Fréttablaðið - 17.05.2008, Page 33

Fréttablaðið - 17.05.2008, Page 33
][ Landakort má ekki gleymast þegar ferðast er til ókunnra landa. Oft þarf að grípa til þess þegar munnlegar leiðbeiningar eru á framandi tungumáli. Nám erlendis heillar flesta Íslendinga og landann er að finna víða um heim. Alþjóða- skrifstofa Háskóla Íslands kemur við sögu hjá mörgum sem fara í víkinginn enda að ýmsu að huga fyrir brottför. „Alþjóðaskrifstofa Háskóla Íslands, þjónar öllu menntastiginu sem landsskrifstofa fyrir Mennta- áætlun Evrópusambandsins og Nordplus menntaáætlunar nor- rænu ráðherranefndarinnar. Menntaáætlanirnar ná til leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla, háskóla og fullorðinsfræðslu. Auk þess er hér rekin upplýsingastofa um nám erlendis sem er opin fyrir almenning, en þangað sækja marg- ir sem eru í leit að háskólanámi erlendis. Meginverkefnin eru þó stúdenta- og kennara skipti fyrir Háskóla Íslands og formlegt sam- starf við erlenda háskóla,“ segir Karitas Kvaran, forstöðumaður Alþjóðaskrifstofu Háskóla Íslands. Aðsóknin er mjög góð að hennar sögn og árlega fara á milli tvö og þrjúhundruð utan. „Flestir frá okkur eru í grunnnámi en síðan er að færast í vöxt að fólk í fram- haldsnámi taki hluta náms erlendis og það er mjög hvatt til þess. Ástæðan fyrir því er fjölbreyttara framboð námskeiða erlendis auk þess sem það styrkir framhalds- námið hér,“ útskýrir Karitas og segir flesta fara til Norðurland- anna og Evrópu, en einnig sé auk- inn áhugi á Bandaríkjunum, Kan- ada og Asíu. „Háskóli Íslands hóf kennslu í japönsku fyrir nokkrum árum og það er alltaf töluverður hópur sem fer til Japan árlega. Einnig tökum við á móti nemend- um þaðan í staðinn, enda er það forsendan fyrir skiptináminu. Kennsla í kínversku hófst við Háskóla Íslands síðst liðið haust og núna erum við að þreifa fyrir okkur með skiptinám til Kína,“ segir Karitas. Flestir sem fara í skiptinám eru úr hugvísinda- og félagsvísinda- deild, en einnig úr viðskipta- og hagfræðideild, lagadeild, verk- fræði- og raunvísindadeild. Auk þess segir Karitas nemendur úr heilbrigðisvísindum velji þessa leið í auknum mæli. Hún segir skólann vera með samning við ákveðna skóla víðs- vegar um heiminn sem bjóða skipt- inám og nefnir nokkra óvenjulega staði. „Svalbarði í Noregi er alltaf vinsæll staður, helst meðal nem- enda í raunvísindum, gjarnan jarð- fræði og landafræði. Síðan erum við einnig með samning við skóla á franskri eyju í Indlandshafi sem nefnist Reunion. Einnig má nefna staði í Suður- Ameríku sem þykja alltaf spennandi,“ segir Karitas, sem bætir við Ísland sé nú vinsælla en nokkru sinni fyrr. „Í dag tökum við á móti mun fleiri skiptinemum en fara héðan. Ísland þykir áhuga- vert land og hér er boðið upp á gott nám. Síðan er líka mikið kennt á ensku og það er lykillinn að námi fyrir erlendra skiptinema hérlend- is.“ Kröfur til íslenskra skiptinema eru mismunandi eftir löndum og að sögn Karitasar borgar sig að kanna málið vel hjá Alþjóðaskrifstofu Háskóla Íslands með góðum fyrir- vara. http://www.ask.hi.is rh@frettabladid.is Nám á Svalbarða og við strendur Afríku Bandaríkin og Asía eru meðal svæða sem njóta aukinna vinsælda meðal íslenskra skiptinema á háskólastiginu, að sögn Karitasar Kvaran, forstöðumanns Alþjóðaskrif- stofu Háskóla Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA BÍLALEIGUBÍLAR SUMARHÚS Í DANMÖRKU Sumarhús Útvegum sumarhús í Danmörku af öllum stærðum Fjölbreyttar upplýsingar á www.fylkir.is LALANDIA - Rødby Lágmarksleiga 2 dagar. LALANDIA - Billund Nýtt frábært orlofshúsahverfi rétt við Legoland. Ódýrari bílaleigubílar fyrir Íslendinga. Bílar frá dkr. 1.975.- pr. viku. Innifalið í verði; ótakmarkaður akstur, allar tryggingar, engin sjálfsábyrgð. ( Afgr.gjöld á flugvöllum). Höfum allar stærðir bíla, 5 – 7 manna og minibus 9 manna og rútur með eða án bílstjóra. Halló pabbi! Halló mamma! Er fjölskylda þín ein af þeim? Ég er á leiðinni ... 48 erlendir skiptinemar koma til Íslands í ágúst nk. Þeir bíða spenntir eftir að heyra frá íslensku fósturfjölskyldunum sínum. Ef svo er gefst ykkur færi á að taka á móti erlendum skiptinema næstu 5-10 mánuði. Viljið þið kynnast ... nýjum viðhorfum? ... framandi menningu? ... nýrri sýn á land og þjóð? Ingólfsstræti 3, 2. hæð Sími 552 5450 • www.afs.is H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Blaðberinn bíður þín Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 8-17. ...góðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn...

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.