Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.06.2008, Qupperneq 42

Fréttablaðið - 07.06.2008, Qupperneq 42
● heimili&hönnun „Okkur líður afar vel hér,“ segir Dögg þegar hún er heimsótt í gula húsið sitt við Framnesveginn. Þar á hún við sig, sambýlismann- inn Ólaf Finnbogason og dóttur- ina Agnesi Hjaltalín Andradóttur. Eflaust tæki kisan Regína undir þessi orð ef hún talaði manna- mál. „Þetta er um það bil hundrað ára gamalt hús og var íþróttahús uppi í Rauðhólum,“ segir Dögg og bætir við hlæjandi: „Þeir sem þekkja íþróttahúsin við MR og Kvennó skilja það – aðrir ekki.“ Síðan heldur hún áfram með sögu hússins. „Edda Heiðrún Backman og systir hennar keyptu hér land fyrir 25 árum og létu setja á það tvö gömul hús sem pabbi þeirra sá um endurbætur á. Við keypt- um húsið í lok síðasta árs af Ág- ústi Ólafi Ágústssyni og Þor- björgu Gunnlaugsdóttur og flutt- um inn í mars eftir að hafa málað veggi, pússað öll gólf og sprautað eldhúsinnréttinguna.“ Húsið er umvafið gróðri og Dögg segir hverfið afar rólegt og gott. „Sumum finnst þeir vera að stíga inn í sumarbústað þegar þeir koma hingað,“ segir hún. „Þrátt fyrir að húsin standi þétt þá skil- ur gróðurinn á milli þeirra.“ Þó að heimilið beri vott um nostur húseigendanna hafa þeir líka öðrum hnöppum að hneppa. Dögg er nýbúin að opna bókabúð á Laugavegi 51. Auk DVD diska, dagblaða og tímarita sem tengj- ast viðskiptalífinu selur hún þar bækur um fyrirtæki, leið- toga og markaðs- mál. „Bækur sem ég mundi vilja lesa sjálf,“ segir hún. Búðin heit- ir Skuld. „Nafnið er vísun í örlaga- nornirnar þrjár í Völuspá,“ útskýrir Dögg. „Skuld er fram- tíðarnornin.“ - gun Í hlýlegu hundrað ára íþróttahúsi ● Vestan til í Vesturbænum býr Dögg Hjaltalín í vinalegu húsi ásamt sambýlismanni og dóttur. Viðargólf og gömul húsgögn hæfa húsnæðinu vel. Mæðgurnar Dögg og Agnes kunna vel við sig í Vesturbænum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Foreldrar mínir keyptu þetta borðstofusett á námsárunum í New York upp úr 1970. Það er úr palisander og ég passa að fara vel með það,“ segir húsfreyjan. Stigið er eitt þrep niður í setustofuna þar sem Dögg segir not- legt að sitja á kvöldin. Sófasettið er frá ömmu hennar og afa. Skrautlegt gler í hurð setur svip á ganginn. Agnes á sitt prívat uppi í risi. Þessar hillur hafa verið sérsmíðaðar fyrir efri hæðina og í sumar þeirra er bókunum raðað eftir stærð. Pallurinn býður upp á útivist í góðu skjóli. 7. JÚNÍ 2008 LAUGARDAGUR6
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.