna vel við sig í Danmörku enda hefur þjóðfélagið tekið þeim opnum örmum og vinsældir Jolene hafa ekki farið fram- hjá neinum. A-BA-NI-BI Eurobandið, með þau Friðrik Ómar og Regínu Ósk í fararbroddi, hefur sent frá sér lagið A-Ba-Ni-Bi sem verður á fyrstu plötu sveitarinnar sem kemur í búðir á næstu dögum. Er því ætlað að fylgja eftir vinsæld- um This Is My Life. Tuttugu ár eru liðin síðan Ísraelar unnu Eurovision í fyrsta sinn með A-Ba-Ni-Bi og spurningin er hvort Eurobandið sé þarna að senda út skilaboð um að fyrsti sigur Ís- lands sé mögulega í vændum. Þess má geta að eftir að Ísraelar brutu ísinn árið 1978 unnu þeir einnig Eurovision árið eftir með laginu Hallelujah... ER ÞJÓÐIN SMEKKLEG EÐA EKKI? Svarið við spurningunni verður opin- bert í næstu viku þegar þjóðin fær kost á að velja sigurvegarann í sjón- varpsþættinum Hæðin, sem sýnd- ur hefur verið á Stöð 2 í vetur. Hing- að til hefur valdið verið í höndum dómnefndarinnar sem skipuð er af arkitektunum, Kristínu Guðmunds- dóttur, Hallgrími Friðgeirssyni og Þorvaldi Skúlasyni, en nú fær þjóðin að ráða og verður spennandi að sjá hver útkoman verður. Það er eins gott að velja rétt því sigurparið fær tvær milljónir í vinning. 2 • FÖSTUDAGUR 2. MAÍ 2008
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.