Fréttablaðið - 07.06.2008, Síða 2

Fréttablaðið - 07.06.2008, Síða 2
2 7. júní 2008 LAUGARDAGUR SKIPULAGSMÁL Borgaryfirvöld hafa sent húseigendum við Laugaveg tæplega 300 bréf þar sem þeim er tilkynnt niðurstaða úttektar á húsum þeirra. Verktakar voru ráðnir til starfans. Dýrustu fram- kvæmdir sem kallað er eftir hlaupa á milljónum. Húseigendur eru hvattir til framkvæmda fyrir 17. júní, í síð- asta lagi 1. ágúst, annars sé gripið til dagsekta. Þetta á ekki við um eignir borgarinnar sjálfrar við Laugaveg 4 og 6, en þar fer nú fram deiliskipulagsvinna. Hún verður kynnt á næstu vikum, en ferlið tekur einhverja mánuði. Dagur B. Eggertsson borgar- fulltrúi sagði í samtali við Frétta- blaðið fyrir nokkru að hann teldi rétt að borgin beitti sjálfa sig dag- sektum eins og aðra. Magnús Sædal byggingarfull- trúi segir kostnaðinn við úttektina á Laugavegi ekki liggja fyrir. „Hann safnast saman á ýmsum stöðum í kerfinu og ekki enn ljóst hver hann er. En þessu fylgir gíf- urlegur kostnaður og einnig aðgerðum varðandi veggjakrot.“ Magnús segir hreinsunarstarfið við Laugaveg hafa gengið prýði- lega og starfsemi vera komna í hús sem áður stóðu auð. Hvað varðar dagsektir verði tekið tillit til umfangs framkvæmda. „Við erum að gefa fólki skikkan- legan tíma til aðgerða. Í ákveðn- um tilfellum er ekki óeðlilegt að umfangsmiklar aðgerðir geti tekið allt að eitt ár.“ - kóp FJÖLMIÐLAR „Ég er nú ekki sáttur við þessa þróun mála,“ segir Sig- urður Kári Kristjánsson, formað- ur menntamálanefndar Alþingis, um þá ákvörðun Ríkisútvarpsins að nýta RÚV+ rás sína til að geta sjónvarpað frá tveimur íþrótta- viðburðum samtímis. „Að mínu viti var ekki ráðist í breytingar á rekstrarformi og hlutverki Ríkis- útvarpsins með það að markmiði að auka umsvif ríkisins á fjöl- miðlamarkaði.“ Á morgun verður fyrirkomulag- ið nýtt til að geta sýnt bæði frá leik Íslands og Makedóníu í hand- knattleik og Þjóðverja og Pólverja á Evrópumótinu í knattspyrnu, en leikirnir tveir skarast. Sami hátt- ur verður hafður á í lokaumferð riðlakeppni Evrópumótsins, þar sem tveir leikir munu fara fram samtímis daglega í fjóra daga. Alls verða því fimm leikir í mán- uðinum sýndir í beinni útsendingu á hliðarrás Ríkisútvarpsins. Páll Magnússon segir að til hafi staðið að vera í samstarfi við Stöð 2 Sport þegar leiknir verða tveir leikir samtímis. „Það reyndust hins vegar á því samningsréttar- legir annmarkar gagnvart þeim aðilum sem við keyptum sýning- arréttinn af; að útsendingarnar þyrftu að vera undir okkar for- merkjum en ekki annarra. Því varð niðurstaðan að gera þetta með þessum hætti,“ segir Páll. Sigurður Kári segir ekki sann- gjarnt gagnvart einkaaðilum að Ríkisútvarpið, sem þegar sé í ójafnri samkeppni við þá, gefi í frá því sem nú er. „Ég leyfi mér nú bara að vona að þetta sé eina skipt- ið sem þetta gerist og muni ekki eiga sér framhald.“ „Við erum ekki að setja á fót neina íþróttarás með þessu,“ árétt- ar Páll, og segir erfitt að segja til um það hvenær hugsanlega kæmi til ráðstafana af þessu tagi aftur. Spurður hvort Ríkisútvarpinu sé heimilt að sjónvarpa á tveimur rásum samtímis segist Sigurður Kári ekki geta sagt til um það með vissu. „En mér finnst ólíklegt að þetta stangist á við lög,“ segir hann. „Við skoðuðum það hvort það kynnu að vera einhverjir ann- markar á þessu og við fundum þá ekki,“ segir Páll. Hann segist ekki hafa leitað til útvarpsréttarnefnd- ar vegna málsins. Benedikt Bogason, formaður útvarpsréttarnefndar, hafði heyrt af málinu þegar Fréttablaðið hafði samband við hann, en ekki kynnt sér það. Hann sagði nefndarmenn ekki myndu tjá sig um málið fyrr en eftir helgi. stigur@frettabladid.is TAKTU ÞÁTT! 7. JÚNÍ 2008 SJÓVÁ KVENNAHLAUP ÍSÍ Guðjón, er þetta ekki alveg agaleg nefnd? Jú, það eru orð að sönnu. Þetta er alveg agalegt. Aganefnd KSÍ dæmdi Guðjón Þórðarson, þjálfara Skagamanna, í eins leiks bann fyrir ummæli sín eftir leik gegn Keflavík. Kostnaðarsamri úttekt á húsum við Laugaveg er lokið: Dýrt að meta Laugavegshúsin UNDANSKILIÐ Borgin mun ekki sekta sjálfa sig líkt og aðra húseigendur við Laugaveg. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Ekki verið að stofna nýja íþróttarás RÚV Formaður menntamálanefndar er ósáttur við þá þróun að Ríkissjónvarpið ætli að sýna leiki á EM í knattspyrnu á hliðarrás. Aukin umsvif RÚV hafi ekki verið ætlunin með hlutafélagavæðingu. Útvarpsstjóri segir íþróttarás ekki á dagskrá. KNATTSPYRNA Í lokaumferð riðlakeppninnar á Evrópumótinu verða tveir leikir sýndir samtímis. NORDICPHOTOS/AFP SIGURÐUR KÁRI KRISTJÁNSSON PÁLL MAGNÚSSON LÖGREGLUMÁL Hollenskur karl- maður sem setið hefur í fangels- inu á Suðurnesjum undanfarna daga hefur nú losað sig við tíu til fimmtán fíkniefnapakka. Samkvæmt röntgenmyndum er gert ráð fyrir að enn leynist 40 til 50 pakkar í iðrum mannsins. Þeir eru komnir neðarlega í meltingar- veginn, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Líkur eru taldar á að nokkur hundruð grömm af kókaíni séu í pökkunum. Maðurinn var handtekinn á fimmtudagskvöld fyrir rúmri viku í Leifsstöð. Hann var að koma frá Amsterdam. - jss Hollendingur í varðhaldi: Kókaínið loks á leiðinni niður FRÉTTABLAÐIÐ Dreifing Fréttablaðs- ins verður aukin í sumar. Blaðið verður lagt fram í sérstökum köss- um á ferðamannaslóðum. Fyrsti kassinn hefur nú þegar verið settur upp við afleggjarann að Hallkels- hólum í Árnessýslu. Dreifa á blaðinu á þennan hátt í mörgum af helstu sumarbústaða- byggðum bæði á Suður- og Vesturlandi. Blöðin verða endur- nýjuð daglega og ósótt blöð fjarlægð. Fréttablaðið verður áfram aðgengilegt hjá sölu- og þjónustufyrirtækjum víðs vegar um landið. - hþj Dreifing blaðsins í sumar: Fréttablaðið á vegum landsins FRÉTTABLAÐSKASSINN Þeim, sem óska eftir að setja upp Fréttablaðskassa eða vilja dreifa blaðinu, er bent á að senda fyrirspurnir á dreifing@posthusid.is eða hringja í síma 585-8300. LÖGREGLUMÁL Háskólakennarinn sem situr í gæsluvarðhaldi vegna gruns um kynferðisafbrot hefur gengist við hluta af þeim ásökunum sem á hann eru bornar sagði Oddgeirs Einarssonar, lögmaður hans, í samtali við Fréttablaðið. Á fréttavefnum Vísi er haft eftir Oddgeiri að skjólstæðingur hans vilji koma því á framfæri að hann iðrist gjörða sinna og vonist til að geta beðið konu sína og börn afsökunar. Að sögn Björgvins Björgvins- sonar, yfirmann kynferðisbrota- deildar lögreglunnar, hafa níu ákærur borist á hendur honum. Gæsluvarðhaldið rennur út 7. júlí næstkomandi. - jse Kynferðisbrotamál: Hefur játað sök LANDHELGISGÆSLAN Þyrla Land- helgisgæslunnar, TF-Líf, var í gær leigð út í farþegaflug. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunnar var um að ræða flug fyrir Þyrluþjónustuna. Flogið var með þýska ferða- menn að Laxnesi í Mosfellsdal. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þyrlan er leigð út til einkaaðila. Önnur þyrla er til taks ef útkall kemur upp á sama tíma. Sigríður Ragna Sverrisdóttir, upplýsingafulltrúi Landhelgis- gæslunnar, sagðist ekki þekkja til málsatviks í gær. Ærin ástæða hljóti að hafa verið fyrir þessu flugi. - kóp Þyrla Landhelgisgæslunnar: TF-LÍF í far- þegaflugi Í FARÞEGAFLUGI Þyrla Landhelgisgæsl- unnar sinnti farþegaflugi fyrir Þyrluþjón- ustuna í gær. Aflar gæslunni tekna. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN STJÓRNMÁL Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra segir óhjákvæmilegt að stjórn- völd dragi lærdóm af útkomu Baugsmálsins sem leitt var til lykta í Hæstarétti í fyrradag. Í tilkynningu sem Ingibjörg sendi frá sér segir hún bersýni- legt að dómstólar kveði upp úr um að umfang rannsóknarinnar, sem stóð í sex ár og kostaði ógrynni fjár, sem og ákæranna sem gefnar voru út upphaflega hafi alls ekki verið í samræmi við tilefnið. - jse Utanríkisráðherra: Verða að læra af Baugsmálinu IÐNAÐUR Fyrsta skóflustungan var tekin að kerskála fyrirhugaðs álvers Norðuráls í Helguvík í gær eftir að skrifað hafði verið undir samning Norðuráls og Íslenskra aðalverktaka sem reisa skálann. Á sama tíma höfðu mótmæl- endur sig í frammi og voru tveir þeirra handteknir. Í fréttatilkynningu frá Norður- áli segir að heildarkostnaður vegna fyrsta áfanga álversins verði á bilinu 70 til 80 milljarðar en hann verður tilbúinn í árslok 2010. Áætluð útflutningsverð- mæti miðað við álverð í dag verða um 35 milljarðar á ári. Um 400 manns munu starfa við álverið og segir að afleidd störf verði um 600. „Það er táknrænt að þeir hafi verið að grafa því þarna var verið að jarða ferðaþjónustu og nýsköp- un á Reykja- nesi,“ segir Elvar Geir Sævarsson, íbúi í Reykjanesbæ, sem mætti til að mótmæla. „Það á að taka alla orkuna í þessa starfsemi svo ekkert annað mun þrífast nema það sem snýr að álframleiðslu og þjónustu í kring- um það. Svo hefur reynslan sýnt að þeir kaupa um síðir rekstur allra þeirra sem þjónusta þá í stað þess að þurfa að kaupa af þeim þjónustuna.“ Af þessu tilefni mættu mótmælendur með líkkist- ur sem áttu að tákna útför ferða- mannaþjónustu og nýsköpunar á Reykjanesi. - jse Fyrsta skóflustunga tekin að álveri í Helguvík: Segir þá hafa jarðað nýsköpun MÓTMÆLANDI HANDTEKINN Tveir voru handteknir við mótmælin sem stóðu yfir þegar fyrsta skóflustungan var tekin að álveri í Helguvík. MYND/VÍKURFRÉTTIR ELVAR GEIR SÆVARSSON SPURNING DAGSINS
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.