Fréttablaðið - 07.06.2008, Síða 30
30 7. júní 2008 LAUGARDAGUR
Sagan á eftir að fella sinn dóm
Guðmundur Þóroddson, fyrrverandi forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur og REI, stendur á krossgötum. Honum hefur verið boðið
að stofna nýtt jarðhitafyrirtæki með bandarískum fjárfestingasjóði. Í viðtali við Svavar Hávarðsson gerir hann upp REI-málið.
Hann telur Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson ekki bera ábyrgð á því hvernig fór og upplýsir að borgarstjórinn fyrrverandi hafi ekki séð
frægan nafnalista á stjórnar- og eigendafundi Orkuveitunnar sem var vendipunktur í falli þáverandi borgarmeirihluta.
F
yrst af öllu hver er þín
sýn á REI-málið
almennt séð?
Við sáum stórt tæki-
færi fara forgörðum
og allir sem að því
komu geta eflaust sagt núna að
þeir hefðu getað gert margt öðru-
vísi og betur. Þetta varð mál mál-
anna og fór úr böndunum.
Ég held að ef menn skoða þetta
þá var um að ræða stórkostlegt
tækifæri. Útrásarfyrirtæki með
80 milljarða í eigið fé eins og leit
út fyrir að verða. Mistökin voru,
og ég hefði átt að átta mig á því, að
við vorum allt of mikið viðskipta-
lega þenkjandi og þeir sem komu
að málinu frá FL-Group sáu þetta
fyrst og fremst sem viðskiptamál.
Haukur Leósson, sem var stjórn-
arformaður OR, var fyrst og
fremst með þekkingu á viðskipt-
um en ekki stjórnmálamaður.
Þannig að kjarni málsins frá
mínum sjónarhóli séð var að við
vorum með frábært viðskipta-
tækifæri sem átti eftir að hugsa
pólitískt.
Þar brugðust tengingarnar inn í
hinn pólitíska heim sem varð til
þess að menn sáu ekki þessar
gryfjur sem voru á leiðinni. Part-
ur af því er vegna þess að þetta
gerðist allt ofboðslega hratt því
við vorum á þessum tíma í vand-
ræðum með það að stjórn Orku-
veitunnar hélt ekki utan um upp-
lýsingarnar. Allt sem inn á
stjórnarfundi fór og dagskrá
þeirra var komið í fjölmiðla áður
en fundurinn var haldinn.
Við vorum í erfiðri stöðu með að
fara í mikið kynningarferli því
stjórnarmenn höfðu sýnt ítrekað
að þeir láku öllum upplýsingum
út. Þess vegna var málið unnið
gríðarlega hratt. Til að mynda
vorum við Bjarni Ármannsson
mikið til erlendis á meðan þetta
var að gerast og eftir á að hyggja
hefði átt að fara hægar í sakirnar.
Ræða hefði þurft málin betur og
setja fólk ekki upp við vegg með
að þurfa að samþykkja hluti áður
en það hafði náð að kynna sér
málið mjög vel.
Bitbein í fjölmiðlum
Þurftuð þið að vinna málið svona
hratt vegna þess að stjórnarmenn
láku upplýsingum jafn harðan?
Það var það sem gerði það að
verkum að stjórnin var ekki öll
tekin inn í umræðuna strax.
Reynslan sýndi að menn voru
byrjaðir að berjast í blöðunum
með óklárað mál. Við fundum
verulega fyrir því í stjórn fyrir-
tækisins að um leið og mál kom á
stjórnarborð var það orðið bitbein
í fjölmiðlum.
Hverjir voru það sem láku upp-
lýsingum í fjölmiðla?
Ég hef ekki hugmynd um hverj-
ir það voru.
Hver átti að axla hina pólitísku
ábyrgð og hvenær?
Ég geri mér ekki grein fyrir því.
Ég er ekki viss um hver var hin
pólitíska sök. Var það að setja fyr-
irtækið á koppinn eða afgreiðslan
við stofnun fyrirtækisins. Liggur
sökin í því að láta þetta ekki ganga
áfram eins og lagt var upp með?
Ég held að sagan muni greina
þetta þegar persónur og leikendur
standa þessu ekki eins nærri og nú
er. Þá kemur sýn á það hvert var
hið stóra pólitíska mál í þessu öllu.
Það má nefna Hafskipsmálið í
þessu samhengi, það sama á við
um Baugsmálið og ég held að það
muni gilda um REI-málið. Sagan á
eftir að fella sinn dóm.
Ég sé ekki nein sérstök pólitísk
afglöp í þessu annað en það að
meirihluti borgarstjórnar springur
vegna málsins. Ég veit ekki hver
það ætti að vera sem axla ætti
ábyrðina sérstaklega. Það voru
engir saknæmir hlutir gerðir og
menn fóru ekki út fyrir sínar
heimildir. Menn segja að Vilhjálm-
ur borgarstjóri hafi farið út fyrir
sínar heimildir en ég taldi það
alveg klárt að hann væri með bak-
landið í lagi; alla vega að menn
væru samþykkir því að gera þetta
svona. Þannig að ég get ekki lagt
þetta í fangið á honum neitt sér-
staklega. Svo má spyrja hvort REI
var ekki það sem fyllti mælinn í
öðrum samskiptum á þeim vett-
vangi, ég veit það ekki.
Margir hafa haldið því fram að
uppsögn þín hafi verið eðlileg í
ljósi kaupréttarsamninganna sem
gerðir voru og má minna á að í
skýrslu þverpólitísks stýrihóps um
málefni REI var komist að þeirri
niðurstöðu að trúnaðarbrestur hafi
orðið á milli þín og borgarfulltrúa í
tengslum við REI-málið. Varst þú
látinn axla ábyrgð að ósekju?
Ég er ekkert að velta mér upp
úr því. Ég var ekki ráðinn þannig
að það þyrfti að segja mér upp af
einhverri sérstakri ástæðu. Ef
menn eru komnir í þá stöðu að
geta ekki unnið saman þá er best
að hver fari sína leið. Það er sjálf-
hætt þegar forstjóri og stjórn geta
ekki unnið saman og það þarf að
taka á því. Hvað kaupréttarsamn-
inga varðar er það rangnefni því
þetta voru samningar um kaup
hlutabréfa á því gengi sem þar var
í gangi.
Vilhjálmur og nafnalistinn
Þegar Vilhjálmur Þ. sagðist ekki
hafa séð listann með nöfnum
þeirra sem áttu að fá kauprétt í
REI, þá sagðir þú opinberlega að
hann hefði verið lagður fyrir fund-
armenn, enda sast þú fundinn þar
sem minnisblaðið var lagt fyrir.
Það kom Vilhjálmi í mikinn vanda
og honum tókst aldrei að vinna sig
til baka í málinu eftir það. Er hugs-
anlegt að Vilhjálmur sé á bak við
uppsögn þína í hefndarskyni sér-
staklega í ljósi þess að meirihluti í
borgarstjórn stendur á bak við
ákvarðanir stjórnar?
Ég hef enga ástæðu til að halda
það. En þetta var mjög óheppilegt
með þennan lista af því honum var
dreift á þessum fundi. En í þessu
tilfelli var ég bara sem starfs-
maður REI á fundinum til að veita
upplýsingar en á sama tíma var
þetta stjórnar- og eigendafundur
hjá Orkuveitunni allt í senn sem
eftir á að hyggja var óheppilegt
fundarform. Listanum var bara
dreift mín megin við borðið, og ég
vissi það ekki. Þar sat minni-
hlutinn.
Minnihlutinn var um morgun-
inn að meta þennan lista og hafa
skoðanir á því hverjir þar voru og
upphæðum sem komu þar fram.
Þannig að ég held að við báðir
höfum haft rétt fyrir okkur en
sátum hvor sínum megin við borð-
ið. Blaðinu var vissulega dreift á
fundinum en ekki til allra sem þar
voru, og ég vissi það einfaldlega
ekki.
Ég var spurður um þetta einu
sinni og svaraði því. En ég hafði
ekki hugmynd um það á þeim tíma
að Vilhjálmur hafði ekki fengið
listann. Það breytir því ekki að ein
af tillögunum á fundinum var, eins
og gert er í hlutafélögum, að taka
hlutafé til þessara nota og bjóða
starfsmönnum Orkuveitunnar að
kaupa. Þá var þetta mál einnig
rætt á fundinum.
Þarna kristallast að hugsa um
þetta sem viðskipti eða pólitík.
Fyrir okkur var það klárt að til að
ná sem bestum árangri þá yrðu
starfsmenn REI í fyrsta lagi að
tengjast fyrirtækinu og í öðru lagi
að hafa hagsmuni sem færu saman
og í þriðja lagi að vera ekki verr
settir en þeir sem voru að koma úr
hinni áttinni. Þetta var lykilatriði.
Svo var verið að selja þeim hluta-
fé á sama gengi og aðrir hluthafar
voru að koma inn á, eins og Bjarni
Ármannsson og Jón Diðrik. Menn
voru að kaupa hlutabréf fyrir
Ég er Reykvíkingur, fæddur árið
1957, en foreldrar mínir eru ættaðir
hvort af sínu landshorninu; Mel-
rakkasléttu og Vestfjörðum. Ég er
menntaður vélaverkfræðingur frá
Háskóla Íslands og tók framhald í
verkfræði í Kaupmannahöfn.
Árið 1985 kom ég heim og vann
við rannsóknir í fiskiðnaði hjá
Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins
og kenndi einnig í Háskóla Íslands
í fimm ár. Þá bar svo við að konan
mín, Halldóra Björnsdóttir sem er
læknismenntuð, fór í framhaldsnám
til Bandaríkjanna í hjartalækningum.
Þar sem það er sex ára nám voru
góð ráð dýr og ég ákvað því að fara
í MBA-nám í Madison, Wisconsin.
Halldóra tók lyflæknisfræði í Mad-
ison en síðar fórum við til Boston
þar sem hún fór í hjartalækningar
á Beth-Israel sjúkrahúsinu við Har-
vard-háskóla.
Þar byrjaði ég að vinna aðeins í
markaðsstarfi fyrir fyrirtækið Þórs-
brunn en um sama leyti fæddist
okkur fyrsta barnið af tveimur. Ég
tók að mér að annast það fyrsta
árið enda eru hjartalækningar í
Bandaríkjunum þess eðlis að þær
fer ekki vel saman við að annast
lítið barn. Svo sótti ég í bríaríi um
stöðu vatnsveitustjóra í Reykjavík
og fékk þá stöðu öllum á óvart. Það
var dæmi um pólitískt þor sem er
minna af í dag, því ég tók beint við
af föður mínum. Ég dreif mig því
heim ári á undan þeim mæðgum til
að taka við því starfi.
Eftir að hafa verið vatnsveitustjóri í
fimm ár er Orkuveitan stofnuð og
mér fannst það freistandi tækifæri
að sækja um forstjórastarfið sem ég
gegndi þangað til síðastliðið haust
þegar stjórnarformaður Orkuveit-
unnar bað mig um að flytja mig yfir
í REI til að byggja upp nýtt útrásar-
fyrirtæki næstu sjö mánuðina. Ég
var upp með mér að vera treyst fyrir
því. Þetta var töluverð ákvörðun þar
sem ég var orðinn nokkuð settlegur
í hinu starfinu. Sagan eftir það er
nokkuð skemmtileg en hana þekkja
víst flestir.
GUÐMUNDUR UM SJÁLFAN SIG
GUÐMUNDUR ÞÓRODDSSON Fyrrverandi forstjóri Orkuveitunnar og Reykjavík Energy Invest segist ekki sjá nein sérstök pólitísk
afglöp í REI-málinu annað en að meirihluti borgarstjórnar sprakk. Engir saknæmir hlutir hafi verið gerðir, né hafi menn farið út
fyrir sínar heimildir. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Við vorum í
erfiðri stöðu
að fara í
mikið kynn-
ingarferli
því stjórnar-
menn höfðu
sýnt ítrekað
að þeir láku
öllum upp-
lýsingum út.
Þess vegna
var málið
unnið gríð-
arlega hratt.