Fréttablaðið - 07.06.2008, Page 40
● heimili&hönnun
Tom Dixon ætlaði aldrei að verða
hönnuður. Hann fór ungur í lista-
skóla í Englandi en lenti í mót-
orhjólaslysi sem varð til þess að
hann hætti námi og lá á spítala í
nokkra mánuði. Að spítalavist lok-
inni tók hann við að spila á bassa í
diskóbandi en lenti þá aftur í mót-
orhjólaslysi og gat ekki spilað í
nokkurn tíma.
Dixon vann fyrir sér í London
með því að spila á börum á kvöldin
en á daginn lék hann sér á brota-
járnshaugum og með logsuðutæki
að vopni smíðaði hann stóla, ljós
og fleira úr því sem hann fann á
haugnum. Ekki leið á löngu þar
til hlutir Dixons vöktu eftirtekt á
Englandi og víðar og var almenn-
ingur ákafur í að kaupa hluti eftir
hann.
Dag einn fékk Dixon svo símtal
frá Capellini á Ítalíu, sem hafði
komið auga á hæfileika hans, og
vildi framleiða hluti eftir hann.
Samningar tókust og varð S-stóll-
inn svokallaði meðal annars til úr
því samstarfi, en eintak af honum
er nú að finna á Nýlistasafninu í
New York.
Frægðarsól Dixons hélt áfram
að rísa og var hann ráðinn yfir-
hönnuður hjá Habitat árið 1998.
Ráðningin olli þónokkru fjaðra-
foki þar sem Dixon var ekki
menntaður í sínu fagi. Habitat
náði hins vegar nýjum hæðum
með hann við stjórnvöllinn og
gætir þeirra áhrifa enn í dag.
Dixon hefur nú stofnað sitt
eigið fyrirtæki, Tom Dixon, og
framleiðir mestmegnis húsgögn
og ljós úr krómi og kopar. Hafa
hlutir hans vakið hvað mesta at-
hygli á helstu hönnunarsýning-
um að undanförnu, enda þykja
verk hans almennt vera boðberar
nýrra tíma. - keþ
Með logsuðutæki að vopni
● Tom Dixon er stóra nafnið í heimi hönnunar í dag, en hann vakti fyrst athygli fyrir hluti
sem hann sauð saman úr brotajárni í London.
Tom Dixon varast að taka sig of hátíðlega og telur sig iðnaðarmann frekar en hönnuð.
MYND/TOM DIXON
Dixon hannar ekki bara ljós, þótt
hann sé þekktastur fyrir þau. Hér
er hornsófi úr smiðju hans.
Þegar þessir borðlampar eru skoðaðir
er auðvelt að sjá hvernig Dixon hefði
getað fengið hugmyndina að þeim á
brotajárnshaugnum.
Koparkúlurn-
ar sem gætu
bæði verið frá
sjöunda ára-
tugnum eða úr
framtíðinni.
Ármúla 36 • 108 Rvk
S. 581 4070 • www.jabohus.is
SUMARHÚS HEILSÁRSHÚS GESTAHÚS
Finnsk og sænsk gæðahús
Koma tilbúin til uppsetningar
Góð reynsla og hagstætt verð
7. JÚNÍ 2008 LAUGARDAGUR4