Fréttablaðið - 07.06.2008, Síða 31

Fréttablaðið - 07.06.2008, Síða 31
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Arnar Bragi Jónsson bifvélavirki hefur aðstöðu í bílskúr ömmu sinnar. Þar stendur hann í ströngu öll kvöld um þessar mundir við að gera 86-módel af Volvó að algeru tryllitæki. „Ég braut gírkassa í þessum ágæta Volvó mínum. Þá var tekin sú mjög svo gáfulega ákvörðun að fara í dótakassann, sækja sér átta sílindra mótor úr Chevr- olet Van, 78-módeli og gera tilraun til að skrúfa hann ofan í,“ segir Arnar Bragi þar sem hann er að sprauta heddið rautt. „Áformið er að reyna að komast á græj- unni á bíladaga á Akureyri 13. júní. Við verðum bara að sjá hvernig það gengur.“ Spurður hvort þetta sé ekki mikið mál svarar hann: „Það er furðu lítið sem ég þarf að smíða, bara nýjar mótorfestingar og gír- kassabiti. Jú, og nýtt drifskaft. Annað er endurnýtt. Gírkassinn til dæmis nýupptekinn. Eins og hefur löngum verið sagt þá er allt hægt með slípirokki, stórri sleggju, suðugræjum og skorti á skynsemi – og þá meina ég nægum skorti á skynsemi! Aðalvanda- málið hjá mér er þessi þröngi tímarammi sem ég valdi mér sem var einn og hálfur mánuður.“ Arnar Bragi er bifvélavirki og kveðst vera svo heppinn að vinna við áhugamálið alla daga. „Maður dregur ekki lappirnar þegar maður þarf að mæta í vinnu, flýtir sér ef eitthvað er,“ segir hann hress. Hann viðurkennir að kvöldvinnan í skúrnum taki í en segir vini sína í Kvartmíluklúbbnum vera honum innan handar. Við eftirgrennslan kemur í ljós að Arnar Bragi er ræsir Kvartmíluklúbbsins. Volvóinn er Arnar Bragi búinn að eiga í nokkra mánuði en átti annan alveg eins áður. „Það er lang- best að vera á svona gömlum bíl, einfalt, þægilegt, ódýrt, ekkert óþarfa tölvudrasl,“ útskýrir hann. Þú verður ekkert lengi á honum norður, er það? er lokaspurning blaðamanns. „Markmið okkar í Kvartmíluklúbbnum er að koma hraðakstri af götunum og inn á lokuð svæði, því reyni ég að halda lög og reglur,“ svarar Arnar Bragi og bætir við. „Það er líka ódýrara.“ gun@frettabladid.is Með slípirokk og sleggju „Það er langbest að vera á gömlum bíl, einfalt, þægilegt, ódýrt. Ekkert óþarfa tölvudrasl,“ segir bifvélavirkinn og kvartmílugæinn Arnar Bragi Jónsson. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A R N ÞÓ R BETRA SÝNINGARRÝMI Sýningarrými fyrir atvinnubíla verður opnað hjá Toyota á Nýbýlavegi í dag ásamt nýrri aukahluta- verslun. BÍLAR 2 SÁ STÆRSTI Í EVRÓPU Regína Hreinsdóttir, þjóð- garðsvörður í Skaftafelli, dregur fána að húni í dag þegar Vatnajökulsþjóð- garður verður stofnaður. Þjóðgarðurinn er sá stærsti í Evrópu. FERÐIR 3
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.