Fréttablaðið - 17.05.2008, Síða 33

Fréttablaðið - 17.05.2008, Síða 33
][ Landakort má ekki gleymast þegar ferðast er til ókunnra landa. Oft þarf að grípa til þess þegar munnlegar leiðbeiningar eru á framandi tungumáli. Nám erlendis heillar flesta Íslendinga og landann er að finna víða um heim. Alþjóða- skrifstofa Háskóla Íslands kemur við sögu hjá mörgum sem fara í víkinginn enda að ýmsu að huga fyrir brottför. „Alþjóðaskrifstofa Háskóla Íslands, þjónar öllu menntastiginu sem landsskrifstofa fyrir Mennta- áætlun Evrópusambandsins og Nordplus menntaáætlunar nor- rænu ráðherranefndarinnar. Menntaáætlanirnar ná til leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla, háskóla og fullorðinsfræðslu. Auk þess er hér rekin upplýsingastofa um nám erlendis sem er opin fyrir almenning, en þangað sækja marg- ir sem eru í leit að háskólanámi erlendis. Meginverkefnin eru þó stúdenta- og kennara skipti fyrir Háskóla Íslands og formlegt sam- starf við erlenda háskóla,“ segir Karitas Kvaran, forstöðumaður Alþjóðaskrifstofu Háskóla Íslands. Aðsóknin er mjög góð að hennar sögn og árlega fara á milli tvö og þrjúhundruð utan. „Flestir frá okkur eru í grunnnámi en síðan er að færast í vöxt að fólk í fram- haldsnámi taki hluta náms erlendis og það er mjög hvatt til þess. Ástæðan fyrir því er fjölbreyttara framboð námskeiða erlendis auk þess sem það styrkir framhalds- námið hér,“ útskýrir Karitas og segir flesta fara til Norðurland- anna og Evrópu, en einnig sé auk- inn áhugi á Bandaríkjunum, Kan- ada og Asíu. „Háskóli Íslands hóf kennslu í japönsku fyrir nokkrum árum og það er alltaf töluverður hópur sem fer til Japan árlega. Einnig tökum við á móti nemend- um þaðan í staðinn, enda er það forsendan fyrir skiptináminu. Kennsla í kínversku hófst við Háskóla Íslands síðst liðið haust og núna erum við að þreifa fyrir okkur með skiptinám til Kína,“ segir Karitas. Flestir sem fara í skiptinám eru úr hugvísinda- og félagsvísinda- deild, en einnig úr viðskipta- og hagfræðideild, lagadeild, verk- fræði- og raunvísindadeild. Auk þess segir Karitas nemendur úr heilbrigðisvísindum velji þessa leið í auknum mæli. Hún segir skólann vera með samning við ákveðna skóla víðs- vegar um heiminn sem bjóða skipt- inám og nefnir nokkra óvenjulega staði. „Svalbarði í Noregi er alltaf vinsæll staður, helst meðal nem- enda í raunvísindum, gjarnan jarð- fræði og landafræði. Síðan erum við einnig með samning við skóla á franskri eyju í Indlandshafi sem nefnist Reunion. Einnig má nefna staði í Suður- Ameríku sem þykja alltaf spennandi,“ segir Karitas, sem bætir við Ísland sé nú vinsælla en nokkru sinni fyrr. „Í dag tökum við á móti mun fleiri skiptinemum en fara héðan. Ísland þykir áhuga- vert land og hér er boðið upp á gott nám. Síðan er líka mikið kennt á ensku og það er lykillinn að námi fyrir erlendra skiptinema hérlend- is.“ Kröfur til íslenskra skiptinema eru mismunandi eftir löndum og að sögn Karitasar borgar sig að kanna málið vel hjá Alþjóðaskrifstofu Háskóla Íslands með góðum fyrir- vara. http://www.ask.hi.is rh@frettabladid.is Nám á Svalbarða og við strendur Afríku Bandaríkin og Asía eru meðal svæða sem njóta aukinna vinsælda meðal íslenskra skiptinema á háskólastiginu, að sögn Karitasar Kvaran, forstöðumanns Alþjóðaskrif- stofu Háskóla Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA BÍLALEIGUBÍLAR SUMARHÚS Í DANMÖRKU Sumarhús Útvegum sumarhús í Danmörku af öllum stærðum Fjölbreyttar upplýsingar á www.fylkir.is LALANDIA - Rødby Lágmarksleiga 2 dagar. LALANDIA - Billund Nýtt frábært orlofshúsahverfi rétt við Legoland. Ódýrari bílaleigubílar fyrir Íslendinga. Bílar frá dkr. 1.975.- pr. viku. Innifalið í verði; ótakmarkaður akstur, allar tryggingar, engin sjálfsábyrgð. ( Afgr.gjöld á flugvöllum). Höfum allar stærðir bíla, 5 – 7 manna og minibus 9 manna og rútur með eða án bílstjóra. Halló pabbi! Halló mamma! Er fjölskylda þín ein af þeim? Ég er á leiðinni ... 48 erlendir skiptinemar koma til Íslands í ágúst nk. Þeir bíða spenntir eftir að heyra frá íslensku fósturfjölskyldunum sínum. Ef svo er gefst ykkur færi á að taka á móti erlendum skiptinema næstu 5-10 mánuði. Viljið þið kynnast ... nýjum viðhorfum? ... framandi menningu? ... nýrri sýn á land og þjóð? Ingólfsstræti 3, 2. hæð Sími 552 5450 • www.afs.is H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Blaðberinn bíður þín Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 8-17. ...góðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn...
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.