Fréttablaðið - 02.05.2008, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 02.05.2008, Blaðsíða 24
24 2. maí 2008 FÖSTUDAGUR UMRÆÐAN Helga Jónsdóttir skrifar um dómsmál Ég varð fyrir því í maímánuði í fyrra að lenda í hörðum árekstri á Suðurlandsvegi. Við vorum þrjú í bílnum: ég, maðurinn minn, sem keyrði, og dóttir okkar sem þá var þriggja mánaða. Það slasaðist eng- inn í slysinu nema ég og maðurinn minn. Ökumaður hins bílsins meiddist ekkert. Slysið hafði þær afleiðingar að ég var í endurhæf- ingu á Grensási til áramóta. Í febrú- ar sl. byrjaði ég að vinna, dóttir mín byrjaði á leikskóla og maðurinn minn gat stundað nám sitt á ný. Líf okkar var að komast í eðlilegt horf eftir erfiðasta hálfa árið sem við og fjölskyldur okkar höfum upplifað. Á fjórða degi mínum í vinnunni eftir að ég sneri aftur hringdi mað- urinn minn í mig og sagði mér að honum hefði verið birt ákæra vegna slyssins. Sýslumaðurinn á Selfossi hafði sem sagt ákært hann fyrir að hafa valdið því að ég slasaðist, nánar tiltekið fyrir brot gegn 219. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Það ákvæði kveður efnis- lega á um að refsa eigi þeim sem veldur öðrum af gáleysi tjóni á lík- ama eða heilbrigði, sams konar og því sem fellur undir ákvæði lag- anna um meiri háttar líkamsárás. Við höfðum verið vöruð við því, að þar sem við lentum í slysi í þessu sýslumanns umdæmi þá gæti mað- urinn minn átt von á því að verða ákærður en það væri samt ekki vaninn að ákæra í málum þar sem sá eini sem slasaðist væri svo nákominn þeim sem talinn væri valdur að slysinu. „Almennar refsivörsluástæður” og „almannahagsmunir” Eftir að ákæran var birt gerðum við allt sem í okkar valdi stóð til þess að fá sýslumann- inn til að falla frá ákærunni. Ég sendi honum bréf þar sem ég lýsti því hvaða áhrif svona dómsmál myndi hafa á okkur og sendi honum m.a. vottorð frá lækninum sem hefur annast endurhæfingu mína þar sem kom fram að fólk sem hefði fengið heilaáverka eins og ég, væri í aukinni hættu á að fá kvíða og þunglyndi auk þess sem lítið þyrfti til að koma slíkum sjúkling- um úr jafnvægi. Í vottorðinu kemur enn fremur fram að ákæra og allt það álag sem málaferlum fylgir myndi vafalítið hafa mjög slæm áhrif á bata minn. Talað var við Ríkissaksóknara sem sagði að það væri einungis sýslumaður sjálfur sem gæti ákveðið að falla frá ákæru. Auk þess töluðu fleiri aðilar beint við sýslumann. En það skipti engu máli. Ég fékk svarbréf frá sýslu- manni þar sem mér var tjáð að þetta slys hefði haft of miklar afleiðingar til þess að hægt væri að falla frá ákæru. Þá spyr ég: Afleiðingar fyrir hvern? Eru það ekki bara afleiðingar fyrir mig og mína sem þetta slys hefur haft? Það er engu líkara en með þessu hafi átt að láta mig finna fyrir þessum afleiðingum áfram. Í c.lið 2. mgr. 113. gr. laga um meðferð opinberra mála nr. 19/1991 segir að falla megi frá sak- sókn ef brot hafi valdið sakborn- ingi sjálfum óvenjulegum þján- ingum og málsókn þykir ekki brýn af almennum refsivörsluástæð- um. Ég lít svo á að þetta ákvæði eigi einmitt við í okkar tilviki. Sýslumaður hefur augljóslega litið svo á að vegna almennra refsi- vörsluástæðna væri brýn þörf á málsókn. Rök hans fyrir þeirri niðurstöðu hef ég ekki enn séð svart á hvítu en vildi gjarnan fá tækifæri til þess. Ég hef áður tekið fram það mikilvæga atriði, að ökumaður hins bílsins í árekstrinum meiddist ekk- ert, heldur vorum við mað- urinn minn þau einu sem slösuðust. Þar sem ekki var um að ræða nein meiðsli annarra leyfi ég mér að efast um að ástæð- ur sýslumannsins fyrir að ákæra geti komist nálægt því að vega upp gildi þeirra sjónarmiða sem með réttu ættu að leiða af ofan- greindu ákvæði fyrir mál okkar. Ég held raunar að þar þurfi ekki einu sinni slík sérstök lagaákvæði til heldur standist útgáfa ákæru við þessar kringumstæður ekki almennustu kröfur mannlegrar samúðar og skynsemi. Ég bendi líka á að í f.lið 2. mgr. 113. gr. laga um meðferð opin- berra mála er að finna almenna heimild fyrir lögreglustjóra til að falla frá ákæru ef sérstaklega stendur á og almannahagsmunir krefjast ekki málshöfðunar. Með þessu ákvæði hefur löggjafinn reynt að gefa lögreglustjórum svigrúm til að taka tillit til sér- stakra atvika mála við mat sitt á því hvort gefa eigi út ákæru. Ákvæði sem þetta er nauðsynlegt til að vega upp á móti hugsanlega óréttlátri framkvæmd sem ella kynni að leiða af skilyrðislausri og einstrengingslegri fylgni hand- hafa ákæruvalds við meginregl- una, sem kemur fram í 111. gr. sömu laga, um að sérhver refsi- verður verknaður skuli sæta ákæru. Af sömu ástæðu er reynd- ar einmitt tekið fram í seinni máls- lið þeirrar lagagreinar: „nema annað leiði af lögum“. Það hlýtur að mega slá því föstu að ofangreind ákvæði séu sýslu- manni kunn og að hann hafi, vegna tilrauna okkar til að afstýra sak- sókn í málinu, tekið afstöðu til þeirra um leið og hann komst að þeirri niðurstöðu að hann yrði að ákæra manninn minn og halda fast við þá ákæru. Því má spyrja: hvaða almannahagsmunir og hvaða almennu refsivörsluástæður voru þess valdandi að sýslumaðurinn á Selfossi taldi óhjákvæmilegt að ákæra í máli okkar? Eiga lög að vera ólík eftir sýslu- mannsumdæmum? Mér finnst það umhugsunarefni ef svo getur staðið á að maður sé ekki einungis svo óheppinn að lenda í bílslysi heldur sé maður líka það afspyrnu óheppinn að lenda í bílslysi í umdæmi Sýslu- mannsins á Selfossi. Maður hefði haldið að sýslumannsumdæmum á landinu bæri skylda til að gæta samræmis við ákvarðanatöku í ákvörðunum um saksókn, einkum í viðkvæmum málum á borð við okkar, þar sem atvik og aðstæður eru sérstakar. Ég held að óþarft sé að rekja í smáatriðum ástæð- urnar fyrir því og læt nægja að vísa hér almennt til meginreglna stjórnsýslu- og stjórnskipunar- réttar um jafnræði, sem einkum og sér í lagi þykir sérstök nauð- syn á að gætt sé í þaula í öllum aðgerðum yfirvalda sem varða sakamál. Er eðlilegt að bara sum umdæmi séu með strangari regl- ur en öll hin og ákæri í málum sem hin ákæri ekki í? Jafnvel bara eitt umdæmi? Ég ákvað að leita á vef héraðs- dómstóla að máli sem væri líkt okkar með það í huga að miðað við þann fjölda bílslysa sem yrðu á ári þá hlytu að fyrirfinnast fordæmi, þar sem einhver hefði slasast sem væri nákominn þeim sem talinn væri valdur að slysinu. Ég fann jú dæmi þar sem einhver tengdur þeim sem talinn var valdur að slysinu hafði slasast en það hafa þá í öllum tilvikum einhverjir slas- ast í hinum bílnum líka. Ég ítreka að það var ekki fyrir hendi í okkar tilviki. Ég fann ekkert mál sem líktist okkar máli en það skal tekið fram að einungis er hægt að leita að héraðsdómum á netinu frá árinu 2006. Dómur Hæstaréttar í máli nr. 141/1999, frá 21. október 1999, má að mínu mati hafa til hliðsjónar þegar metin eru atvik í máli okkar. Í þessu máli voru atvik þannig að ákærði var að taka fram úr fólks- bíl og 20 metra löngum vörubíl þegar árekstur varð með bíl hans og bíl sem kom úr gagnstæðri átt. Ökumaður hins bílsins og farþegi í þeim bíl slösuðust töluvert í slys- inu og einnig móðir ákærða, sem var með honum í bíl. Í ákærunni er málið sagt höfðað vegna meiðsla þeirra allra. Ákærði var sakfelld- ur bæði í héraði og með dómi Hæstaréttar og dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Ég vil benda sérstaklega á hér að í dómi Hæstaréttar er tekið fram að litið sé til þess við ákvörðun refsingar að móðir ákærða hafi slasast mikið. Af þessu tel ég hægt að draga þá ályktun, þar til annað sannast, að það sé alls ekki vaninn að ákæra í svona málum. Ég vek athygli á ofangreindum hæstaréttardómi. Það er erfitt eða ekki hægt að bera gáleysi eins saman við gáleysi annars. Ég tel auk þess ekki þurfa að fara út í þá sálma. Ég bendi hins vegar sérstaklega á það að Hæstiréttur tekur sérstakt tillit til þess í dómi sínum hve mikið náinn ástvinur ákærða slas- aðist. Ég tel að enda þótt þarna sé um að ræða sakfellingu af brotinu og þetta sjónarmið sé nefnt í sam- hengi við ákvörðun refsingar þá sé það til marks um áherslu dóm- stóla á því að tekið sé tillit til sjón- armiða á borð við þetta á öllum stigum málsmeðferðar sakamála. Í skjóli laganna Með þessum skrifum ætla ég mér ekki að gera tæmandi grein fyrir máli okkar eða öllum sjón- armiðum okkar. Ég vil með þessu einungis reyna að vekja athygli á þeirri ákvörðun Sýslumannsins á Selfossi að ákæra manninn minn vegna slyssins sem við lentum í, ofan á allt annað sem við höfum þurft að ganga gegnum vegna þess á liðnum mánuðum. Fyrst og fremst vonumst við innilega til þess að þessi frásögn geti stuðlað að því að mál af þessum toga endurtaki sig ekki, hvort sem það myndi leiða af ákvörð- unum eða afskiptum æðri yfir- valda á þessu sviði eða tímabær- um sinnaskiptum þeirra sem fara að lögum með vald til að taka slíkar ákvarðanir. Við teljum að ákvörðun sýslu- mannsins á Selfossi um að ákæra, hafi ekki bara verið hlutlægt og faglega séð röng heldur einnig sérlega kaldlynd og skeytingar- laus í okkar garð eins og sakir stóðu. Líkt og ofar greinir getum við ekki séð hvaða rök eða hvatir geta mögulega hafa legið þarna að baki hjá sýslumanni. Sérstak- lega á það við ef horft er til ofan- greindra lagareglna sem voru fyrir hendi og er einmitt ætlað að veita honum lögbundin úrræði til að fást við slík sérstök tilfelli. Við bendum aftur á að við fáum með engu móti séð hvaða almanna- hagsmunir eða almennu refsi- vörslusjónarmið geti hugsanlega gert ákæru óhjákvæmilega í svona tilvikum og ítrekum þá jafnframt enn bæði að enginn slasaðist í slysinu nema við sjálf. Í tilvikum sem þessum er rétt að stjórnvöld, sem hafa þá skyldu fyrst og fremst að framfylgja lögum, spyrji sig: hverjum er lögunum ætlað að þjóna, hverja eiga þau að vernda? Eins og atvik voru teljum við að fullt tilefni hafi verið til að spyrja þessarar spurningar í máli okkar. Við efumst hins vegar um að henni hafi skotið upp í huga sýslu- manns. Og engu breytti þó við og aðrir leituðumst við að koma honum í skilning um aðstæður okkar. Ég veit þannig ekki hvort eða hvernig sýslumaður hefur með sjálfum sér svarað þessari spurn- ingu áður en hann ákvað að gefa út ákæru í máli okkar. Það eina sem ég veit er hvert svar hans varð, þegar ég leitaði til hans sem laganna varðar í sinni sýslu og þess eina sem hafði valdið, en það var okkur báðum ljóst, til að taka ákvörðun af eða á í málinu. Ég höfðaði í einlægni til hans, eða öllu heldur laganna sem honum bar að gæta, fyrir hönd mína og mannsins míns. Svar hans var: Nei. Höfundur er lögfræðingur. Hvenær eiga stjórnvöld að strá salti í sárin? HELGA JÓNSDÓTTIR Við teljum að ákvörðun sýslumannsins á Selfossi um að ákæra, hafi ekki bara verið hlutlægt og faglega séð röng heldur einnig sérlega kaldlynd og skeytingarlaus í okkar garð eins og sakir stóðu. „...fyrst á visir.is“ ...ég sá það á visir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.